Porzingis til Dallas Anton Ingi Leifsson og Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 31. janúar 2019 21:24 Porzingis í fínu fötunum. vísir/getty Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira