Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 102-70 ÍR | Þægilegur sigur Keflavíkur Gabríel Sighvatsson skrifar 31. janúar 2019 22:15 Gunnar Ólafsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/bára Keflavík hafði betur gegn ÍR í Blue-höllinni í kvöld. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en í seinni hálfleik átti Keflavík frábæran leik og kaffærði að lokum gestina, lokastaða 101-70. Bæði lið skoruðu mikið í fyrri hálfleik og leit út fyrir að þetta myndi verða hörkuspennandi viðureign en í seinni hálfleik skellti Keflavík í lás í vörninni og ÍR fann engar lausnir. Keflavík vann því að lokum verðskuldaðan sigur og jafnar KR að stigum, í bili.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru bara miklu betri á flestum sviðum í kvöld. Liðin voru mjög jöfn í fyrsta leikhluta en restin af leiknum var vörn Keflavík mjög góð. Í seinni hálfleik komu styrkleikar Keflavíkur bersýnilega í ljós og ÍR sá aldrei til sólar það sem eftir var leiks.Hvað gekk illa? Vörnin var vandamál í fyrsta leikhluta og bæði lið skoruðu mikið. En eftir að varnarleikur Keflavíkur skánaði gerðist lítið hjá ÍR. Þeir fóru einnig að klikka á fleiri skotum en þeir gerðu í byrjun leiks og það hægðist mjög mikið á leik þeirra.Hverjir stóðu upp úr? Michael Craion var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig en Gunnar Ólafsson var með 19 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur eins og oft áður og skoraði 17 stig. Eftir góða byrjun hægðist á Bandaríkjamönnunum hjá ÍR en Kevin Capers endaði engu að síður með 22 stig og var stigahæstur hjá gestunum.Hvað gerist næst? Keflavík er enn í 5. sæti en heldur pressu á liðunum fyrir ofan sig. Þeir eiga næst leik gegn lánlausu liði Breiðabliks í Smáranum. ÍR heldur áfram að berjast um sæti í úrslitakeppninni en næsti leikur þeirra er erfiður en þeir taka á móti Þór Þorlákshöfn á sunnudaginn.Borche: Menn voru stressaðir „Þetta er mjög svekkjandi, við byrjum vel en svo gerist eitthvað." sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir stórt tap í kvöld gegn feykisterkum Keflvíkingum. „Í svona leik þurfum við miklu meiri áreynslu, miklu meiri baráttu, mikið af aukasénsum, kannski 14 í fyrri hálfleik," Borche sagði að hans menn hefðu ekki verið nógu góðir og leyft Keflvíkingum allt of mikið í leiknum. „Við gáfum Keflavík tækifæri á að komast í góðar skotstöður, það var vandamálið í fyrri hálfleik. Við ætluðum að bæta okkur í seinni hálfleik en það var ekki að virka. Keflavík byrjaði og við leyfðum þeim að spila eins og þeir vilja." „Við reyndum að koma nokkrum sinnum til baka en það gekk ekki þannig að í lokin var þetta svekkjandi niðurstaða." sagði Borche. „Við klúðrum vítaskotum, við klúðrum 3ja stiga, mikið af slæmum prósentum. Þegar við skorum ekki úr svona skotum þá mun andstæðingurinn refsa þér." „(Michael) Craion og Gústi (Ágúst Orrason) voru frábærir í kvöld. Sumir af mínum leikmönnum voru of stressaðir, eins og Gerald sem er ólíkt reynslumiklum manni eins og honum. Við þurftum að róa okkur og spila okkar leik." Að lokum var þetta stórt tap fyrir Borche og félaga sem segjast ætla að læra af þessu. „Lokastaðan er ekki að sýna rétta mynd en Keflavík var betra liðið í kvöld. Svona er þetta. Við þurfum að læra af þessu og einn daginn munum við sýna að við getum gert mikið betur."Sverrir Þór: Vörnin var frábær Sverrir Þór Sverrisson var mjög ánægður með að ná í tvö stig á heimavelli í kvöld gegn ÍR sem hafði verið á góðu skriði fyrir leikinn. „Ég er mjög ánægður. Fyrsti leikhlutinn var ekki nógu góður hjá okkur varnarlega, fengum 25 stig á okkur. Eftir það var vörnin frábær og þetta var góður sigur." sagði Sverrir en í næstu leikhlutum fór að ganga betur. „Við fórum að vinna betur saman, menn voru tilbúnir að hjálpa þegar það þurfti að hjálpa og fylgdu eftir planinu sem við vorum búnir að setja upp. Þeir skora 4 þrista í fyrsta leikhluta og ég held þeir hafi ekki skorað þrista eftir það. Við fórum að mæta þeim betur og sjálfstraustið farið úr þessu hjá þeim út af góðri vörn hjá okkur." Keflavík náði að koma sér í góða stöðu og þurftu ekki að hafa of mikið fyrir hlutunum í lokin. „Ég gat notað bekkinn vel í kvöld, það voru allir að koma inn virkilega klárir í þetta og gaman að því. Það er alltaf gott að geta farið djúpt á bekkinn, það hefur ekki verið oft í vetur, höfum verið að spila mikið á sömu mönnunum. Þeir sem fengu tækifæri í kvöld voru klárir og það er ánægjulegt." Sverrir sagðist eiga von á erfiðari leik. „Ég kom hingað og vissi að við værum að fara í erfiðan leik og hefði verið fullkomlega sáttur við að vinna leikinn. Auðvitað erum við sáttir með að vinna sannfærandi. Þetta var þægilegt í restina og ungu strákarnir fengu nokkrar mínútur sem er gaman fyrir þá." „Það er gamla klisjan, við tökum einn leik í einu, við undirbúum okkur fyrir mánudaginn og förum yfir andstæðinginn og verðum klárir. Við stefnum að því að vera grimmir og ná í tvö stig. Ég fer ekkert lengra. Þetta er erfið deild og hörkuleikir í hverri umferð, það væri sterkt að ná að vera í topp fjórum og eiga heimavallarrétt í úrslitakeppninni."Hörður Axel: ÍR ekki eitt af toppliðunum „Við erum mjög ánægðir, við vorum beittir í kvöld, hvert stig er farið að telja meira og við þurfum að vernda heimavöllinn og göngum sáttir frá þessum leik." sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir góðan sigur gegn ÍR í kvöld. Herði fannst hans lið sýna fína frammistöðu í kvöld. „Við vorum þokkalegir, varnarlega vorum við beittari en í síðustu leikjum en við erum líka búnir að spila við toppliðin og eins og er þá er ÍR ekki eitt af toppliðunum þótt þeir séu með hörku mannskap þannig að kannski aðeins auðveldara að eiga við þá heldur en liðin sem við höfum verið að spila við upp á síðkastið." „Við náum góðum stoppum og náðum að hægja aðeins á Kananum sem byrjaði rosalega vel hjá þeim. Við vorum að hjálpast að, það hefur vantað upp á síðkastið og við getum vel skoðað og tekið frá þessum leik að það er munur á okkur varnarlega séð." Á endanum var þetta nokkuð þægilegur sigur og margir ungir strákar sem komu inn á undir lokin og stóðu sig feykilega vel. „Það er bara frábært að þeir sem komu inn voru ekkert að koma inn á bara til að vera inn á. Þeir voru að sækja og reyna að minna á sig og það er mjög gott, við þurfum á því að halda þegar menn fá kallið að þeir séu "ready", þeir voru það í dag og vonandi er áframhald á því." Dominos-deild karla
Keflavík hafði betur gegn ÍR í Blue-höllinni í kvöld. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en í seinni hálfleik átti Keflavík frábæran leik og kaffærði að lokum gestina, lokastaða 101-70. Bæði lið skoruðu mikið í fyrri hálfleik og leit út fyrir að þetta myndi verða hörkuspennandi viðureign en í seinni hálfleik skellti Keflavík í lás í vörninni og ÍR fann engar lausnir. Keflavík vann því að lokum verðskuldaðan sigur og jafnar KR að stigum, í bili.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru bara miklu betri á flestum sviðum í kvöld. Liðin voru mjög jöfn í fyrsta leikhluta en restin af leiknum var vörn Keflavík mjög góð. Í seinni hálfleik komu styrkleikar Keflavíkur bersýnilega í ljós og ÍR sá aldrei til sólar það sem eftir var leiks.Hvað gekk illa? Vörnin var vandamál í fyrsta leikhluta og bæði lið skoruðu mikið. En eftir að varnarleikur Keflavíkur skánaði gerðist lítið hjá ÍR. Þeir fóru einnig að klikka á fleiri skotum en þeir gerðu í byrjun leiks og það hægðist mjög mikið á leik þeirra.Hverjir stóðu upp úr? Michael Craion var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig en Gunnar Ólafsson var með 19 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur eins og oft áður og skoraði 17 stig. Eftir góða byrjun hægðist á Bandaríkjamönnunum hjá ÍR en Kevin Capers endaði engu að síður með 22 stig og var stigahæstur hjá gestunum.Hvað gerist næst? Keflavík er enn í 5. sæti en heldur pressu á liðunum fyrir ofan sig. Þeir eiga næst leik gegn lánlausu liði Breiðabliks í Smáranum. ÍR heldur áfram að berjast um sæti í úrslitakeppninni en næsti leikur þeirra er erfiður en þeir taka á móti Þór Þorlákshöfn á sunnudaginn.Borche: Menn voru stressaðir „Þetta er mjög svekkjandi, við byrjum vel en svo gerist eitthvað." sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir stórt tap í kvöld gegn feykisterkum Keflvíkingum. „Í svona leik þurfum við miklu meiri áreynslu, miklu meiri baráttu, mikið af aukasénsum, kannski 14 í fyrri hálfleik," Borche sagði að hans