Innlent

Gætu ræktað 250 hektara fyrir pálmatrén

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Pálmatrén tvö í gróðurhúsunum.
Pálmatrén tvö í gróðurhúsunum. Reykjavíkurborg
Hægt er að gróðursetja nýjan 250 hektara útivistarskóg fyrir þær 135 milljónir sem talið er að kosti að setja niður tvö pálmatré í nýrri Vogabyggð í Reykjavík. Vinningstillögur um skipulag svæðisins voru kynntar á dögunum.

Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, telur sama fjármagn duga fyrir um 250 hekturum af skóglendi.

„Með þessu fjármagni er hægt að setja niður skóg sem gæti nýst til útiveru. Einnig er afar líklegt að slíkur skógur gæti bundið um 120 þúsund tonn af koltvísýringi í líftíma sínum,“ segir Pétur.


Tengdar fréttir

Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×