Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 82-95 | Þórsarar sóttu mikilvægan sigur í Grindavík Smári Jökull Jónsson skrifar 24. janúar 2019 21:30 Ólafur Ólafsson. Vísir/Bára Þórsarar unnu mikilvægan og sanngjarnan sigur á Grindvíkinum í Mustad-höllinni í kvöld. Gestirnir tóku forystuna strax í upphafi og létu hana aldrei af hendi eftir það. Lokatölur 95-82 og Þórsarar því komnir tveimur stigum á undan Grindavík í töflunni. Þór náði forskoti fljótlega í leiknum en Grindvíkingar bitu frá sér og munurinn var ekki nema þrjú stig eftir fyrsta leikhlutann. Annar leikhluti þróaðist á svipaðan hátt, Þórsarar höfðu frumkvæðið en heimamenn voru þó aldrei langt undan. Grindvíkingar áttu í mesta basli með þá Kinu Rochford og Nikolas Tomsick sem voru gjörsamlega frábærir og skoruðu 36 stig af 48 stigum Þórs í hálfleiknum. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir mest 14 stiga forskoti. Alltaf þegar Grindavík gerði sig líklegt til að ná spennu í leikinn náðu Þórsarar stórri körfu. Ragnar Örn Bragason og Emil Karel Einarsson komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og því gerði ekki að sök þó Rochford ætti í smá basli. Í fjórða leikhluta gerðu Grindvíkingar tilraunir til að koma spennu í leikinn. Það tókst ekki og Þórsrarar unnu að lokum 13 stiga sigur eftir að munurinn varð mest 18 stig. Lokatölur 95-82.Af hverju vann Þór?Þeir voru skipulagðari og ákveðnari í sínum aðgerðum heldur en heimamenn. Sóknarleikurinn gekk vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og vörn Þórs var nokkuð góð allan tímann. Grindvíkingar virkuðu andlausir og þegar þeir nálguðust Þórsara að ráði í síðari hálfleiknum höfðu þeir ekki kraftinn til að fylgja því almennilega eftir. Þórsarar settu stór skot þegar á þurfti á halda á meðan heimamenn klikkuðu á sniðskotum sem þeir þurftu að setja niður. Það er erfitt að halda öðru fram en að þetta hafi verið sanngjarnt.Þessir stóðu upp úr:Kinu Rochford var magnaður í fyrri hálfleik og átti fínan leik í heildina. Hann skoraði 27 stig og tók 17 fráköst. Tomsick var sömuleiðis góður, er frábær skytta og setur niður stór skot. Hann endaði leikinn með 28 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Ragnar Örn Bragason og Emil Karel Einarsson komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og þá sérstaklega Ragnar Örn sem gerði Grindvíkingum lífið leitt á báðum endum vallarins. Hjá Grindavík voru þeir Lewis Clinch og Jordy Kuiper stigahæstir með 17 stig, Sigtryggur Arnar skoraði 16. Það er eitthvað sem vantar uppá hjá Grindavík þessa dagana og líkt og menn hafi ekki trú á því sem þeir eru að reyna.Hvað gekk illa?Grindavík náði ágætis rispum í leiknum en þá vantar stöðugleika í sinn leik. Það er líkt og það vanti einhvern leiðtoga inn á völlinn, einhvern sem tekur af skarið og setur stig á töfluna þegar nauðsynlega þarf að gera það.Hvað gerist næst?Grindvíkingar halda á Hlíðarenda og mæta þar Valsmönnum. Tap þar og menn geta farið að tala um krísu í Grindavík. Jóhann Þór þjálfari var daufur í dálkinn eftir leik en hans menn fá viku til að gera sig klára fyrir Valsleikinn. Þórsarar, sem hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum, taka á móti sjóðandi heitum Stjörnumönnum í næstu umferð. Það verður afar áhugaverð viðureign en bæði lið hafa verið að gera góða hluti undanfarið. Jóhann Þór: Leikmenn eru ekki á sömu blaðsíðu og égJóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík.visir/báraÞað var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“ Baldur: Ætlum að vinna Stjörnuna heimaBaldur Ragnarsson á línunni hjá sínu liði.Vísir/DaníelGrindvíkingar og Þórsarar voru með jafn mörg stig í Dominos-deildinni fyrir leikinn í kvöld og sigur Þórsara því mikilvægari í því ljósi. Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs var ánægður með sína menn í kvöld. „Þetta er mjög stór sigur og nú erum við búnir að vinna báða leikina gegn Grindavík og mjög gott að vera með innbyrðisleikina á Grindavík. Við vorum gríðarlega einbeittir og hittum auðvitað vel. Það voru margir að leggja í púkkið sóknarlega og vörnin var nokkuð þétt meirihlutann af leiknum,“ sagði Baldur við Vísi eftir leikinn. Kinu Rochford var frábær í fyrri hálfleik í kvöld en var rólegri í þeim síðari. Þá voru aðrir sem stigu upp og settu mikilvægar körfur. „Grindvíkingar gerðu vel á Rochford í seinni en þá voru að opnast töluvert af skotum fyrir menn og þeir voru að hitta.“ Þetta var fimmti sigurleikur Þórsara í síðustu sex leikjum og Baldur búinn að koma liðinu á góðan stað. „Við erum að spila vel og ætlum að reyna að halda því áfram. Við eigum Stjörnuna næst heima og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Baldur að lokum. Rochford: Ég verð fyrir framan sjónvarpið á morgun með poppÞórsarar fagna sigriVísir/Daníel„Við lékum vel saman sem lið í kvöld og lékum vel í fyrri hálfleik. Ég var að hrista upp í þessu og það er best að gera það hjá ykkur hér á Stöð 2 Sport. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð núna, fjögur stig og það er mjög mikilvægt,“ sagði Kinu Rochford í samtali við Vísi eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Rochford var magnaður í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 27 stig og 17 fráköst í kvöld. Hann hefur verið frábær undanfarið hjá Þórsliðinu sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum. „Ég hef lagt hart að mér og reyni að koma mér að körfunni og fá boltann. Ég reyni að skila boltanum til liðsfélaganna líka, það er mikilvægt að liðið geri þetta saman.“ Rochford var afar hress í viðtali á Stöð 2 Sport í síðustu viku og lýsti yfir aðdáun sinni á stöðinni og þættinum Dominos Körfuboltakvöld þar sem farið er yfir alla leikina í Dominos-deildinni. „Það er gaman að vera með ykkur hér á Stöð 2 Sport og blessun fyrir mig. Mamma getur séð þetta frá Brooklyn, ég elska ykkur. Ég verð fyrir framan sjónvarpið á morgun með popp“ sagði afskaplega hress Kinu Rochford eftir leikinn í kvöld. Dominos-deild karla
Þórsarar unnu mikilvægan og sanngjarnan sigur á Grindvíkinum í Mustad-höllinni í kvöld. Gestirnir tóku forystuna strax í upphafi og létu hana aldrei af hendi eftir það. Lokatölur 95-82 og Þórsarar því komnir tveimur stigum á undan Grindavík í töflunni. Þór náði forskoti fljótlega í leiknum en Grindvíkingar bitu frá sér og munurinn var ekki nema þrjú stig eftir fyrsta leikhlutann. Annar leikhluti þróaðist á svipaðan hátt, Þórsarar höfðu frumkvæðið en heimamenn voru þó aldrei langt undan. Grindvíkingar áttu í mesta basli með þá Kinu Rochford og Nikolas Tomsick sem voru gjörsamlega frábærir og skoruðu 36 stig af 48 stigum Þórs í hálfleiknum. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir mest 14 stiga forskoti. Alltaf þegar Grindavík gerði sig líklegt til að ná spennu í leikinn náðu Þórsarar stórri körfu. Ragnar Örn Bragason og Emil Karel Einarsson komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og því gerði ekki að sök þó Rochford ætti í smá basli. Í fjórða leikhluta gerðu Grindvíkingar tilraunir til að koma spennu í leikinn. Það tókst ekki og Þórsrarar unnu að lokum 13 stiga sigur eftir að munurinn varð mest 18 stig. Lokatölur 95-82.Af hverju vann Þór?Þeir voru skipulagðari og ákveðnari í sínum aðgerðum heldur en heimamenn. Sóknarleikurinn gekk vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og vörn Þórs var nokkuð góð allan tímann. Grindvíkingar virkuðu andlausir og þegar þeir nálguðust Þórsara að ráði í síðari hálfleiknum höfðu þeir ekki kraftinn til að fylgja því almennilega eftir. Þórsarar settu stór skot þegar á þurfti á halda á meðan heimamenn klikkuðu á sniðskotum sem þeir þurftu að setja niður. Það er erfitt að halda öðru fram en að þetta hafi verið sanngjarnt.Þessir stóðu upp úr:Kinu Rochford var magnaður í fyrri hálfleik og átti fínan leik í heildina. Hann skoraði 27 stig og tók 17 fráköst. Tomsick var sömuleiðis góður, er frábær skytta og setur niður stór skot. Hann endaði leikinn með 28 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Ragnar Örn Bragason og Emil Karel Einarsson komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og þá sérstaklega Ragnar Örn sem gerði Grindvíkingum lífið leitt á báðum endum vallarins. Hjá Grindavík voru þeir Lewis Clinch og Jordy Kuiper stigahæstir með 17 stig, Sigtryggur Arnar skoraði 16. Það er eitthvað sem vantar uppá hjá Grindavík þessa dagana og líkt og menn hafi ekki trú á því sem þeir eru að reyna.Hvað gekk illa?Grindavík náði ágætis rispum í leiknum en þá vantar stöðugleika í sinn leik. Það er líkt og það vanti einhvern leiðtoga inn á völlinn, einhvern sem tekur af skarið og setur stig á töfluna þegar nauðsynlega þarf að gera það.Hvað gerist næst?Grindvíkingar halda á Hlíðarenda og mæta þar Valsmönnum. Tap þar og menn geta farið að tala um krísu í Grindavík. Jóhann Þór þjálfari var daufur í dálkinn eftir leik en hans menn fá viku til að gera sig klára fyrir Valsleikinn. Þórsarar, sem hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum, taka á móti sjóðandi heitum Stjörnumönnum í næstu umferð. Það verður afar áhugaverð viðureign en bæði lið hafa verið að gera góða hluti undanfarið. Jóhann Þór: Leikmenn eru ekki á sömu blaðsíðu og égJóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík.visir/báraÞað var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“ Baldur: Ætlum að vinna Stjörnuna heimaBaldur Ragnarsson á línunni hjá sínu liði.Vísir/DaníelGrindvíkingar og Þórsarar voru með jafn mörg stig í Dominos-deildinni fyrir leikinn í kvöld og sigur Þórsara því mikilvægari í því ljósi. Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs var ánægður með sína menn í kvöld. „Þetta er mjög stór sigur og nú erum við búnir að vinna báða leikina gegn Grindavík og mjög gott að vera með innbyrðisleikina á Grindavík. Við vorum gríðarlega einbeittir og hittum auðvitað vel. Það voru margir að leggja í púkkið sóknarlega og vörnin var nokkuð þétt meirihlutann af leiknum,“ sagði Baldur við Vísi eftir leikinn. Kinu Rochford var frábær í fyrri hálfleik í kvöld en var rólegri í þeim síðari. Þá voru aðrir sem stigu upp og settu mikilvægar körfur. „Grindvíkingar gerðu vel á Rochford í seinni en þá voru að opnast töluvert af skotum fyrir menn og þeir voru að hitta.“ Þetta var fimmti sigurleikur Þórsara í síðustu sex leikjum og Baldur búinn að koma liðinu á góðan stað. „Við erum að spila vel og ætlum að reyna að halda því áfram. Við eigum Stjörnuna næst heima og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Baldur að lokum. Rochford: Ég verð fyrir framan sjónvarpið á morgun með poppÞórsarar fagna sigriVísir/Daníel„Við lékum vel saman sem lið í kvöld og lékum vel í fyrri hálfleik. Ég var að hrista upp í þessu og það er best að gera það hjá ykkur hér á Stöð 2 Sport. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð núna, fjögur stig og það er mjög mikilvægt,“ sagði Kinu Rochford í samtali við Vísi eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Rochford var magnaður í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 27 stig og 17 fráköst í kvöld. Hann hefur verið frábær undanfarið hjá Þórsliðinu sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum. „Ég hef lagt hart að mér og reyni að koma mér að körfunni og fá boltann. Ég reyni að skila boltanum til liðsfélaganna líka, það er mikilvægt að liðið geri þetta saman.“ Rochford var afar hress í viðtali á Stöð 2 Sport í síðustu viku og lýsti yfir aðdáun sinni á stöðinni og þættinum Dominos Körfuboltakvöld þar sem farið er yfir alla leikina í Dominos-deildinni. „Það er gaman að vera með ykkur hér á Stöð 2 Sport og blessun fyrir mig. Mamma getur séð þetta frá Brooklyn, ég elska ykkur. Ég verð fyrir framan sjónvarpið á morgun með popp“ sagði afskaplega hress Kinu Rochford eftir leikinn í kvöld.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti