True North fær vilyrði fyrir risastyrk til að taka upp James Bond-mynd í Noregi Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 11:13 Daniel Craig mun leika njósnarann í fimmta sinn. Vísir/Getty Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016. James Bond Noregur Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016.
James Bond Noregur Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira