Bíó og sjónvarp

Hörð barátta þriggja bíómynda um Edduna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lof mér að falla hlýtur tólf tilnefningar, meðal annars fyrir aðalleikkonuna Elínu Sif Halldórsdóttur.
Lof mér að falla hlýtur tólf tilnefningar, meðal annars fyrir aðalleikkonuna Elínu Sif Halldórsdóttur. Kisi
Tilnefningar til Eddunnar 2019 voru tilkynntar klukkan eitt í dag. 

Í ár eru það þrjár bíómyndir sem berjast um helstu Edduverðlaunin en Lof mér að falla fær tólf tilnefningar, Kona fer í stríð fær tíu tilnefningar og Andið eðlilega er með níu tilnefningar. 

Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunni og nú eru liðin tuttugu ár frá því því fyrstu verðlaunin voru veitt.  Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessi eftirsóttu verðlaun er síst minni nú en undanfarin ár.

Kona fer í stríð hlýtur 10 tilnefningar, meðal annars fyrir aðalleikkonuna Halldóru Geirharðsdóttur.Gulldrengurinn

Vel yfir hundrað verk

Þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent alls 118 verk inn í keppnina. Að auki voru 214 innsendingar í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2018 til 31. desember 2018. Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 78 talsins. Innsendar kvikmyndir eru 7 og stuttmyndir 16. 

Heimildarmyndir eru 17 og 13 verk flokkast undir barna og unglingaefni. Níu valnefndir hafa verið að störfum við að horfa á öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd verða í þeim 26 verðlaunaflokkum Eddunnar. Endanleg kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst svo 12.febrúar og stendur í rúma viku.

Eins og fyrri ár mun almenn kosning fara fram á ruv.is um Sjónvarpsefni ársins og keppa alls sjö verk um þau verðlaun.

Úrslitin verða svo kynnt á Edduhátíðinni 2019 sem verður haldin föstudagskvöldið 22. febrúar í Austurbæ og sýnd beint á RÚV.

Andið eðlilega hlýtur níu tilnefningar, meðal annars fyrir aðalleikkonuna Kristínu Þóru Haraldsdóttur.Zik Zak

Tilnefningar til Eddunnar 2019:

Barna- og unglingaefni ársins

Víti í Vestmannaeyjum

Lói - þú flýgur aldrei einn

Stundin okkar

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Krakkafréttir

Kveikur

Fósturbörn



Heimildamynd ársins

UseLess

Svona fólk 1970-1985

690 Vopnafjörður



Kvikmynd ársins

Kona fer í stríð

Andið eðlilega

Lof mér að falla



Leikið sjónvarpsefni ársins

Venjulegt fólk

Mannasiðir

Steypustöðin



Menningarþáttur ársins

Kiljan

Með okkar augum

Fullveldisöldin



Mannlífsþáttur ársins

Andstæðingar Íslands

Hæpið

Veröld sem var

Sítengd

Líf kviknar



Skemmtiþáttur ársins

Stundin okkar

Heimilistónajól

Áramótaskaup 2018



Stuttmynd ársins

Islandia

Nýr dagur í Eyjafirði

To Plant a Flag



Brellur ársins

Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin fyrir Kona fer í stríð 

GunHil  - Lói - þú flýgur aldrei einn

Kontrast og GunHil fyrir Flateyjargátuna 



Búningar ársins

Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Andið eðlilega 

Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Lof mér að falla

Margrét Einarsdóttir fyrir Flateyjargátuna



Gervi ársins

Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Andið eðlilega

Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Lof mér að falla

Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Varg 

Logi Bergmann tilkynnti tilnefningarnar í beinni útsendingu á Facebook-síðu Eddunnar og ruv.is. Hér má sjá útsendinguna og fyrir neðan spilarann heldur listi yfir tilnefningar áfram.

Tilnefningar til Edduverðlauna kynntar

Bein útsending þar sem Logi Bergmann Eiðsson afhjúpar tilnefningarnar til Edduverðlaunanna 2019.

Posted by Eddan on Thursday, February 7, 2019
Handrit

Baldvin Z & Birgir Örn Steinarsson fyrir Lof mér að falla 

Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Kona fer í stríð

Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega

Hljóð ársins

Emmanuel De Boissieu og Frédéric Meert  fyrir Andið eðlilega

Aymeric Devoldere, Francois De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson fyrir Kona fer í stríð               

Huldar Freyr Arnarson fyrir Varg

Klipping ársins

Davíð Alexander Corno fyrir Kona fer í stríð

Elísabet Ronaldsdóttir og Sigvaldi J. Kárason fyrir Varg  

Úlfur Teitur Traustason fyrir Lof mér að falla

Kvikmyndataka

Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Kona fer í stríð

Ita Zbroniec-Zajt og Ásgrímur Guðbjartsson fyrir Andið eðlilega

Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Lof mér að falla

Leikari í aðalhlutverki

Eysteinn Sigurðsson fyrir Mannasiði

Gísli Örn Garðarsson fyrir Varg

Paaru Oja fyrir Undir Halastjörnu



Leikkona í aðalhlutverki

Elín Sif Halldórsdóttir fyrir Lof mér að falla

Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Andið eðlilega

Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kona fer í stríð



Leikkona í aukahlutverki

Babetida Sadjo fyrir Andið eðlilega

Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Lof mér að falla  

Lára Jóhanna Jónsdóttir fyrir Lof mér að falla



Leikari í aukahlutverki

Kaspar Velberg fyrir Undir Halastjörnu

Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Mannasiði

Þorsteinn Bachmann fyrir Lof mér að falla



Leikmynd ársins

Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga fyrir Lof mér að falla

Heimir Sverrisson fyrir Varg

Snorri Freyr Hilmarsson  fyrir Kona fer í stríð



Leikstjórn ársins

Baldvin Z fyrir Lof mér að falla

Benedikt Erlingsson fyrir Kona fer í stríð

Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega



Sjónvarpsmaður ársins

Alma Ómarsdóttir fyrir Fréttaannál 2018

Sigríður Halldórsdóttir fyrir Kveik

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Allir geta dansað

Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar og Sögur - þættir um sköpun, skrif og lestur 

Viktoría Hermannsdóttir fyrir Sítengd



Tónlist ársins

Atli Örvarsson  fyrir Lói - þú flýgur aldrei einn

Davíð Þór Jónsson  fyrir Kona fer í stríð

Gyða Valtýsdóttir fyrir Undir Halastjörnu



Upptöku- eða útsendingastjórn

Björgvin Harðarson fyrir Pál Óskar í Höllinni

Björgvin Harðarson fyrir Allir geta dansað

Þór Freysson fyrir Jólagesti Björgvins



Sjónvarpsefni ársins – Almenn kosning á ruv.is

Kveikur

Líf kviknar

Með okkar augum

Áramótaskaupið

Kiljan

Mannasiðir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.