Lífið

Syntu með einum stærsta hvítháfi sem sést hefur

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Ótrúlegt myndband náðist fyrr í vikunni af tveimur köfurum synda samhliða því sem þau telja vera gríðarstóran hvítháf. Hvítháfar eru stærstu ránfiskar í heimi og eru í útrýmingarhættu. Hákarlinn sem fólkið komst í tæri við er einhver sá stærsti sem mælst hefur og skeitti sér lítið um mennsku ferðafélagana sína. Þau segja ólýsanlegt að hafa komist í þetta mikla návígi við svo sjaldgæfa hákarlategund.

„Stofninn hefur minnkað svo mikið og það er sorglegt til þess að hugsa að hún gæti verið síðasti risahákarlinn sem við sjáum,“ segir Juan Oliphant, kafari og ljósmyndari.

Hákarlinn sem um ræðir er um sex metra langur og er talinn vega um tvö og hálft tonn. Þá telja vísindamenn líklegt að um sé að ræða hákarlinn Deep Blue sem merktur var undan ströndum Hawaii fyrir 20 árum síðan. Reynist það rétt myndi það þýða að hákarlinn sé um 50 ára gamall. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.