UN Women: Áhersla á götukynningar á 30 ára afmæli landsnefndarinnar Heimsljós kynnir 21. janúar 2019 13:00 Götukynnarnir, frá vinstri: Ólöf, Vera, Sigríður Þóra, Dima og Helga. UN Women. Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni mun öflugur hópur ungs fólks á vegum samtakanna setja sterkan svip á borgina á næstu vikum. Þau munu ganga í hús á höfuðborgarsvæðinu, kynna starfsemi UN Women fyrir landsmönnum og bjóða þeim að taka þátt í starfi landsnefndarinnar á þessum merku tímamótum. Á vef UN Women á Íslandi segir að mánaðarleg framlög frá einstaklingum séuu dýrmætasta og árangursríkasta fjáröflunarleið landnefndarinnar og fjöldi þeirra sem leggja samtökunum lið með mánaðarlegum framlögum hafi aukist gríðarlega frá ári til árs. „Allt frá upphafi hafa götukynnar samtakanna gegnt lykilhlutverki við að afla mánaðarlegra styrkja til verkefna UN Women,“ segir í fréttinni. „Götukynningar eru frábær leið til að eiga innihaldsrík samtöl við landsmenn um kynjajafnrétti. Fólk hefur tekið þeim gífurlega vel og í gegnum tíðina hafa götukynningar verið árangursríkasta leið samtakanna til að safna fjármagni sem gera konum um allan heim kleift að öðlast tækifæri til að taka virkan þátt í leik og starfi án ótta við ofbeldi,“ segir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent
Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni mun öflugur hópur ungs fólks á vegum samtakanna setja sterkan svip á borgina á næstu vikum. Þau munu ganga í hús á höfuðborgarsvæðinu, kynna starfsemi UN Women fyrir landsmönnum og bjóða þeim að taka þátt í starfi landsnefndarinnar á þessum merku tímamótum. Á vef UN Women á Íslandi segir að mánaðarleg framlög frá einstaklingum séuu dýrmætasta og árangursríkasta fjáröflunarleið landnefndarinnar og fjöldi þeirra sem leggja samtökunum lið með mánaðarlegum framlögum hafi aukist gríðarlega frá ári til árs. „Allt frá upphafi hafa götukynnar samtakanna gegnt lykilhlutverki við að afla mánaðarlegra styrkja til verkefna UN Women,“ segir í fréttinni. „Götukynningar eru frábær leið til að eiga innihaldsrík samtöl við landsmenn um kynjajafnrétti. Fólk hefur tekið þeim gífurlega vel og í gegnum tíðina hafa götukynningar verið árangursríkasta leið samtakanna til að safna fjármagni sem gera konum um allan heim kleift að öðlast tækifæri til að taka virkan þátt í leik og starfi án ótta við ofbeldi,“ segir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent