Lífið

Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jimmy Kimmel.
Jimmy Kimmel. Skjáskot
Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli.

Kuldaköst eins og það sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna koma enn til með að eiga sér stað jafnvel þegar hnattræn hlýnun verður orðin nokkrum gráðum, hvað svo sem Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, finnst um það.

Í gær gerði hann gys að loftslagsbreytingum og sagði að þörf væri a hlýnun jarðar, sökum hins mikla kuldakasts sem nú ríður yfir miðvesturríki Bandaríkjanna.

Vísindamenn hafa þó bent á að mögulega geti hnattræn hlýnun átt þátt í að veikja veðurkerfið á norðurskautinu og gera kuldaskot af þessu tagi líklegri í framtíðinni.

Til þess að sannfæra Trump um möguleikann á þessu og vekja athygli á þeim hættum sem steðjar að mannkyninu sökum hlýnun jarðar fékk spjallþáttastjórnandinn og háðfuglinn Jimmy Kimmel tvö börn til að útskýra fyrir Trump hvað orsakar hnattræna hlýnun og hvaða afleiðingar hún geti haft.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×