Hundur slátraði hænum fjölskyldu í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 19:30 Drengurinn var nýkominn heim úr skóla þegar hann kom að hænsnahúsinu. Aðkoman var vægast sagt skelfileg. Svava Ástudóttir Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar. Dýr Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar.
Dýr Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira