Tveimur pottum og vaðlaug lokað í Vesturbæjarlaug vegna kuldans Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Heitasti potturinn sést hér í forgrunni og plastpotturinn Örlygshöfn er aftast á mynd. Þeim hefur báðum verið lokað vegna kuldans. Mynd/Reykjavíkurborg Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.
Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40
Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36