Íslenski boltinn

Mark úr aukaspyrnu og vítaspyrnu frá Hilmari Árna í öruggum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Árni skorar úr vítaspyrnu gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í sumar.
Hilmar Árni skorar úr vítaspyrnu gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í sumar. vísir/bára
Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk og Þorsteinn Már Ragnarsson eitt er Stjarnan vann 3-0 sigur á Inkasso-liði Keflavíkur í B-riðli Fótbolta.net mótsins.

Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir á 33. mínútu eftir að brotið var á Guðjóni Baldvinssyni innan vítateigs Keflavíkur. Vítaspyrnan örugg framhjá Sindra Kristni Ólafssyni í markinu.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Hilmar Árni var aftur á skotskónum í uppafi síðari hálfleiks. Á fimmtu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði hann forystuna með marki beint úr aukaspyrnu eftir að aftur var brotið var á Guðjóni Baldvinssyni.

Þriðja mark Stjörnunar kom eftir skyndisókn á 73. mínútu. Alex Freyr Hauksson gaf þá sendingu á Þorstein Má Ragnarsson sem snéri laglega í teignum og þrumaði boltanum í netið.

Stjarnan er því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en liðið gerði markalaust jafntefli við FH í fyrsta leiknum. Keflavík tapaði einnig fyrsta leik sínum í riðlinum er liðið tapaði 4-0 gegn ÍA.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Guðjón Orri Sigurjónsson, Eyjólfur Héðinsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Jósef Kristinn Jósefsson, Guðjón Baldvinsson, Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Sölvi Snær Guðbjargarson, Elís Rafn Björnsson, Alex Þór Hauksson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Sindri Kristinn Ólafsson, Ísak Óli Ólafsson, Hreggviður Hermannsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Bojan Stefán Ljubicic, Adam Ægir Pálsson, Magnús Þór Magnússon, Sindri Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Ingimundur Aron Guðnason, Tómas Óskarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×