Erlent

Chris Brown handtekinn fyrir nauðgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir aðrir voru handteknir með Brown og er annar þeirra lífvörður tónlistarmannsins.
Tveir aðrir voru handteknir með Brown og er annar þeirra lífvörður tónlistarmannsins. AP/Luca Bruno
Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur verið handtekinn í París í Frakklandi og er hann grunaður um nauðgun. 24 ára gömul kona hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á hóteli í borginni þann 15. janúar. Konan mun hafa lagt fram kæru í gær og var Brown handtekinn í kjölfarið.

Tveir aðrir voru handteknir með Brown og er annar þeirra lífvörður tónlistarmannsins, samkvæmt AP fréttaveitunni.



Blaðamenn franska tímaritsins Closer hafa heimildir fyrir því að lögreglan hafi framkvæmt rannsókn á Mandarin Oriental hótelinu í París, þar sem Brown hefur gist að undanförnu. Konan mun hafa hitt Brown á skemmtistað í París og sagði lögreglunni að hún hefði farið með honum og öðrum konum á hótelherbergi hans.



Þar hafi hún endað ein með honum og segir hún hann hafa nauðgað sér. Hún segir vin Brown og lífvörð hans einnig hafa brotið á sér.

Brown, sem er 29 ára gamall, hefur ítrekað komist í kast við lögin síðan hann játaði árið 2009 að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, Rihönnu. Hann var á skilorði vegna þess máls til ársins 2015.


Tengdar fréttir

Chris Brown handtekinn

Söngvarinn og ofbeldismaðurinn Chris Brown var handtekinn eftir tónleika sem hann hélt í Flórída í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×