Stutt í grimmdina Edda skrifar 31. janúar 2019 06:08 Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með hlutverk Gísellu í kvikmyndinni Tryggð Fréttablaðið/ernir Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni og segir hún þetta vera hennar stærsta hlutverk til þessa. Elma Lísa er Íslendingum vel kunn leikkona, bæði af sviðum leikhúsanna og úr íslenskum kvikmyndum. Í kvikmyndinni Tryggð fer hún með hlutverk Gísellu. Kvikmyndin var mikil áskorun og er Elma nánast í hverri einustu senu og tók stóran þátt í gerð myndarinnar frá upphafi. „Ásthildur leikstýra hringdi í mig fyrir um fjórum árum. Þá var hún nýbúin að fá réttinn á bókinni frá Auði Jónsdóttur. Svo hittumst við og Ásthildur býður mér hlutverkið, við fáum okkur rauðvínsglas saman og förum að spjalla um þessa sögu, þessa bók. Ég hafði lesið bókina og satt að segja hafði persónan Gísella í bókinni pirrað mig svolítið,“ segir Elma Lísa og bætir við að langt ferlið hafi bæði verið skemmtilegt og gefandi. „Við mótuðum myndina svolítið saman.“Góðverk snýst upp í andhverfu sína Það má segja að sagan snúist um samskipti og einhvers konar valdabaráttu. „Myndin fjallar um Gísellu, sem stendur á ákveðnum tímamótum. Hún missir vinnuna, er blönk og þarf í rauninni í fyrsta skipti að standa á eigin fótum. Hún er smá forréttindapía sem erfði risastórt hús eftir ömmu sína og hefur ekki mikið þurft að pæla í peningum,“ segir Elma Lísa. „Gísella fær vinnu við að skrifa um húsnæðismál útlendinga og þá kynnist hún þessum tveimur konum, skoðar húsnæðið þeirra og í framhaldinu býður hún þeim að koma og búa í húsinu sínu. Önnur þeirra á litla stelpu sem Gísella tengist sterkum böndum. Gísella býr ein í þessu risastóra húsi og er frekar einmana.“ Gísellu finnst hún vera að gera góðverk og allt gengur vel til að byrja með. Samkvæmt Elmu Lísu er Gísella frekar stjórnsöm týpa og svo lengi sem þær gera það sem hún vill, þá gengur sambúðin vel. „En svo fer að halla undan fæti, því þær eru auðvitað með ólík gildi og ólíkan smekk. Þá fara að koma ákveðnir brestir í þessa sambúð, Gísella fer að búa til fleiri og fleiri húsreglur.“ Elma Lísa bætir jafnframt við að Gísella verði einhvers konar fangi í eigin húsi og að hún hafi komið sér í það sjálf. Gísella sé hvorki sveigjanleg né víðsýn og býst hún við því að konurnar tvær geri það sem hún segir. „Maður kynnist auðvitað aldrei neinum betur en þegar maður fer að búa með honum.“ Konurnar sem leika aðalhlutverk á móti Elmu Lísu í myndinni, þær Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, höfðu aldrei leikið áður. Þrátt fyrir það segir Elma að tökur á myndinni hafi gengið mjög vel og leikhópurinn hafi æft vel fyrir hverja töku. „Við vorum rosalega dugleg að æfa. Þetta var aðeins öðruvísi að því leyti að við töluðum ensku og svo voru tvær leikkonur myndarinnar alveg óreyndar, en þær stóðu sig ótrúlega vel.“ Umræðan þörf Elma Lísa segir gerð myndarinnar hafa opnað augu sín fyrir fordómum gegn innflytjendum og finnst myndin koma á góðum tíma. „Þessi umræða er ótrúlega þörf og Auður er svolítið á undan sínum tíma með þessari bók.“ Hún vonar að myndin fái fólk til að hugsa og setja sig í spor annarra. „Hvernig myndi okkur líða í öðru landi og þurfa að gera það sem þær þurfa að gera? Búa í öðru landi, hjá einhverjum öðrum og á forsendum þeirra sem eiga húsnæðið.“ En svo má líka rífast um myndina og segir Elma að Ásthildur leikstýra búist við að fólk geri einmitt það. „En lítum okkur nær, skoðum okkur sjálf og stöldrum við. Hættum að dæma,“ segir Elma Lísa þegar hún er spurð að því hvaða boðskap hún vilji helst að fólk taki frá myndinni. „Það er einhvers konar grimmd í myndinni, líka væntumþykja, en þetta er oft tengt. Það er oft stutt í grimmdina hjá fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. 29. janúar 2019 16:00 Samskipti snúast um völd Hvað gerist þegar þrjár konur með gerólíkan bakgrunn deila heimili? Menningarárekstrar, valdaójafnvægi og mannlegir brestir eru umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar. 29. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni og segir hún þetta vera hennar stærsta hlutverk til þessa. Elma Lísa er Íslendingum vel kunn leikkona, bæði af sviðum leikhúsanna og úr íslenskum kvikmyndum. Í kvikmyndinni Tryggð fer hún með hlutverk Gísellu. Kvikmyndin var mikil áskorun og er Elma nánast í hverri einustu senu og tók stóran þátt í gerð myndarinnar frá upphafi. „Ásthildur leikstýra hringdi í mig fyrir um fjórum árum. Þá var hún nýbúin að fá réttinn á bókinni frá Auði Jónsdóttur. Svo hittumst við og Ásthildur býður mér hlutverkið, við fáum okkur rauðvínsglas saman og förum að spjalla um þessa sögu, þessa bók. Ég hafði lesið bókina og satt að segja hafði persónan Gísella í bókinni pirrað mig svolítið,“ segir Elma Lísa og bætir við að langt ferlið hafi bæði verið skemmtilegt og gefandi. „Við mótuðum myndina svolítið saman.“Góðverk snýst upp í andhverfu sína Það má segja að sagan snúist um samskipti og einhvers konar valdabaráttu. „Myndin fjallar um Gísellu, sem stendur á ákveðnum tímamótum. Hún missir vinnuna, er blönk og þarf í rauninni í fyrsta skipti að standa á eigin fótum. Hún er smá forréttindapía sem erfði risastórt hús eftir ömmu sína og hefur ekki mikið þurft að pæla í peningum,“ segir Elma Lísa. „Gísella fær vinnu við að skrifa um húsnæðismál útlendinga og þá kynnist hún þessum tveimur konum, skoðar húsnæðið þeirra og í framhaldinu býður hún þeim að koma og búa í húsinu sínu. Önnur þeirra á litla stelpu sem Gísella tengist sterkum böndum. Gísella býr ein í þessu risastóra húsi og er frekar einmana.“ Gísellu finnst hún vera að gera góðverk og allt gengur vel til að byrja með. Samkvæmt Elmu Lísu er Gísella frekar stjórnsöm týpa og svo lengi sem þær gera það sem hún vill, þá gengur sambúðin vel. „En svo fer að halla undan fæti, því þær eru auðvitað með ólík gildi og ólíkan smekk. Þá fara að koma ákveðnir brestir í þessa sambúð, Gísella fer að búa til fleiri og fleiri húsreglur.“ Elma Lísa bætir jafnframt við að Gísella verði einhvers konar fangi í eigin húsi og að hún hafi komið sér í það sjálf. Gísella sé hvorki sveigjanleg né víðsýn og býst hún við því að konurnar tvær geri það sem hún segir. „Maður kynnist auðvitað aldrei neinum betur en þegar maður fer að búa með honum.“ Konurnar sem leika aðalhlutverk á móti Elmu Lísu í myndinni, þær Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, höfðu aldrei leikið áður. Þrátt fyrir það segir Elma að tökur á myndinni hafi gengið mjög vel og leikhópurinn hafi æft vel fyrir hverja töku. „Við vorum rosalega dugleg að æfa. Þetta var aðeins öðruvísi að því leyti að við töluðum ensku og svo voru tvær leikkonur myndarinnar alveg óreyndar, en þær stóðu sig ótrúlega vel.“ Umræðan þörf Elma Lísa segir gerð myndarinnar hafa opnað augu sín fyrir fordómum gegn innflytjendum og finnst myndin koma á góðum tíma. „Þessi umræða er ótrúlega þörf og Auður er svolítið á undan sínum tíma með þessari bók.“ Hún vonar að myndin fái fólk til að hugsa og setja sig í spor annarra. „Hvernig myndi okkur líða í öðru landi og þurfa að gera það sem þær þurfa að gera? Búa í öðru landi, hjá einhverjum öðrum og á forsendum þeirra sem eiga húsnæðið.“ En svo má líka rífast um myndina og segir Elma að Ásthildur leikstýra búist við að fólk geri einmitt það. „En lítum okkur nær, skoðum okkur sjálf og stöldrum við. Hættum að dæma,“ segir Elma Lísa þegar hún er spurð að því hvaða boðskap hún vilji helst að fólk taki frá myndinni. „Það er einhvers konar grimmd í myndinni, líka væntumþykja, en þetta er oft tengt. Það er oft stutt í grimmdina hjá fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. 29. janúar 2019 16:00 Samskipti snúast um völd Hvað gerist þegar þrjár konur með gerólíkan bakgrunn deila heimili? Menningarárekstrar, valdaójafnvægi og mannlegir brestir eru umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar. 29. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. 29. janúar 2019 16:00
Samskipti snúast um völd Hvað gerist þegar þrjár konur með gerólíkan bakgrunn deila heimili? Menningarárekstrar, valdaójafnvægi og mannlegir brestir eru umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar. 29. janúar 2019 08:30