Enski boltinn

Kjartan Henry genginn til liðs við Vejle

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kjartan Henry er kominn til Vejle.
Kjartan Henry er kominn til Vejle. Vejle
Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við Vejle Boldklubb frá Ferencvaros í Ungverjalandi. Samningur Kjartans við danska liðið er út árið.

Kjartan Henry er kunnugur aðstæðum í dönsku deildinni en hann lék með AC Horsens í fjögur ár frá 2014-2018 áður en hann gekk til liðs við ungverska liðið. Hann skoraði 54 mörk í 130 leikjum með Horsens og Vejle liðið ætlast til mikils af Kjartani Henry ef marka má fréttatilkynningu þeirra um félagaskiptin.

Kjartan sjálfur er ánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur.

„Ég átti minn besta tíma í Danmörku, það er hér sem okkur fjölskyldunni líður eins og heima. Ég hef sýnt það á ferlinum að ég geti skorað mörk í efstu deild í Danmörku og ég hlakka til að spila hér á ný. Vejle er með hæfileikaríkt lið og ég hef trú á að við getum haldið sæti okkar í deildinni."

Vejle situr í 13.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 20 umferðir en deildin hefst á ný eftir vetrarfrí í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×