Íslenski boltinn

Torfi á láni til KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Torfi og Óli handsala samninginn.
Torfi og Óli handsala samninginn. mynd/ka
Torfi Tímoteus Gunnarsson er genginn í raðir KA á eins árs lánssamningi frá Fjölni og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Torfi sem er tvítugur varnarmaður sem er uppalinn í Fjölni og var í liði Fjölnis sem féll úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

Hann hefur verið í yngri landsliðum Íslands en hann hefur leikið samtals 32 leiki. Hann hefur skorað fimm mörk í landsliðsbúningnum en hann hefur samtals spilað 34 leiki í efstu deild.

„Það er klárt mál að koma Torfa til KA mun styrkja liðið og viljum við bjóða hann velkominn norður og ætlumst við mikils af honum í sumar,“ sagði í tilkynningu á vef KA.

Óli Stefán Flóventsson tók við KA í vetur og hefur meðal annars nælt sér í Guðjón Pétur Lýðsson og Andra Fannar Stefánsson frá Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×