Allskonar ábyrgð María Bjarnadóttir skrifar 25. janúar 2019 07:00 Samfélagið er fullt af fólki sem er að axla allskonar ábyrgð alla daga. Koma börnunum í skólann og mæta á réttum tíma í vinnuna. Borga reikninga og þvo bílinn. Sum ábyrgð er flókin, þung og erfið; önnur er dásamleg blessun. Stundum er hún svo hversdagsleg að enginn tekur eftir henni eða því að það sé verið að axla hana. Það vekur þó oft athygli þegar fólk sem ber ábyrgð rífur hana af öxlum sér með öskrum og látum. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi gegnir trúnaðarstörfum gagnvart almenningi. Til viðbótar við venjulegu ábyrgðina sem fylgir mannlegu samfélagi er ábyrgð stjórnmálafólks svipuð því sem gildir um ríkisvaldið; þrígreind. Siðferðileg, pólitísk og lagaleg ábyrgð. Rétt eins og með greinar ríkisvaldsins er góð regla að skýra mörkin á milli þeirra þriggja. Siðferðileg ábyrgð þarf ekki að kalla á lagalega ábyrgð og pólitíska ábyrgð er hægt að axla án þess að virkja hinar. Ein þarf ekki að þýða allar. Nokkrir þingmenn sem lentu í vandræðum með eigin axlastöðu nýlega hefðu betur áttað sig á þessu. Í stað þess að viðurkenna greinarmuninn á ábyrgð sem þeir geta hugsað sér að axla og þeirri sem 90% þjóðarinnar telja þá eiga að axla, keppast þeir við að benda á ábyrgð allra nema sjálfra sín og telja sig lausa við alla ábyrgð af stöðu sem þeir hafa þó skapað sjálfir. Vissulega er metnaðarfullt að þeir hafa valið að beita blandaðri aðferð við þetta. Þeir nota ekki aðeins hina klassísku smjörklípuaðferð, heldur hafa þeir einnig reynt að klína lagalegri ábyrgð á annað fólk. Samhliða grafa þeir svo undan lýðræðislegum ferlum sem þeir hafa samþykkt sjálfir. Satt best að segja virðist þetta ekki sérstaklega ábyrgt. Það er þó ekki víst að þetta klikki hjá þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er fullt af fólki sem er að axla allskonar ábyrgð alla daga. Koma börnunum í skólann og mæta á réttum tíma í vinnuna. Borga reikninga og þvo bílinn. Sum ábyrgð er flókin, þung og erfið; önnur er dásamleg blessun. Stundum er hún svo hversdagsleg að enginn tekur eftir henni eða því að það sé verið að axla hana. Það vekur þó oft athygli þegar fólk sem ber ábyrgð rífur hana af öxlum sér með öskrum og látum. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi gegnir trúnaðarstörfum gagnvart almenningi. Til viðbótar við venjulegu ábyrgðina sem fylgir mannlegu samfélagi er ábyrgð stjórnmálafólks svipuð því sem gildir um ríkisvaldið; þrígreind. Siðferðileg, pólitísk og lagaleg ábyrgð. Rétt eins og með greinar ríkisvaldsins er góð regla að skýra mörkin á milli þeirra þriggja. Siðferðileg ábyrgð þarf ekki að kalla á lagalega ábyrgð og pólitíska ábyrgð er hægt að axla án þess að virkja hinar. Ein þarf ekki að þýða allar. Nokkrir þingmenn sem lentu í vandræðum með eigin axlastöðu nýlega hefðu betur áttað sig á þessu. Í stað þess að viðurkenna greinarmuninn á ábyrgð sem þeir geta hugsað sér að axla og þeirri sem 90% þjóðarinnar telja þá eiga að axla, keppast þeir við að benda á ábyrgð allra nema sjálfra sín og telja sig lausa við alla ábyrgð af stöðu sem þeir hafa þó skapað sjálfir. Vissulega er metnaðarfullt að þeir hafa valið að beita blandaðri aðferð við þetta. Þeir nota ekki aðeins hina klassísku smjörklípuaðferð, heldur hafa þeir einnig reynt að klína lagalegri ábyrgð á annað fólk. Samhliða grafa þeir svo undan lýðræðislegum ferlum sem þeir hafa samþykkt sjálfir. Satt best að segja virðist þetta ekki sérstaklega ábyrgt. Það er þó ekki víst að þetta klikki hjá þeim.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar