Fótbolti

Tók Kjartan Henry tuttugu mínútur að stimpla sig aftur inn í danska boltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan fagnar markinu í dag.
Kjartan fagnar markinu í dag. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason byrjar með stæl í Danmörku eftir að hann kom aftur til landsins í janúarmánuði er hann gekk í raðir Vejle frá Ferencvárosi.

Danska deildin fór aftur af stað eftir jólafrí í gær og Kjartan Henry var í byrjunarliði Vejle sem mættir SönderjyskE í Íslendingaslag í dag.

Það tók Kjartan Henry ekki nema tuttugu mínútur að komast á blað er hann kom Vejle í 1-0 og fjórum mínútum síðar skoraði Imed Louati og kom Vejle í 2-0.

Það urðu lokatölur leiksins en Kjartan Henry spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins. Eggert Gunnþór Jónsson var ónotaður varamaður hjá SönderjyskE.

Vejle er áfram í þrettánda sætinu en færist nú nær liðunum fyrir ofan sig á meðan SönderjyskE er í ellefta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×