Bregður fjórðungi til fósturs í samskiptum kynjanna Arnar Sverrisson skrifar 22. janúar 2019 09:58 Það mætti færa rök að því, að kynjastríð ríki á Vesturlöndum. Því er von, að margur spyrji þeirrar spurningar; hvað beri í milli kynjanna. Spurningunni er ekki svarað til fullnustu, en sýnt þykir, að um flókinn samleik arfs og umhverfis sé að ræða. Fjölmargar yfirlitsrannsóknir á sviði þroskasálfræði og skyldra greina síðustu áratuga, gefa m.a. þessar vísbendingar: 1) Drengir eru almennt virkari í móðurkviði. Það fæðast 105 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, en fleiri drengir deyja í frumbernsku. 2) Drengir eru viðkvæmari fyrir röskun í erfðum og efnaskiptum (metabolic) og drengir úr hópi áhættubarna eru almennt síður lífvænlegir en stúlkur í sömu stöðu. 3) Kornabörn af karlkyni neyta almennt fleiri hitaeininga, draga andann dýpra og hraðar og hjarta þeirra slær hægar. 4) Almennt eru stúlkur fljótari “að taka til fótanna,” að setjast upp og skríða, meðan drengir bíða þess að vöðvar og bein eflist. 5) Stúlkur fá almennt fyrr tennur og ná fyrr kynþroska. 6) Drengir taka út líkamlegan vöxt og þroska u.þ.b. þrem til fjórum árum síðar en stúlkur. Fullvaxta karlmenn eru þeir að meðaltali á.a.g. sex þumlungum hærri heldur en konur, vöðvavefur þeirra er um sextíu af hundraði meiri að vöxtum og sjötíu og fimm af hundraði í efri hluta bolsins. 7) Drengir búa hugsanlega yfir betri hæfileika til að sjá innri sjónum (visualize) og handfjatla í þriðju vídd. 8) Máltengdir örðugleikar af öllu tagi eru tíðari hjá drengjum. 9) Reikni- og stærðfræðigáfa gæti almennt verið meiri hjá drengjum. 10) Fínhreyfingar eru þroskaðri hjá stúlkum og þær eru griffilfærari en drengir. 11) Svo virðist sem munur á skynjun, hreyfi- og greindarþroska þurrkist út að miklu leyti, sé þess vandlega gætt að örva kynin með sama hætti. 12) Drengir sýna tilhneigingu til ýgari framkomu og harkalegri leikja. 13) Áhugi ungabarna eins árs gamalla á annars vegar andliti og hins vegar bifreið, er mjög mismunandi. Áhugi stúlkubarna á andlitum er langtum meiri en drengjanna. Sömuleiðis er áhugi þeirra á andliti móður miklu sterkari en drengjanna, sem heldur völdu sér leikföng að áhugaefni. Áhugaleysi á andlitum hjá báðum kynjum tengjast tölfræðilega magni kynvakans, testesteróns, í blóði. Fræðigreinar eins og þróunarsálfræði (evolutionary psychology), félagslíffræði (sociobiology), þróunarlíffræði (evolutionary biology) , hátternisvistfræði (behavioural ecology) og þróunarlífeðlisfræði (evolutionary physiology) hafa skoðað hátterni kynjanna undir sjónarhorni þróunarkenningarinnar. Meginskýringarhátturinn er hugtakið um aðlögun, þ.e. sú hugsun, að margt í fari fólks megi skilja sem nytsama kosti eða hæfni, sem aukið hefur líkur á því, að tegundin spjaraði sig í lífi og starfi. Þannig má skilja margs konar hegðun, sem fólk auðsýnir enn þann dag í dag í lífsbaráttunni eins og t.d. baráttuna fyrir maka, vernd sinna nánustu, viðhald erfðanna, félagsfærni og samvinnu. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti skráðir í erfðirnar. Rauði þráðurinn í þróun tegundarinnar virðist vera sú viðleitni einstaklinga og hópa að tryggja vöxt og viðgang, dulvitað þó. Leiðir skildu milli kyns apa og manna fyrir um sex til sjö milljónum ára. Neysla tegundarinnar á kjöti jókst til muna fyrir um hálfri þriðju milljón ára. Karlar og feður urðu veiðimenn. Uppviðið varð þurftameira og framfærsluþörfin jókst að sama skapi. Krafan um fósturelju (parental investment) jókst umtalsvert.Líklega hefur föðurástin tendrast fyrir alvöru í hjarta karlsins, þegar hér var komið sögu. Heili tegundarinnar fór að vaxa og dafna til muna. Eldamennska eða suða kom trúlega til sögunnar fyrir einni milljón ára eða svo. Nútímafólk (homo sapiens sapiens) steig sín fyrstu spor í Afríku, að talið er, fyrir tvö hundruð þúsund árum. Lungann úr þessum tíma hefur mannkynið verið veiðimenn og safnarar. Landbúnaðarbyltingin átti sér fyrst stað fyrir um tíu þúsund árum síðan. Erfðabundin arfleið nútímafólks er því svipuð þeirri, sem fólk bjó yfir á fornsteinöld, þegar það reikaði um í ættmennahópum. Hópurinn taldi um hálft hundrað einstaklinga, þar sem konur, börn og unglingar hafa verið í meirihluta. Erfðabreytingar gerast hægt. Hinn kunni líffræðingur, Edward Osborne Wilson (f. 1919) telur, að um eitt hundraði ættliði þurfi til merkjanlegra breytinga á arfi mannsins. Þannig má væntanlega eitt og annað í hegðun okkar útskýra á þessum grundvelli. Sitthvað áhugavert hefur komið fram um makaval og kynlíf. Áhugi kvenna á kynlífi virðist glæðast umkring egglos; draumórar um aðra „fola“ (heldur en eiginkarlinn) glæðast. (Árvekni maka og eftirlit með konum sínum, þegar þær eru í mökunarhugleiðingum, þróaðist trúlega sem viðbragð við þessu.) Konur í mökunarstuði leita eftir vígreifum maka til undaneldis, leita góðra erfða. Þær beina sjónum að kynþokkanum eða einkennum karlsins eins og; samræmi í vexti, djúpri röddu, sterkum andlitsdráttum, stæðileika, afli, metnaði og völdum. Konur hafa einnig tilhneigingu til að velja maka, sem svipar til föður eða bróður. Einnig höfðar ákveðinn ilmur (frábrugðinn þeirra eigin) til kvenna í mökunarhugleiðingum. Sama á við um ónæmiserfðir. Konur virðast eiga auðveldara með fullnægingu með öflugum mökum. Í rannsókn á fyrirbærinu kom í ljós, að konur, sem að dómi annarra kvenna áttu kynþokkafullan rekkjunaut, voru líklegri til fullnægingar við síðustu samfarir. Líklegt er talið, að lífeðlislegt viðbragð konunnar við fullnægingu tryggi betur að sæðið komist til skila. Makavalið kann einnig að ráðast af dulvitaðri ósk konunnar um að tryggja erfðum sínum viðgang í kynþokkafullum syni. En synir eru vitaskuld líklegri til að dreifa erfðum hennar víðar, en ef um dætur væri að ræða. Hugsanlega gæti makaval formæðranna hafa þróast í þá veru að velja einn karlmann til frjóvgunar og annan til framfærslu og uppeldis afkvæmanna. Konur eru vandlátari við makaval heldur en karlar. Ofangreint gæti varpað ljósi á þá hegðun kvenna að berjast um bólfarirnar með þekktum körlum eins og t.d. íþróttahetjum (okkar tíma stríðshetjum), frægum körlum og forustukörlum. Það er ekki ýkja langt síðan, að íslenskar unglingsstúlkur bárust á banaspjótum um aðgengi að bóli söngvastráks frá Kanada. Það var fyrir nokkrum áratugum síðan, þegar frelsun kvenna miðaðist við að ala upp mjúka karla, sem jafnvígir væru á brauðbakstur og bleyjuskipti, að ég átti samtal um kynferðislegt aðdráttarafl við glæsilega vinkonu mína, feikn vel menntaða og gáfaða. Hún var kvenfrelsari eða rauðsokka eins og slíkir frelsarar þá voru nefndir. Þegar talið barst að kynhrifningu og kynþokka, brosti hún kankvíslega og sagði með hlátur í hreimnum; „Meðan mjúku mennirnir standa vaktina heima með svuntu á belgnum í fótsniðnu skónum með fjaðursólunum, vokum við yfir líkamaræktarstöðvunum og finnum okkur fagra fola til fjörtaka.“ Þegar konur gera hosur sínar grænar fyrir áhugaverðum fola, leitast þær við teygja á sér og sýnast grennri. Kynþokki og fegurð kvenna hækkar mökunargildi þeirra verulega. Árið 2014 birtist í tímaritinu, „Psychological Bulletin,“ niðurstaða um fimmtíu yfirlitsrannsókna, sem í meginatriðum studdi ofangreindar hugleiðingar um makaval kvenna. Viðamikil, fjölþjóðleg og vönduð langtímarannsókn undir forystu sálfræðingsins, David Schmitt (f. 1988), sem hleypt var af stokkunum árið 2000 við Brunel háskólann í Lundúnum, virðist enn sem komið er gefa vísbendingar í sömu átt. Óbeinar rannsóknir á fyrirbærinu, gætu einnig gefið vísbendingar: Vönduð bresk yfirlitsrannsókn á faðernisrannsóknum með hjálp DNA greiningar leiðir í ljós gríðarlega sundurgerð í niðurstöðum rannsókna. Rangfeðrun er staðfest í 0.8 af hundraði rannsókna til tæplega þriðjungs þeirra. Rannsakendur draga þá ályktun, að um fjögur af hundraði barna í Bretlandi sé rangfeðraður. Þetta hlutfall er miklu hærra eða drjúgur fjórðungur, þegar um er að ræða rannsóknir vegna gruns feðra um rangfeðrun. Niðurstöður belgískra rannsókna, þar sem beitt var fleiri aðferðum en beinni DNA greiningu erfðaefnis, litu öðruvísi út: „Niðurstaða þessara nýju rannsókna er undrunarefni. Hlutfall skyndikynnafaðernis hefur haldist óbreytt um hundruð ára eða um einn af hundraði í mörgum mannfélögum,“ sagði Maarten Larmuseau, leiðtogi rannsóknarhópsins. Karlar taka töluvert annan pól í hæðina um makaval, heldur en konur. Það kemur m.a. fram í skemmtilegri rannsókn, sem þróunarsálfræðingurinn, David Buss (f. 1953), gerði í Bandríkjum Norður-Ameríku. Karlar og konur voru beðin um að spyrja einstaklinga af gagnstæðu kyni – valda af handahófi - þriggja spurnina: Viltu eiga með mér stefnumót, viltu líta við í íbúð minni og viltu eiga við mig samfarir. Fimmtíu og sex af hundraði kvennanna var til í stefnumót, sex af hundraði þáði að koma í heimsókn, en engin var tilkippileg til kynmaka. En það voru hins vegar sjötíu og fimm af hundraði karla, fimmtíu af hundraði þeirra þáðu tilboð um stefnumót og sextíu og níu af hundraði vildu gjarnan líta við. Það var reyndar spaugilegt, að nokkrir karlanna, sem ekki vildu þiggja tilboð um bólfarir, afsökuðu sig og báru í bætifláka. Í öðrum rannsóknum ofannefnds hefur einnig komið í ljós, að karlar ruglist fremur í ríminu, hvað túlkun áreita varðar. Þeir eru miklu líklegri, heldur en konur, til að túlka vinsemd (bros, snertingu og því um líkt) sem teikn um kynlífsáhuga. Karlar í leit að rekkjunauti reyna að villa á sér heimildir, gera sig karla í krapinu og lofa stundum ást, sem hvergi er að finna. Fólk er ekki við eina fjölina fellt í ástamálum. Til að mynda eiga um áttatíu og fimm af hundraði brotin sambönd að baki. Sjálfsagt þykir, að varpa einu sambandi fyrir róða og stofna til annars. (Það var líklega í þessum anda, að leikarinn, Jennifer Love Hewitt, lét sér um munn fara þau fleygu orð, að; „eiginmenn [væru] eins og pönnukökur. Það [væri] engin skömm fólgin í því að losa sig við þá fyrstu.“ Framhjáhald er tiltölulega algengt. Karlar hafa enn sem komið er vinninginn, ef marka má rannsóknir. Uppundir helmingur þeirra á sér frillu til skemmri eða lengri tíma. Rétt tæpur þriðjungur eiginkvenna tekur sér friðil/friðla. (Rannsakendum virðist það hlutfall aukast, annað hvort vegna þess, að konur þori í auknum mæli að gangast við friðlum sínum, eða að þær verði stöðugt frjálslyndari í þessum efnum.) Karlar stofna til skyndikynna eða koma sér upp frillu(m) til að auka fjölbreytni í kynlífi. Fyrir konum vakir aftur á móti að eiga varaskeifu(r), ef til ótíðinda dregur í föstu sambandi/hjónabandi. Annars er það algengt bæði meðal karla og kvenna í föstum samböndum að eiga sér varaskeifur, sem ganga þá oft og einatt undir dulnefninu „baravinur“ eða „baravinkona.“ Konur leita einkum út fyrir samband sitt, séu þær óhamingjusamar. Í tæplega áttatíu af hundraði tilvika verða þær ástfangnar af friðlum sínum. Það á einungis við um karlmenn og frillur þeirra í um þriðjungi tilvika og karlar eru ótrúir maka sínum, hvort heldur þeim líður vel í sambandinu eða ekki. Karlar komast frekar í uppnám við þá tilhugsun, að konur þeirra séu að eðla sig með öðrum körlum, en konur hins vegar, leggi karlar þeirra elsku sína á annan kvenmann. Því má svo við bæta, að svikráð í kynlífi eru algengasta orsök ofbeldis og morða í nánum samböndum. Því miður fer ekki hjá því, að ofbeldi liti tilhuga- og kynlíf eins og fest svið mannlífsins fyrr og síðar. Viðhorf unglinga eru í þessu sambandi einkar áhugaverð. Rannsóknir á níunda áratugi síðustu aldar á 1700 nemendum í 6. til 9.bekki í BNA, sýndu; að sextíu og fimm af hundraði drengja og fimmtíu og sjö af hundraði stúlkna teldu ásættanlegt, að karlmaður þvingaði konu til samræðis eftir 6 mánaða tilhugalíf; að fimmtíu og eitt af hundraði drengja og fjörtíu og eitt af hundraði stúlkna töldu, að karlmaður mætti þvinga konu til kossa hefði hann eytt miklu fé á hana í tilhugalífinu - eins og tíu til fimmtán dölum. Þá hafði jafnréttisbaráttan ekki náð því stigi, að fólki hugkvæmdist, að stúlkur legðu út „tilhugalífsfé.“ Ofbeldi í ýmsum myndun er jafngamalt tegundinni sjálfri, líka hvað kynlíf snertir. Hugsanlega hefði hún ekki lifað af tilvistarbaráttuna án þess. En vonandi tekst í því illvíga kynjastríði, sem nú geisar, að slíðra sverðin, og taka upp hispurslausa skynsemisrökræðu um eðli kynjanna og þau lögmál, sem um þau gilda í menningu vorri. Það stoðar lítt að berjast með trúarsetningar, óskynsemi og illmælgi að vopni - og grafa skotgrafir. Það reyndist illa í styrjöldum. Því iðulega grafa menn sjálfum sér gröf.Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það mætti færa rök að því, að kynjastríð ríki á Vesturlöndum. Því er von, að margur spyrji þeirrar spurningar; hvað beri í milli kynjanna. Spurningunni er ekki svarað til fullnustu, en sýnt þykir, að um flókinn samleik arfs og umhverfis sé að ræða. Fjölmargar yfirlitsrannsóknir á sviði þroskasálfræði og skyldra greina síðustu áratuga, gefa m.a. þessar vísbendingar: 1) Drengir eru almennt virkari í móðurkviði. Það fæðast 105 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, en fleiri drengir deyja í frumbernsku. 2) Drengir eru viðkvæmari fyrir röskun í erfðum og efnaskiptum (metabolic) og drengir úr hópi áhættubarna eru almennt síður lífvænlegir en stúlkur í sömu stöðu. 3) Kornabörn af karlkyni neyta almennt fleiri hitaeininga, draga andann dýpra og hraðar og hjarta þeirra slær hægar. 4) Almennt eru stúlkur fljótari “að taka til fótanna,” að setjast upp og skríða, meðan drengir bíða þess að vöðvar og bein eflist. 5) Stúlkur fá almennt fyrr tennur og ná fyrr kynþroska. 6) Drengir taka út líkamlegan vöxt og þroska u.þ.b. þrem til fjórum árum síðar en stúlkur. Fullvaxta karlmenn eru þeir að meðaltali á.a.g. sex þumlungum hærri heldur en konur, vöðvavefur þeirra er um sextíu af hundraði meiri að vöxtum og sjötíu og fimm af hundraði í efri hluta bolsins. 7) Drengir búa hugsanlega yfir betri hæfileika til að sjá innri sjónum (visualize) og handfjatla í þriðju vídd. 8) Máltengdir örðugleikar af öllu tagi eru tíðari hjá drengjum. 9) Reikni- og stærðfræðigáfa gæti almennt verið meiri hjá drengjum. 10) Fínhreyfingar eru þroskaðri hjá stúlkum og þær eru griffilfærari en drengir. 11) Svo virðist sem munur á skynjun, hreyfi- og greindarþroska þurrkist út að miklu leyti, sé þess vandlega gætt að örva kynin með sama hætti. 12) Drengir sýna tilhneigingu til ýgari framkomu og harkalegri leikja. 13) Áhugi ungabarna eins árs gamalla á annars vegar andliti og hins vegar bifreið, er mjög mismunandi. Áhugi stúlkubarna á andlitum er langtum meiri en drengjanna. Sömuleiðis er áhugi þeirra á andliti móður miklu sterkari en drengjanna, sem heldur völdu sér leikföng að áhugaefni. Áhugaleysi á andlitum hjá báðum kynjum tengjast tölfræðilega magni kynvakans, testesteróns, í blóði. Fræðigreinar eins og þróunarsálfræði (evolutionary psychology), félagslíffræði (sociobiology), þróunarlíffræði (evolutionary biology) , hátternisvistfræði (behavioural ecology) og þróunarlífeðlisfræði (evolutionary physiology) hafa skoðað hátterni kynjanna undir sjónarhorni þróunarkenningarinnar. Meginskýringarhátturinn er hugtakið um aðlögun, þ.e. sú hugsun, að margt í fari fólks megi skilja sem nytsama kosti eða hæfni, sem aukið hefur líkur á því, að tegundin spjaraði sig í lífi og starfi. Þannig má skilja margs konar hegðun, sem fólk auðsýnir enn þann dag í dag í lífsbaráttunni eins og t.d. baráttuna fyrir maka, vernd sinna nánustu, viðhald erfðanna, félagsfærni og samvinnu. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti skráðir í erfðirnar. Rauði þráðurinn í þróun tegundarinnar virðist vera sú viðleitni einstaklinga og hópa að tryggja vöxt og viðgang, dulvitað þó. Leiðir skildu milli kyns apa og manna fyrir um sex til sjö milljónum ára. Neysla tegundarinnar á kjöti jókst til muna fyrir um hálfri þriðju milljón ára. Karlar og feður urðu veiðimenn. Uppviðið varð þurftameira og framfærsluþörfin jókst að sama skapi. Krafan um fósturelju (parental investment) jókst umtalsvert.Líklega hefur föðurástin tendrast fyrir alvöru í hjarta karlsins, þegar hér var komið sögu. Heili tegundarinnar fór að vaxa og dafna til muna. Eldamennska eða suða kom trúlega til sögunnar fyrir einni milljón ára eða svo. Nútímafólk (homo sapiens sapiens) steig sín fyrstu spor í Afríku, að talið er, fyrir tvö hundruð þúsund árum. Lungann úr þessum tíma hefur mannkynið verið veiðimenn og safnarar. Landbúnaðarbyltingin átti sér fyrst stað fyrir um tíu þúsund árum síðan. Erfðabundin arfleið nútímafólks er því svipuð þeirri, sem fólk bjó yfir á fornsteinöld, þegar það reikaði um í ættmennahópum. Hópurinn taldi um hálft hundrað einstaklinga, þar sem konur, börn og unglingar hafa verið í meirihluta. Erfðabreytingar gerast hægt. Hinn kunni líffræðingur, Edward Osborne Wilson (f. 1919) telur, að um eitt hundraði ættliði þurfi til merkjanlegra breytinga á arfi mannsins. Þannig má væntanlega eitt og annað í hegðun okkar útskýra á þessum grundvelli. Sitthvað áhugavert hefur komið fram um makaval og kynlíf. Áhugi kvenna á kynlífi virðist glæðast umkring egglos; draumórar um aðra „fola“ (heldur en eiginkarlinn) glæðast. (Árvekni maka og eftirlit með konum sínum, þegar þær eru í mökunarhugleiðingum, þróaðist trúlega sem viðbragð við þessu.) Konur í mökunarstuði leita eftir vígreifum maka til undaneldis, leita góðra erfða. Þær beina sjónum að kynþokkanum eða einkennum karlsins eins og; samræmi í vexti, djúpri röddu, sterkum andlitsdráttum, stæðileika, afli, metnaði og völdum. Konur hafa einnig tilhneigingu til að velja maka, sem svipar til föður eða bróður. Einnig höfðar ákveðinn ilmur (frábrugðinn þeirra eigin) til kvenna í mökunarhugleiðingum. Sama á við um ónæmiserfðir. Konur virðast eiga auðveldara með fullnægingu með öflugum mökum. Í rannsókn á fyrirbærinu kom í ljós, að konur, sem að dómi annarra kvenna áttu kynþokkafullan rekkjunaut, voru líklegri til fullnægingar við síðustu samfarir. Líklegt er talið, að lífeðlislegt viðbragð konunnar við fullnægingu tryggi betur að sæðið komist til skila. Makavalið kann einnig að ráðast af dulvitaðri ósk konunnar um að tryggja erfðum sínum viðgang í kynþokkafullum syni. En synir eru vitaskuld líklegri til að dreifa erfðum hennar víðar, en ef um dætur væri að ræða. Hugsanlega gæti makaval formæðranna hafa þróast í þá veru að velja einn karlmann til frjóvgunar og annan til framfærslu og uppeldis afkvæmanna. Konur eru vandlátari við makaval heldur en karlar. Ofangreint gæti varpað ljósi á þá hegðun kvenna að berjast um bólfarirnar með þekktum körlum eins og t.d. íþróttahetjum (okkar tíma stríðshetjum), frægum körlum og forustukörlum. Það er ekki ýkja langt síðan, að íslenskar unglingsstúlkur bárust á banaspjótum um aðgengi að bóli söngvastráks frá Kanada. Það var fyrir nokkrum áratugum síðan, þegar frelsun kvenna miðaðist við að ala upp mjúka karla, sem jafnvígir væru á brauðbakstur og bleyjuskipti, að ég átti samtal um kynferðislegt aðdráttarafl við glæsilega vinkonu mína, feikn vel menntaða og gáfaða. Hún var kvenfrelsari eða rauðsokka eins og slíkir frelsarar þá voru nefndir. Þegar talið barst að kynhrifningu og kynþokka, brosti hún kankvíslega og sagði með hlátur í hreimnum; „Meðan mjúku mennirnir standa vaktina heima með svuntu á belgnum í fótsniðnu skónum með fjaðursólunum, vokum við yfir líkamaræktarstöðvunum og finnum okkur fagra fola til fjörtaka.“ Þegar konur gera hosur sínar grænar fyrir áhugaverðum fola, leitast þær við teygja á sér og sýnast grennri. Kynþokki og fegurð kvenna hækkar mökunargildi þeirra verulega. Árið 2014 birtist í tímaritinu, „Psychological Bulletin,“ niðurstaða um fimmtíu yfirlitsrannsókna, sem í meginatriðum studdi ofangreindar hugleiðingar um makaval kvenna. Viðamikil, fjölþjóðleg og vönduð langtímarannsókn undir forystu sálfræðingsins, David Schmitt (f. 1988), sem hleypt var af stokkunum árið 2000 við Brunel háskólann í Lundúnum, virðist enn sem komið er gefa vísbendingar í sömu átt. Óbeinar rannsóknir á fyrirbærinu, gætu einnig gefið vísbendingar: Vönduð bresk yfirlitsrannsókn á faðernisrannsóknum með hjálp DNA greiningar leiðir í ljós gríðarlega sundurgerð í niðurstöðum rannsókna. Rangfeðrun er staðfest í 0.8 af hundraði rannsókna til tæplega þriðjungs þeirra. Rannsakendur draga þá ályktun, að um fjögur af hundraði barna í Bretlandi sé rangfeðraður. Þetta hlutfall er miklu hærra eða drjúgur fjórðungur, þegar um er að ræða rannsóknir vegna gruns feðra um rangfeðrun. Niðurstöður belgískra rannsókna, þar sem beitt var fleiri aðferðum en beinni DNA greiningu erfðaefnis, litu öðruvísi út: „Niðurstaða þessara nýju rannsókna er undrunarefni. Hlutfall skyndikynnafaðernis hefur haldist óbreytt um hundruð ára eða um einn af hundraði í mörgum mannfélögum,“ sagði Maarten Larmuseau, leiðtogi rannsóknarhópsins. Karlar taka töluvert annan pól í hæðina um makaval, heldur en konur. Það kemur m.a. fram í skemmtilegri rannsókn, sem þróunarsálfræðingurinn, David Buss (f. 1953), gerði í Bandríkjum Norður-Ameríku. Karlar og konur voru beðin um að spyrja einstaklinga af gagnstæðu kyni – valda af handahófi - þriggja spurnina: Viltu eiga með mér stefnumót, viltu líta við í íbúð minni og viltu eiga við mig samfarir. Fimmtíu og sex af hundraði kvennanna var til í stefnumót, sex af hundraði þáði að koma í heimsókn, en engin var tilkippileg til kynmaka. En það voru hins vegar sjötíu og fimm af hundraði karla, fimmtíu af hundraði þeirra þáðu tilboð um stefnumót og sextíu og níu af hundraði vildu gjarnan líta við. Það var reyndar spaugilegt, að nokkrir karlanna, sem ekki vildu þiggja tilboð um bólfarir, afsökuðu sig og báru í bætifláka. Í öðrum rannsóknum ofannefnds hefur einnig komið í ljós, að karlar ruglist fremur í ríminu, hvað túlkun áreita varðar. Þeir eru miklu líklegri, heldur en konur, til að túlka vinsemd (bros, snertingu og því um líkt) sem teikn um kynlífsáhuga. Karlar í leit að rekkjunauti reyna að villa á sér heimildir, gera sig karla í krapinu og lofa stundum ást, sem hvergi er að finna. Fólk er ekki við eina fjölina fellt í ástamálum. Til að mynda eiga um áttatíu og fimm af hundraði brotin sambönd að baki. Sjálfsagt þykir, að varpa einu sambandi fyrir róða og stofna til annars. (Það var líklega í þessum anda, að leikarinn, Jennifer Love Hewitt, lét sér um munn fara þau fleygu orð, að; „eiginmenn [væru] eins og pönnukökur. Það [væri] engin skömm fólgin í því að losa sig við þá fyrstu.“ Framhjáhald er tiltölulega algengt. Karlar hafa enn sem komið er vinninginn, ef marka má rannsóknir. Uppundir helmingur þeirra á sér frillu til skemmri eða lengri tíma. Rétt tæpur þriðjungur eiginkvenna tekur sér friðil/friðla. (Rannsakendum virðist það hlutfall aukast, annað hvort vegna þess, að konur þori í auknum mæli að gangast við friðlum sínum, eða að þær verði stöðugt frjálslyndari í þessum efnum.) Karlar stofna til skyndikynna eða koma sér upp frillu(m) til að auka fjölbreytni í kynlífi. Fyrir konum vakir aftur á móti að eiga varaskeifu(r), ef til ótíðinda dregur í föstu sambandi/hjónabandi. Annars er það algengt bæði meðal karla og kvenna í föstum samböndum að eiga sér varaskeifur, sem ganga þá oft og einatt undir dulnefninu „baravinur“ eða „baravinkona.“ Konur leita einkum út fyrir samband sitt, séu þær óhamingjusamar. Í tæplega áttatíu af hundraði tilvika verða þær ástfangnar af friðlum sínum. Það á einungis við um karlmenn og frillur þeirra í um þriðjungi tilvika og karlar eru ótrúir maka sínum, hvort heldur þeim líður vel í sambandinu eða ekki. Karlar komast frekar í uppnám við þá tilhugsun, að konur þeirra séu að eðla sig með öðrum körlum, en konur hins vegar, leggi karlar þeirra elsku sína á annan kvenmann. Því má svo við bæta, að svikráð í kynlífi eru algengasta orsök ofbeldis og morða í nánum samböndum. Því miður fer ekki hjá því, að ofbeldi liti tilhuga- og kynlíf eins og fest svið mannlífsins fyrr og síðar. Viðhorf unglinga eru í þessu sambandi einkar áhugaverð. Rannsóknir á níunda áratugi síðustu aldar á 1700 nemendum í 6. til 9.bekki í BNA, sýndu; að sextíu og fimm af hundraði drengja og fimmtíu og sjö af hundraði stúlkna teldu ásættanlegt, að karlmaður þvingaði konu til samræðis eftir 6 mánaða tilhugalíf; að fimmtíu og eitt af hundraði drengja og fjörtíu og eitt af hundraði stúlkna töldu, að karlmaður mætti þvinga konu til kossa hefði hann eytt miklu fé á hana í tilhugalífinu - eins og tíu til fimmtán dölum. Þá hafði jafnréttisbaráttan ekki náð því stigi, að fólki hugkvæmdist, að stúlkur legðu út „tilhugalífsfé.“ Ofbeldi í ýmsum myndun er jafngamalt tegundinni sjálfri, líka hvað kynlíf snertir. Hugsanlega hefði hún ekki lifað af tilvistarbaráttuna án þess. En vonandi tekst í því illvíga kynjastríði, sem nú geisar, að slíðra sverðin, og taka upp hispurslausa skynsemisrökræðu um eðli kynjanna og þau lögmál, sem um þau gilda í menningu vorri. Það stoðar lítt að berjast með trúarsetningar, óskynsemi og illmælgi að vopni - og grafa skotgrafir. Það reyndist illa í styrjöldum. Því iðulega grafa menn sjálfum sér gröf.Höfundur er ellilífeyrisþegi
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun