Viðskipti innlent

Neytendur geta hent umbúðum af mat í versluninni

Sighvatur Jónsson skrifar
Krónan hefur tekið í notkun svokallaða afpökkunarstöð í tveimur verslunum til reynslu, í Lindum og á Granda. Neytendur geta því hent pappa- og plastumbúðum í verslununum áður en þeir fara með matvörurnar heim.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að fyrirtækið vinni að því að minnka sóun, bæði umbúðasóun og matarsóun.

Þetta er milliskref hjá okkur til þess að hjálpa heimilum í landinu að losa sig við sorpið og við sjáum til þess að það fari á réttan stað og sé rétt flokkað.

Pappa- og plastumbúðir má setja í svokalla afpökkunarstöð áður en gengið er út úr versluninni.Vísir/Sighvatur
Í sumum tilfellum þarf umbúðir til að lengja geymsluþol matvöru. Gréta segir að matvælaframleiðendur leggi aukna áherslu á umhverfisvænni umbúðir.

Ef vel tekst til í verslununum tveimur verða afpökkunarstöðvar settar upp í fleiri verslunum Krónunnar í framhaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×