Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Breiðablik 132-91 | Þórsarar keyrðu yfir Breiðablik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 21:30 Þórsarar fagna í vetur. vísir/daníel þór Þór Þorlákshöfn vann öruggan sigur á botnliði Breiðabliks í Domino‘s deild karla í kvöld. Breiðablik þarf nú að vinna alla fjóra leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á því að halda sér í deildinni. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru búnir að koma sér í þægilega forystu strax á fyrstu mínútum leiksins. Eftir það má í raun segja að úrslitin hafi verið ráðin. Gestirnir úr Kópavogi náðu að finna nokkrar körfur en Þórsarar svöruðu alltaf í sömu mund. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 38-20 fyrir Þór. Í öðrum leikhluta náðu Blikar að halda í við heimamenn en söxuðu þó ekkert á forskotið. Munurinn hélst í og við tuttugu stigin allt þar til í fjórða leikhluta. Þá fór þreytan kannski aðeins að segja til sín, munurinn varð hægt og rólega meiri og þegar upp var staðið fór leikurinn 132-91.Af hverju vann Þór? Það er ástæða fyrir því að Breiðablik er á botni töflunnar aðeins búið að vinna einn leik. Vissulega hafa þeir stundum verið klaufar og oft verið inni í leikjum, en liðin sem eru að berjast í úrslitakeppnissætunum eru einfaldlega sterkari. Blikar byrjuðu ekki nógu vel og þar með varð dagsverkið auðveldara fyrir Þór. Heimamenn keyrðu upp forskotið í fyrsta leikhluta og þurftu svo bara að halda því út.Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick átti mjög góðan leik í liði Þórs eins og oft áður en heilt yfir var þetta mjög heilsteypt frammistaða og enginn sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Halldór Garðar Hermannsson átti góðan leik eins og Emil Karel Einarsson, Kinu Rochford og Jaka Brodnik. Hjá Breiðabliki var Kofi Joseph stigahæstur og Árni Elmar Hrafnsson átti fínar innkomur af bekknum.Hvað gekk illa? Vörnin hjá Breiðabliki var gott sem engin. Þeir skoruðu að vild og í þær fáu sóknir þegar boltinn endaði ekki í körfunni var það oftast vegna þess að skotin voru ekki nógu góð eða einhver klaufaskapur í sendingum, það var aðeins í örfá skipti sem Blikar náðu stoppi í vörn.Hvað gerist næst? Úrslitavikan í bikarnum er í næstu viku en hvorugt þessara liða verður með þar og svo kemur landsleikjahlé svo það er langt frí fram undan. Næsti deildarleikur mun ráða lífi Blika í deildinni en þeir fá Val í heimsókn í Smárann. Þórsarar fara í Borgarnesið og sækja Skallagrím heim.Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Þórsara frá Þorlákshöfn.Baldur: Ætlum að koma okkur í topp fjögur „Við vorum mjög einbeittir frá byrjun til enda og keyrðum eiginlega bara yfir þá,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Menn ætluðu sér að klára þetta og komu einbeittir í þetta. Við vorum mjög hraðir upp völlinn og fengum mikið af auðveldum körfum.“ „Við fylgdum plani vel. Við ætluðum að keyra hraðar sóknir og spila af hörku varnarlega og allir myndu taka þátt og það gekk vel.“ Þór er í sjötta sæti deildarinnar eins og er, það fer að styttast í annan endann á deildarkeppninni, eru Þórsarar að stefna á heimaleikjarétt í úrslitakeppninni? „Jájá, við ættum að reyna að koma okkur þarna í topp fjögur.“ Pétur Ingvarsson tók við Blikum fyrir tímabiliðvísir/daníelPétur: Viljum alls ekki að þetta sé búið „Þeir eru með fullt af sjálfstrausti, við erum ekki með neitt sjálfstraust. Heimavöllur, við erum bara að vinna í allt öðrum málum heldur en þeir,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, í leikslok. Breiðablik er svo gott sem fallið, væri Pétur kannski helst til í að deildarkeppnin væri búinn og liðið gæti farið inn í undirbúningstímabil? „Nei, alls ekki.“ „Okkur vantar leiki á þessu leveli til þess að sjá hverju við þurfum að bæta okkur í. Það eru fjórir leikir eftir og þeir eru mjög mikilvægir fyrir okkur.“ „Þó að við séum að tapa stórt þá er hluti af þessu sem við getum skoðað og greint hvað það er sem menn þurfa að bæta sig í. Við viljum alls ekki að þetta sé búið, við viljum helst fá fleiri leiki til þess að bæta okkur.“ Hefðu Blikarnir byrjað leikinn aðeins betur og ekki misst Þórsarana svona langt fram úr sér svo fljótt þá hefði staðan kannski orðið allt önnur. „Þeir ná þarna upp 20 stiga forskoti strax sem þeir náðu að halda og við höfðum einhvern vegin aldrei trúna á þessu á meðan að þeir eru með rosalega mikla trú á því sem þeir eru að gera, sem er bara flott hjá þeim,“ sagði Pétur Ingvarsson.Kinu Rochfordvísir/daníelKinu: Frábært að vera á Íslandi Bandaríkjamaðurinn Kinu Rochford er einn allra hressasti leikmaður deildarinnar og það vantaði ekki upp á hressleikann í leikslok í kvöld. „Við spiluðum mjög vel í vikunni og höfum barist vel. Við náðum að spila vel og þetta er gott umhverfi.“ Leikurinn var í raun unninn eftir fimm mínútur, hvernig er að spila svona leik? „Þetta snérist um hugarfar. Með fullri virðingu fyrir Breiðabliki þá eru þeir fallnir og við verðum að halda einbeitingu. Það er gott að koma á grillið og fá nóg að borða.“ Þór hefur verið á miklu skriði undan farið en fram undan er langt hlé. Er það að koma á slæmum tímapunkti fyrir Þór? „Nei, ég held þetta sé bara gott til að hvíla andlegu hliðina. Við fáum smá hlé til þess að fara í lyftingarsalinn en líka að hvíla líkamann. Það er allt svo gott á Íslandi, gott fólk og gott veður.“ „Í New York þá vakna ég ekki með þessa fjallasýn, þetta er frábært. Fyrir tveimur dögum sá ég norðurljósin, þetta er alveg frábært. Ég hafði bara séð jökla í sjónvarpinu áður,“ sagði léttur Kinu Rochford. Dominos-deild karla
Þór Þorlákshöfn vann öruggan sigur á botnliði Breiðabliks í Domino‘s deild karla í kvöld. Breiðablik þarf nú að vinna alla fjóra leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á því að halda sér í deildinni. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru búnir að koma sér í þægilega forystu strax á fyrstu mínútum leiksins. Eftir það má í raun segja að úrslitin hafi verið ráðin. Gestirnir úr Kópavogi náðu að finna nokkrar körfur en Þórsarar svöruðu alltaf í sömu mund. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 38-20 fyrir Þór. Í öðrum leikhluta náðu Blikar að halda í við heimamenn en söxuðu þó ekkert á forskotið. Munurinn hélst í og við tuttugu stigin allt þar til í fjórða leikhluta. Þá fór þreytan kannski aðeins að segja til sín, munurinn varð hægt og rólega meiri og þegar upp var staðið fór leikurinn 132-91.Af hverju vann Þór? Það er ástæða fyrir því að Breiðablik er á botni töflunnar aðeins búið að vinna einn leik. Vissulega hafa þeir stundum verið klaufar og oft verið inni í leikjum, en liðin sem eru að berjast í úrslitakeppnissætunum eru einfaldlega sterkari. Blikar byrjuðu ekki nógu vel og þar með varð dagsverkið auðveldara fyrir Þór. Heimamenn keyrðu upp forskotið í fyrsta leikhluta og þurftu svo bara að halda því út.Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick átti mjög góðan leik í liði Þórs eins og oft áður en heilt yfir var þetta mjög heilsteypt frammistaða og enginn sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Halldór Garðar Hermannsson átti góðan leik eins og Emil Karel Einarsson, Kinu Rochford og Jaka Brodnik. Hjá Breiðabliki var Kofi Joseph stigahæstur og Árni Elmar Hrafnsson átti fínar innkomur af bekknum.Hvað gekk illa? Vörnin hjá Breiðabliki var gott sem engin. Þeir skoruðu að vild og í þær fáu sóknir þegar boltinn endaði ekki í körfunni var það oftast vegna þess að skotin voru ekki nógu góð eða einhver klaufaskapur í sendingum, það var aðeins í örfá skipti sem Blikar náðu stoppi í vörn.Hvað gerist næst? Úrslitavikan í bikarnum er í næstu viku en hvorugt þessara liða verður með þar og svo kemur landsleikjahlé svo það er langt frí fram undan. Næsti deildarleikur mun ráða lífi Blika í deildinni en þeir fá Val í heimsókn í Smárann. Þórsarar fara í Borgarnesið og sækja Skallagrím heim.Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Þórsara frá Þorlákshöfn.Baldur: Ætlum að koma okkur í topp fjögur „Við vorum mjög einbeittir frá byrjun til enda og keyrðum eiginlega bara yfir þá,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Menn ætluðu sér að klára þetta og komu einbeittir í þetta. Við vorum mjög hraðir upp völlinn og fengum mikið af auðveldum körfum.“ „Við fylgdum plani vel. Við ætluðum að keyra hraðar sóknir og spila af hörku varnarlega og allir myndu taka þátt og það gekk vel.“ Þór er í sjötta sæti deildarinnar eins og er, það fer að styttast í annan endann á deildarkeppninni, eru Þórsarar að stefna á heimaleikjarétt í úrslitakeppninni? „Jájá, við ættum að reyna að koma okkur þarna í topp fjögur.“ Pétur Ingvarsson tók við Blikum fyrir tímabiliðvísir/daníelPétur: Viljum alls ekki að þetta sé búið „Þeir eru með fullt af sjálfstrausti, við erum ekki með neitt sjálfstraust. Heimavöllur, við erum bara að vinna í allt öðrum málum heldur en þeir,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, í leikslok. Breiðablik er svo gott sem fallið, væri Pétur kannski helst til í að deildarkeppnin væri búinn og liðið gæti farið inn í undirbúningstímabil? „Nei, alls ekki.“ „Okkur vantar leiki á þessu leveli til þess að sjá hverju við þurfum að bæta okkur í. Það eru fjórir leikir eftir og þeir eru mjög mikilvægir fyrir okkur.“ „Þó að við séum að tapa stórt þá er hluti af þessu sem við getum skoðað og greint hvað það er sem menn þurfa að bæta sig í. Við viljum alls ekki að þetta sé búið, við viljum helst fá fleiri leiki til þess að bæta okkur.“ Hefðu Blikarnir byrjað leikinn aðeins betur og ekki misst Þórsarana svona langt fram úr sér svo fljótt þá hefði staðan kannski orðið allt önnur. „Þeir ná þarna upp 20 stiga forskoti strax sem þeir náðu að halda og við höfðum einhvern vegin aldrei trúna á þessu á meðan að þeir eru með rosalega mikla trú á því sem þeir eru að gera, sem er bara flott hjá þeim,“ sagði Pétur Ingvarsson.Kinu Rochfordvísir/daníelKinu: Frábært að vera á Íslandi Bandaríkjamaðurinn Kinu Rochford er einn allra hressasti leikmaður deildarinnar og það vantaði ekki upp á hressleikann í leikslok í kvöld. „Við spiluðum mjög vel í vikunni og höfum barist vel. Við náðum að spila vel og þetta er gott umhverfi.“ Leikurinn var í raun unninn eftir fimm mínútur, hvernig er að spila svona leik? „Þetta snérist um hugarfar. Með fullri virðingu fyrir Breiðabliki þá eru þeir fallnir og við verðum að halda einbeitingu. Það er gott að koma á grillið og fá nóg að borða.“ Þór hefur verið á miklu skriði undan farið en fram undan er langt hlé. Er það að koma á slæmum tímapunkti fyrir Þór? „Nei, ég held þetta sé bara gott til að hvíla andlegu hliðina. Við fáum smá hlé til þess að fara í lyftingarsalinn en líka að hvíla líkamann. Það er allt svo gott á Íslandi, gott fólk og gott veður.“ „Í New York þá vakna ég ekki með þessa fjallasýn, þetta er frábært. Fyrir tveimur dögum sá ég norðurljósin, þetta er alveg frábært. Ég hafði bara séð jökla í sjónvarpinu áður,“ sagði léttur Kinu Rochford.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum