Seðlar og mynt á undanhaldi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. janúar 2019 11:00 Kortaviðskipti eru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi og þarf mun minna að hafa fyrir þeim en viðskiptum með reiðufé. Í flestum vestrænum hagkerfum er nú hægt að greiða fyrir nánast allt án þess að beinharðir peningar skipti um hendur. Millifærslur eru algengar sem og hin ýmsu kort. Undanfarin ár hefur hins vegar nokkuð borið á því að lausafé sé hreinlega ekki gjaldgengt lengur sem greiðslumáti, sér í lagi á kaffihúsum og vínveitingastöðum. Í Svíþjóð fer nú 81% viðskipta fram án reiðufjár og þar í landi neita margir veitingastaðir og kaffihús að taka við lausafé. Ástæður sem taldar eru til eru margvíslegar. Það er einfaldara fyrir viðskiptavininn að greiða með korti og tekur styttri tíma, minni líkur eru á því að brotist verði inn á staðinn ef ekkert reiðufé er fyrir hendi og kassaupp- gjör er mun einfaldara ef ekki þarf að telja lausafé heldur hægt að renna uppgjöri fram með því að ýta á einn takka. Kortin eru ekki eini reiðufjárlausi greiðslumátinn heldur er nú hægt að greiða bæði með snjallsímum og snjallúrum sem gerir það að verkum að ekki þarf að taka með sér neina aukahluti þegar farið er af bæ og mun auðveldara er til dæmis að senda börnin út í búð eða í strætó ef þau geta borgað með snjalltækjum sem þau eru með á sér og foreldrar geta millifært inn á. Hér á landi er til dæmis hægt að borga í strætó með appi sem tengt er greiðslukorti og þannig sparast margar mínútur sem fara í að leita að nákvæmri skiptimynt í skúffum og vösum. Snjallgreiðslur í gegnum síma verða æ algengara greiðsluform enda þægilegt að þurfa ekki að taka með sér peninga í neinu formi í verslunarleiðangur.Snjallgreiðslur, hvort sem er með kortum eða snjalltækjum, geta haft í för með sér að greiðandinn finnur ekki jafn áþreifanlega fyrir því sem eytt er, seðlar og mynt í vasa gefa áþreifanlega til kynna hversu miklu hefur verið eytt og hve mikið er eftir sem rafrænar greiðslur gera síður. Það er þó einnig hægt að gera sér rafrænt eyðsluhámark þar sem snjallgreiðslan hættir að virka þegar því hefur verið náð, sem getur verið ágætt seint um kvöld á öldurhúsi svo dæmi séu tekið. Fólk virðist þó almennt eyða meira rafrænt en raunfjáð. Greiðslukortafyrirtækin grípa hugmyndina um peningalaus viðskipti opnum örmum og dæmi eru um að þau hafi boðið rekstraraðilum í veitingabransanum fé fyrir að hætta að taka við reiðufé. Peningalaus viðskipti eru líka mjög hagkvæm fyrir stærri keðjur á því sviði þar sem þau bjóða upp á meiri sjálfvirkni, minnka yfirbyggingu og eins og áður kom fram, aukna eyðslu. En fleiri möguleikar eru í stöðunni, eins og að byggja rafræna greiðslumöguleika inn í pakkakaup, eins og til dæmis á ýmsum hátíðum. Þá er hægt að hafa mat og drykki innifalda í verði hátíðarpassa og tengja ákveðnar upphæðir við armbönd sem hátíðargestir hafa þegar við höndina. Hátíðargestir þurfa þá ekki að taka með sér peninga eða kort inn á hátíðarsvæðið og þar með myndi glæpum í formi vasaþjófnaða fækka umtalsvert.Snjallgreiðslur hafa nánast leyst geiðslur með reiðufé alveg af, þannig að nú eru mörg fyrirtæki á Vesturlöndum hætt að taka við beinhörðum peningum.Það eru þó ekki allir jafnánægðir með það ef notkun reiðufjár leggst af. Peningaviðskipti gera fyrirtækjum ekki kleift að fylgjast með og kortleggja neyslu einstaklinga með það fyrir höndum að selja eða nýta þau gögn til að sérsníða auglýsingar að viðkomandi og margir kjósa að vera utan þess gagnabanka. Sálfræðingar hafa bent á að fólk upplifi almennt betur hverju það eyðir og hvernig ef það eru beinharðir peningar sem skipta um hendur og þá eru margir þeirra sem eru á jaðri samfélagsins af ýmsum ástæðum ólíklegir til að eiga greiðslukort og stunda bankaviðskipti. Víða erlendis er starfsfólk veitingahúsa á lágum fastalaunum sem eru svo bætt upp með þjórfé frá viðskiptavinum en það hefur sýnt sig að þjórfé minnkar umtalsvert þegar greitt er rafrænt og þannig er það einnig í höndum vinnuveitandans að útdeila því fé sem er ekki endilega æskilegt. Þá benda fjármálayfirvöld í ýmsum löndum á að með því að hafna reiðufé sé verið að veikja stoðir gjaldmiðla með því að verslun færist í æ meiri mæli yfir í stærri gjaldmiðla eða landamæralausa rafræna gjaldmiðla. Hvað sem um allt þetta má segja er ljóst að reiðufé er í útrýmingarhættu og þess virðist ekki langt að bíða að seðlar og mynt verði helst að finna í safnarabúðum.Byggt á grein úr Guardian. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð Sjá meira
Í flestum vestrænum hagkerfum er nú hægt að greiða fyrir nánast allt án þess að beinharðir peningar skipti um hendur. Millifærslur eru algengar sem og hin ýmsu kort. Undanfarin ár hefur hins vegar nokkuð borið á því að lausafé sé hreinlega ekki gjaldgengt lengur sem greiðslumáti, sér í lagi á kaffihúsum og vínveitingastöðum. Í Svíþjóð fer nú 81% viðskipta fram án reiðufjár og þar í landi neita margir veitingastaðir og kaffihús að taka við lausafé. Ástæður sem taldar eru til eru margvíslegar. Það er einfaldara fyrir viðskiptavininn að greiða með korti og tekur styttri tíma, minni líkur eru á því að brotist verði inn á staðinn ef ekkert reiðufé er fyrir hendi og kassaupp- gjör er mun einfaldara ef ekki þarf að telja lausafé heldur hægt að renna uppgjöri fram með því að ýta á einn takka. Kortin eru ekki eini reiðufjárlausi greiðslumátinn heldur er nú hægt að greiða bæði með snjallsímum og snjallúrum sem gerir það að verkum að ekki þarf að taka með sér neina aukahluti þegar farið er af bæ og mun auðveldara er til dæmis að senda börnin út í búð eða í strætó ef þau geta borgað með snjalltækjum sem þau eru með á sér og foreldrar geta millifært inn á. Hér á landi er til dæmis hægt að borga í strætó með appi sem tengt er greiðslukorti og þannig sparast margar mínútur sem fara í að leita að nákvæmri skiptimynt í skúffum og vösum. Snjallgreiðslur í gegnum síma verða æ algengara greiðsluform enda þægilegt að þurfa ekki að taka með sér peninga í neinu formi í verslunarleiðangur.Snjallgreiðslur, hvort sem er með kortum eða snjalltækjum, geta haft í för með sér að greiðandinn finnur ekki jafn áþreifanlega fyrir því sem eytt er, seðlar og mynt í vasa gefa áþreifanlega til kynna hversu miklu hefur verið eytt og hve mikið er eftir sem rafrænar greiðslur gera síður. Það er þó einnig hægt að gera sér rafrænt eyðsluhámark þar sem snjallgreiðslan hættir að virka þegar því hefur verið náð, sem getur verið ágætt seint um kvöld á öldurhúsi svo dæmi séu tekið. Fólk virðist þó almennt eyða meira rafrænt en raunfjáð. Greiðslukortafyrirtækin grípa hugmyndina um peningalaus viðskipti opnum örmum og dæmi eru um að þau hafi boðið rekstraraðilum í veitingabransanum fé fyrir að hætta að taka við reiðufé. Peningalaus viðskipti eru líka mjög hagkvæm fyrir stærri keðjur á því sviði þar sem þau bjóða upp á meiri sjálfvirkni, minnka yfirbyggingu og eins og áður kom fram, aukna eyðslu. En fleiri möguleikar eru í stöðunni, eins og að byggja rafræna greiðslumöguleika inn í pakkakaup, eins og til dæmis á ýmsum hátíðum. Þá er hægt að hafa mat og drykki innifalda í verði hátíðarpassa og tengja ákveðnar upphæðir við armbönd sem hátíðargestir hafa þegar við höndina. Hátíðargestir þurfa þá ekki að taka með sér peninga eða kort inn á hátíðarsvæðið og þar með myndi glæpum í formi vasaþjófnaða fækka umtalsvert.Snjallgreiðslur hafa nánast leyst geiðslur með reiðufé alveg af, þannig að nú eru mörg fyrirtæki á Vesturlöndum hætt að taka við beinhörðum peningum.Það eru þó ekki allir jafnánægðir með það ef notkun reiðufjár leggst af. Peningaviðskipti gera fyrirtækjum ekki kleift að fylgjast með og kortleggja neyslu einstaklinga með það fyrir höndum að selja eða nýta þau gögn til að sérsníða auglýsingar að viðkomandi og margir kjósa að vera utan þess gagnabanka. Sálfræðingar hafa bent á að fólk upplifi almennt betur hverju það eyðir og hvernig ef það eru beinharðir peningar sem skipta um hendur og þá eru margir þeirra sem eru á jaðri samfélagsins af ýmsum ástæðum ólíklegir til að eiga greiðslukort og stunda bankaviðskipti. Víða erlendis er starfsfólk veitingahúsa á lágum fastalaunum sem eru svo bætt upp með þjórfé frá viðskiptavinum en það hefur sýnt sig að þjórfé minnkar umtalsvert þegar greitt er rafrænt og þannig er það einnig í höndum vinnuveitandans að útdeila því fé sem er ekki endilega æskilegt. Þá benda fjármálayfirvöld í ýmsum löndum á að með því að hafna reiðufé sé verið að veikja stoðir gjaldmiðla með því að verslun færist í æ meiri mæli yfir í stærri gjaldmiðla eða landamæralausa rafræna gjaldmiðla. Hvað sem um allt þetta má segja er ljóst að reiðufé er í útrýmingarhættu og þess virðist ekki langt að bíða að seðlar og mynt verði helst að finna í safnarabúðum.Byggt á grein úr Guardian.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð Sjá meira