Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 11:10 Hverfisskipluaginu er ætla að fjölga íbúum í grónum hverfum og gera þau þannig sjálfbærari. Vísir/Vilhelm Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir.
Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15