Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 19:57 Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Vísir/ap Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019 Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54
Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35