Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. janúar 2019 07:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. „Mér finnst heilbrigðismál kvenna og ákvörðunarréttur þeirra ekki eiga heima í höndum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Af þeim 53 umsögnum sem bárust velferðarnefnd um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof er á annan tug umsagna frá trú- og lífsskoðunarfélögum. Með frumvarpinu er lagt til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar. Gagnrýnt hefur verið að velferðarnefnd hafi sent umsagnarbeiðnir um málið til trúfélaga. „Ég hafði engan áhuga á því en það voru aðilar í nefndinni sem fannst það mikilvægt og komu með rök fyrir því og þess vegna voru beiðnirnar sendar svona út,“ segir Halldóra. Hún er sjálf framsögumaður málsins og málið á hennar forræði í nefndinni. „Mér finnst mikilvægt að við tökum ákvarðanir út frá góðum gögnum, að við fáum fagaðila til okkar til að leiðbeina okkur og að við horfum til landa sem hafa verið með rýmri lög um þungunarrof, hvernig gengið hefur þar og tökum það inn í okkar ákvörðun en ákvörðum þetta ekki bara út frá tilfinningum fólks. Athygli vekur að þrátt fyrir fjölmargar umsagnir um málið er ekki umsögn frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldóra segir að umsagnarbeiðni til Siðfræðistofnunar hafi verið ítrekuð í gær og að stofnuninni verði veittur tveggja vikna frestur til að senda inn umsögn um málið. Aðspurð um meðferð málsins í nefndinni og gestakomur vegna þess segist Halldóra eiga eftir að ákveða hvaða gestir verði kallaðir fyrir nefndina vegna málsins, hún muni þó taka tillit til annarra nefndarmanna enda mikilvægt að nefndin reyni að ná saman um niðurstöðu og það skipti máli að nefndarmenn séu allir sáttir við meðferð málsins. Hún gerir þó ráð fyrir að málið verði erfitt. „Já, að sjálfsögðu, þetta er mál sem fer inn á tilfinningar fólks og ég veit að þetta verður ekki auðvelt.“Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Fréttablaðið/VilhelmBiskup ÍslandsAgnes M. Sigurðardóttir, sendir inn umsögn sem „kristin kona og biskup Íslands,“ eins og þar stendur. Hún styður þann hluta frumvarpsins um að konur taki sjálfar þá ákvörðun sem frumvarpið lýtur að en getur þess jafnframt síðar í umsögninni að samfélagið hafi á undanförnum áratugum fundið jafnvægi á milli hinna ólíku sjónarmiða um rétt hinnar verðandi móður yfir eigin líkama og rétt fósturs til lífs, þrátt fyrir þær mótsagnir sem því fylgir. Hún lýkur umsögninni á stuðningsyfirlýsingu við kvennfrelsisbaráttuna en segist efast um að frumvarpið hafi vægi í þeirri baráttu. Hún gagnrýnir einnig breytingu á hugtakanotkun. „Hið nýja hugtak vísar á engan hátt til þess lífs sem sannarlega bærist undir belti og er vísir að nýrri mannveru. Samkvæmt kristinni trú okkar er lífið heilagt, náðargjöf sem Guð gefur og Guð tekur. Það er hlutverk mannsins að varðveita það og vernda eftir fremsta megni og bera virðingu fyrir mannhelginni, sköpuninni og skaparanum. Það er misvísandi að nota þetta nýja hugtak í þessu viðkvæma samhengi, þar sem hugtakið vísar ekki til þessa vaxandi nýja lífs.“Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir Engar rannsóknir benda til þess að konur iðrist þess til lengri tíma að binda endi á þungun. Þvert á móti lýsa konur, í okkar rannsókn á Íslandi og í sambærilegum rannsóknum erlendis, létti og fullvissu um að hafa tekið rétta ákvörðun. Undantekningin frá því er ef þær upplifa missi á sjálfsákvörðunarrétti eða þvingun, hvort heldur er af hendi maka, fjölskyldu eða heilbrigðisstarfsfólks. Í þeim löndum sem heimildir eru rýmri en í núgildandi lögum hér á landi eru heldur ekki vísbendingar um að konum líði öðruvísi með ákvörðun sína.Öryrkjabandalag Íslands ÖBÍ fordæmir þá tillögu að heimild til að rjúfa þungun verði rýmkuð fram að lokum 22. viku ef ástæður eru aðrar en að lífi konu sé stefnt í hættu eða fóstur teljist ekki lífvænlegt. Þær tillögur að rýmka heimildirtil þungunarrofs fram yfir 20 vikna fósturskimun eru augljóslega ætlaðar til þess að hægt sé að bregðast við þeim frávikum sem þar kynnu að greinast og eru aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs.Femínistafélag Háskóla Íslands Fagnar endurskoðun laga um fóstureyðingar frá 1975 og styður uppfærða hugtakanotkun úr fóstureyðing yfir í þungunarrof. Sérstaklega teljum við mikilvægt í uppfærðum lögum að tímarammi laganna sé miðaður við 22.viku þungunar í ljósi þess að nýjar aðstæður og upplýsingar geta komið fram seint á meðgöngu. Rof svo seint eru sjaldgæf en heimildir til þeirra eru nauðsynlegar fyrir þær konur sem það þurfa.Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna FÍFK lýsir yfir ánægju með frumvarpið enda má sjá í greinargerð með frumvarpinu að fyrrnefndar umsagnir FÍFK hafi verið hafðar til hliðsjónar við gerð frumvarpsins. Félagið gerir þó athugasemd við áskilnað um handleiðslu sérfræðings á sviði kvenlækninga við framkvæmd þungunarrofs, geti valdið því að þjónusta vegna þungunarrofs sé ekki tryggð um land allt. Til dæmis starfi sérfræðingar í kvenlækningum hvorki á Ísafirði né Neskaupsstað, heldur starfi þar almennir skurðlæknar sem geti tryggt þjónustuna. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Norska stjórnin horfir til Íslands í stjórnarsáttmála Ný ríkisstjórn í Noregi ætlar að koma á frístundastyrkjum fyrir börn á bilinu sex til átján ára sem hægt er að nýta til þess að niðurgreiða tómstundir barna. 19. janúar 2019 08:00 Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30 Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Þingflokksformenn VG og Framsóknar segja mikilvægt að málið komist til umræðu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur málið áfram til umfjöllunar. 15. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. „Mér finnst heilbrigðismál kvenna og ákvörðunarréttur þeirra ekki eiga heima í höndum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Af þeim 53 umsögnum sem bárust velferðarnefnd um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof er á annan tug umsagna frá trú- og lífsskoðunarfélögum. Með frumvarpinu er lagt til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar. Gagnrýnt hefur verið að velferðarnefnd hafi sent umsagnarbeiðnir um málið til trúfélaga. „Ég hafði engan áhuga á því en það voru aðilar í nefndinni sem fannst það mikilvægt og komu með rök fyrir því og þess vegna voru beiðnirnar sendar svona út,“ segir Halldóra. Hún er sjálf framsögumaður málsins og málið á hennar forræði í nefndinni. „Mér finnst mikilvægt að við tökum ákvarðanir út frá góðum gögnum, að við fáum fagaðila til okkar til að leiðbeina okkur og að við horfum til landa sem hafa verið með rýmri lög um þungunarrof, hvernig gengið hefur þar og tökum það inn í okkar ákvörðun en ákvörðum þetta ekki bara út frá tilfinningum fólks. Athygli vekur að þrátt fyrir fjölmargar umsagnir um málið er ekki umsögn frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldóra segir að umsagnarbeiðni til Siðfræðistofnunar hafi verið ítrekuð í gær og að stofnuninni verði veittur tveggja vikna frestur til að senda inn umsögn um málið. Aðspurð um meðferð málsins í nefndinni og gestakomur vegna þess segist Halldóra eiga eftir að ákveða hvaða gestir verði kallaðir fyrir nefndina vegna málsins, hún muni þó taka tillit til annarra nefndarmanna enda mikilvægt að nefndin reyni að ná saman um niðurstöðu og það skipti máli að nefndarmenn séu allir sáttir við meðferð málsins. Hún gerir þó ráð fyrir að málið verði erfitt. „Já, að sjálfsögðu, þetta er mál sem fer inn á tilfinningar fólks og ég veit að þetta verður ekki auðvelt.“Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Fréttablaðið/VilhelmBiskup ÍslandsAgnes M. Sigurðardóttir, sendir inn umsögn sem „kristin kona og biskup Íslands,“ eins og þar stendur. Hún styður þann hluta frumvarpsins um að konur taki sjálfar þá ákvörðun sem frumvarpið lýtur að en getur þess jafnframt síðar í umsögninni að samfélagið hafi á undanförnum áratugum fundið jafnvægi á milli hinna ólíku sjónarmiða um rétt hinnar verðandi móður yfir eigin líkama og rétt fósturs til lífs, þrátt fyrir þær mótsagnir sem því fylgir. Hún lýkur umsögninni á stuðningsyfirlýsingu við kvennfrelsisbaráttuna en segist efast um að frumvarpið hafi vægi í þeirri baráttu. Hún gagnrýnir einnig breytingu á hugtakanotkun. „Hið nýja hugtak vísar á engan hátt til þess lífs sem sannarlega bærist undir belti og er vísir að nýrri mannveru. Samkvæmt kristinni trú okkar er lífið heilagt, náðargjöf sem Guð gefur og Guð tekur. Það er hlutverk mannsins að varðveita það og vernda eftir fremsta megni og bera virðingu fyrir mannhelginni, sköpuninni og skaparanum. Það er misvísandi að nota þetta nýja hugtak í þessu viðkvæma samhengi, þar sem hugtakið vísar ekki til þessa vaxandi nýja lífs.“Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir Engar rannsóknir benda til þess að konur iðrist þess til lengri tíma að binda endi á þungun. Þvert á móti lýsa konur, í okkar rannsókn á Íslandi og í sambærilegum rannsóknum erlendis, létti og fullvissu um að hafa tekið rétta ákvörðun. Undantekningin frá því er ef þær upplifa missi á sjálfsákvörðunarrétti eða þvingun, hvort heldur er af hendi maka, fjölskyldu eða heilbrigðisstarfsfólks. Í þeim löndum sem heimildir eru rýmri en í núgildandi lögum hér á landi eru heldur ekki vísbendingar um að konum líði öðruvísi með ákvörðun sína.Öryrkjabandalag Íslands ÖBÍ fordæmir þá tillögu að heimild til að rjúfa þungun verði rýmkuð fram að lokum 22. viku ef ástæður eru aðrar en að lífi konu sé stefnt í hættu eða fóstur teljist ekki lífvænlegt. Þær tillögur að rýmka heimildirtil þungunarrofs fram yfir 20 vikna fósturskimun eru augljóslega ætlaðar til þess að hægt sé að bregðast við þeim frávikum sem þar kynnu að greinast og eru aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs.Femínistafélag Háskóla Íslands Fagnar endurskoðun laga um fóstureyðingar frá 1975 og styður uppfærða hugtakanotkun úr fóstureyðing yfir í þungunarrof. Sérstaklega teljum við mikilvægt í uppfærðum lögum að tímarammi laganna sé miðaður við 22.viku þungunar í ljósi þess að nýjar aðstæður og upplýsingar geta komið fram seint á meðgöngu. Rof svo seint eru sjaldgæf en heimildir til þeirra eru nauðsynlegar fyrir þær konur sem það þurfa.Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna FÍFK lýsir yfir ánægju með frumvarpið enda má sjá í greinargerð með frumvarpinu að fyrrnefndar umsagnir FÍFK hafi verið hafðar til hliðsjónar við gerð frumvarpsins. Félagið gerir þó athugasemd við áskilnað um handleiðslu sérfræðings á sviði kvenlækninga við framkvæmd þungunarrofs, geti valdið því að þjónusta vegna þungunarrofs sé ekki tryggð um land allt. Til dæmis starfi sérfræðingar í kvenlækningum hvorki á Ísafirði né Neskaupsstað, heldur starfi þar almennir skurðlæknar sem geti tryggt þjónustuna.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Norska stjórnin horfir til Íslands í stjórnarsáttmála Ný ríkisstjórn í Noregi ætlar að koma á frístundastyrkjum fyrir börn á bilinu sex til átján ára sem hægt er að nýta til þess að niðurgreiða tómstundir barna. 19. janúar 2019 08:00 Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30 Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Þingflokksformenn VG og Framsóknar segja mikilvægt að málið komist til umræðu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur málið áfram til umfjöllunar. 15. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Norska stjórnin horfir til Íslands í stjórnarsáttmála Ný ríkisstjórn í Noregi ætlar að koma á frístundastyrkjum fyrir börn á bilinu sex til átján ára sem hægt er að nýta til þess að niðurgreiða tómstundir barna. 19. janúar 2019 08:00
Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30
Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Þingflokksformenn VG og Framsóknar segja mikilvægt að málið komist til umræðu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur málið áfram til umfjöllunar. 15. nóvember 2018 08:00