Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:30 Stone líkti eftir Nixon þegar hann yfirgaf dómshúsið í dag. Hann hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum klækjaref sem nærist á hatri pólitískra andstæðinga. AP/Lynne Sladky Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00