menn hefðu ekki verið nógu góðir og leyft Keflvíkingum allt of mikið í leiknum. „Við gáfum Keflavík tækifæri á að komast í góðar skotstöður, það var vandamálið í fyrri hálfleik. Við ætluðum að bæta okkur í seinni hálfleik en það var ekki að virka. Keflavík byrjaði og við leyfðum þeim að spila eins og þeir vilja." „Við reyndum að koma nokkrum sinnum til baka en það gekk ekki þannig að í lokin var þetta svekkjandi niðurstaða." sagði Borche. „Við klúðrum vítaskotum, við klúðrum 3ja stiga, mikið af slæmum prósentum. Þegar við skorum ekki úr svona skotum þá mun andstæðingurinn refsa þér." „(Michael) Craion og Gústi (Ágúst Orrason) voru frábærir í kvöld. Sumir af mínum leikmönnum voru of stressaðir, eins og Gerald sem er ólíkt reynslumiklum manni eins og honum. Við þurftum að róa okkur og spila okkar leik." Að lokum var þetta stórt tap fyrir Borche og félaga sem segjast ætla að læra af þessu. „Lokastaðan er ekki að sýna rétta mynd en Keflavík var betra liðið í kvöld. Svona er þetta. Við þurfum að læra af þessu og einn daginn munum við sýna að við getum gert mikið betur."Sverrir Þór: Vörnin var frábær Sverrir Þór Sverrisson var mjög ánægður með að ná í tvö stig á heimavelli í kvöld gegn ÍR sem hafði verið á góðu skriði fyrir leikinn. „Ég er mjög ánægður. Fyrsti leikhlutinn var ekki nógu góður hjá okkur varnarlega, fengum 25 stig á okkur. Eftir það var vörnin frábær og þetta var góður sigur." sagði Sverrir en í næstu leikhlutum fór að ganga betur. „Við fórum að vinna betur saman, menn voru tilbúnir að hjálpa þegar það þurfti að hjálpa og fylgdu eftir planinu sem við vorum búnir að setja upp. Þeir skora 4 þrista í fyrsta leikhluta og ég held þeir hafi ekki skorað þrista eftir það. Við fórum að mæta þeim betur og sjálfstraustið farið úr þessu hjá þeim út af góðri vörn hjá okkur." Keflavík náði að koma sér í góða stöðu og þurftu ekki að hafa of mikið fyrir hlutunum í lokin. „Ég gat notað bekkinn vel í kvöld, það voru allir að koma inn virkilega klárir í þetta og gaman að því. Það er alltaf gott að geta farið djúpt á bekkinn, það hefur ekki verið oft í vetur, höfum verið að spila mikið á sömu mönnunum. Þeir sem fengu tækifæri í kvöld voru klárir og það er ánægjulegt." Sverrir sagðist eiga von á erfiðari leik. „Ég kom hingað og vissi að við værum að fara í erfiðan leik og hefði verið fullkomlega sáttur við að vinna leikinn. Auðvitað erum við sáttir með að vinna sannfærandi. Þetta var þægilegt í restina og ungu strákarnir fengu nokkrar mínútur sem er gaman fyrir þá." „Það er gamla klisjan, við tökum einn leik í einu, við undirbúum okkur fyrir mánudaginn og förum yfir andstæðinginn og verðum klárir. Við stefnum að því að vera grimmir og ná í tvö stig. Ég fer ekkert lengra. Þetta er erfið deild og hörkuleikir í hverri umferð, það væri sterkt að ná að vera í topp fjórum og eiga heimavallarrétt í úrslitakeppninni."Hörður Axel: ÍR ekki eitt af toppliðunum „Við erum mjög ánægðir, við vorum beittir í kvöld, hvert stig er farið að telja meira og við þurfum að vernda heimavöllinn og göngum sáttir frá þessum leik." sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir góðan sigur gegn ÍR í kvöld. Herði fannst hans lið sýna fína frammistöðu í kvöld. „Við vorum þokkalegir, varnarlega vorum við beittari en í síðustu leikjum en við erum líka búnir að spila við toppliðin og eins og er þá er ÍR ekki eitt af toppliðunum þótt þeir séu með hörku mannskap þannig að kannski aðeins auðveldara að eiga við þá heldur en liðin sem við höfum verið að spila við upp á síðkastið." „Við náum góðum stoppum og náðum að hægja aðeins á Kananum sem byrjaði rosalega vel hjá þeim. Við vorum að hjálpast að, það hefur vantað upp á síðkastið og við getum vel skoðað og tekið frá þessum leik að það er munur á okkur varnarlega séð." Á endanum var þetta nokkuð þægilegur sigur og margir ungir strákar sem komu inn á undir lokin og stóðu sig feykilega vel. „Það er bara frábært að þeir sem komu inn voru ekkert að koma inn á bara til að vera inn á. Þeir voru að sækja og reyna að minna á sig og það er mjög gott, við þurfum á því að halda þegar menn fá kallið að þeir séu "ready", þeir voru það í dag og vonandi er áframhald á því."
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti