Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Lengi reynt að benda stjórnvöldum á slæma stöðu ÍSP. Fréttablaðið/Stefán Stjórnendur Íslandspósts hafa í um áratug reynt að vekja athygli stjórnvalda á því að yrði ekki gripið til aðgerða myndi fyrirtækið enda í greiðsluþroti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu (SRN), svo og fyrirrennara þess, hafa einnig borist erindi frá öðrum aðilum sama efnis á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerðum stjórnar ÍSP svo og erindum sem SRN hafa borist og minnisblöðum innan úr ráðuneytinu. Fréttablaðið fékk aðgang að hvoru tveggja í krafti upplýsingalaga. „Forstjóri og stjórnarformaður greindu frá fundi sem þeir áttu með innanríkisráðherra 16. október sl. um rekstrarvanda ÍSP og yfirvofandi greiðsluþrot um áramót ef ekki fæst um 200 [milljóna króna] yfirdráttarheimild,“ segir í fundargerð stjórnar frá 25. október 2013. Á fundi með ráðherra var einnig rætt um afdrif erinda ÍSP til PFS um gjaldskrárhækkanir innan einkaréttar en ÍSP áætlar að á árunum 2011-13 hafi fyrirtækið orðið fyrir rúmlega 580 milljóna króna tapi vegna þess hve lengi stofnunin var að afgreiða erindin eða þá að ekki var fallist á tillögur til hækkunar. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til SRN um til hvaða aðgerða hefði verið gripið vegna ákalls fyrirtækisins um aðstoð og hvar ráðuneytið teldi að ábyrgðin vegna 1,5 milljarða neyðarlánsheimildar ríkisins til þess lægi. Í svari SRN sagði orðrétt að ráðuneytið „[hefði] á undanförnum 10 árum fengið nokkur bréf frá Íslandspósti ohf. þar sem gerð er grein fyrir meintri versnandi stöðu vegna alþjónustu“.Sjá einnig: Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Sökum þess hefði verið gripið til reglugerðarbreytinga en þær varða meðal annars fækkun dreifingardaga og staðsetningu póstkassa. Þær breytingar hafa skilað ÍSP hagræði sem er áætlað rúmlega 200 milljónir króna. Hvað ábyrgðina varðar benti SRN á að það hefði ekki aðkomu að stjórnun, rekstri eða fjárfestingum ÍSP en fjármálaráðherra fer með hlutabréfin í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur verið mikið tap á samkeppni ÍSP innan alþjónustu eða um þrír milljarðar króna á árunum 2013-2017. Stærstan hluta þess má rekja til sendinga frá útlöndum en þó er einnig tap, sem nemur hundruðum milljóna króna, á sendingum innanlands. ÍSP áætlar að byrði sín af alþjónustunni nemi allt að tæpum milljarði ár hvert. PFS taldi á móti að byrðin næmi 300-500 milljónum áður en til fækkunar dreifingardaga kom. Ljóst er því að byrðin hefur lækkað umtalsvert. ÍSP hefur farið fram á það við ríkið að það bæti fyrirtækinu þennan kostnað, annaðhvort með þjónustusamningi eða með framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Hvað fyrri kostinn varðar segir í minnisblaði til innanríkisráðherra, frá júlí 2014, að ekki verði séð að það þjóni neinum tilgangi að ríkið sé að gera slíkt samkomulag við ríkisfyrirtæki. Hvað síðari kostinn varðar sótti ÍSP um 2,6 milljarða afturvirka úthlutun, sem tekur til áranna 2013-17, í október 2017 til PFS. Ekki er til króna með gati í sjóðnum. Fréttablaðið spurði SRN hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður ef til úthlutunar kæmi. Svarið var að það lægi ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Stjórnendur Íslandspósts hafa í um áratug reynt að vekja athygli stjórnvalda á því að yrði ekki gripið til aðgerða myndi fyrirtækið enda í greiðsluþroti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu (SRN), svo og fyrirrennara þess, hafa einnig borist erindi frá öðrum aðilum sama efnis á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerðum stjórnar ÍSP svo og erindum sem SRN hafa borist og minnisblöðum innan úr ráðuneytinu. Fréttablaðið fékk aðgang að hvoru tveggja í krafti upplýsingalaga. „Forstjóri og stjórnarformaður greindu frá fundi sem þeir áttu með innanríkisráðherra 16. október sl. um rekstrarvanda ÍSP og yfirvofandi greiðsluþrot um áramót ef ekki fæst um 200 [milljóna króna] yfirdráttarheimild,“ segir í fundargerð stjórnar frá 25. október 2013. Á fundi með ráðherra var einnig rætt um afdrif erinda ÍSP til PFS um gjaldskrárhækkanir innan einkaréttar en ÍSP áætlar að á árunum 2011-13 hafi fyrirtækið orðið fyrir rúmlega 580 milljóna króna tapi vegna þess hve lengi stofnunin var að afgreiða erindin eða þá að ekki var fallist á tillögur til hækkunar. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til SRN um til hvaða aðgerða hefði verið gripið vegna ákalls fyrirtækisins um aðstoð og hvar ráðuneytið teldi að ábyrgðin vegna 1,5 milljarða neyðarlánsheimildar ríkisins til þess lægi. Í svari SRN sagði orðrétt að ráðuneytið „[hefði] á undanförnum 10 árum fengið nokkur bréf frá Íslandspósti ohf. þar sem gerð er grein fyrir meintri versnandi stöðu vegna alþjónustu“.Sjá einnig: Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Sökum þess hefði verið gripið til reglugerðarbreytinga en þær varða meðal annars fækkun dreifingardaga og staðsetningu póstkassa. Þær breytingar hafa skilað ÍSP hagræði sem er áætlað rúmlega 200 milljónir króna. Hvað ábyrgðina varðar benti SRN á að það hefði ekki aðkomu að stjórnun, rekstri eða fjárfestingum ÍSP en fjármálaráðherra fer með hlutabréfin í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur verið mikið tap á samkeppni ÍSP innan alþjónustu eða um þrír milljarðar króna á árunum 2013-2017. Stærstan hluta þess má rekja til sendinga frá útlöndum en þó er einnig tap, sem nemur hundruðum milljóna króna, á sendingum innanlands. ÍSP áætlar að byrði sín af alþjónustunni nemi allt að tæpum milljarði ár hvert. PFS taldi á móti að byrðin næmi 300-500 milljónum áður en til fækkunar dreifingardaga kom. Ljóst er því að byrðin hefur lækkað umtalsvert. ÍSP hefur farið fram á það við ríkið að það bæti fyrirtækinu þennan kostnað, annaðhvort með þjónustusamningi eða með framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Hvað fyrri kostinn varðar segir í minnisblaði til innanríkisráðherra, frá júlí 2014, að ekki verði séð að það þjóni neinum tilgangi að ríkið sé að gera slíkt samkomulag við ríkisfyrirtæki. Hvað síðari kostinn varðar sótti ÍSP um 2,6 milljarða afturvirka úthlutun, sem tekur til áranna 2013-17, í október 2017 til PFS. Ekki er til króna með gati í sjóðnum. Fréttablaðið spurði SRN hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður ef til úthlutunar kæmi. Svarið var að það lægi ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00