Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa snúið baki við eigin gildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 18:33 Þorgerður Katrín kallaði eftir virðingu í samskiptum og frelsi til að fara eigin leiðir í stjórnmálum. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum horfið frá þeim gildum, á borð við víðsýni, sem eitt sinn hafi einkennt flokkinn og á þeim forsendum hafi hún fundið sig knúna til að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Viðreisn, flokk sem hverfist um öll hennar helstu baráttumál á borð við alþjóðasamstarf, jafnrétti og frjálslyndi. Þetta sagði Þorgerður Katrín í viðtali á Þingvöllum í dag en Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stýrði viðtalinu. Páll varði drjúgum hluta viðtalsins í að spyrja út í fortíð hennar í stjórnmálum, hrunárin og veru hennar í Sjálfstæðisflokknum. Um miðbik þáttarins fann Þorgerður Katrín sig knúna til að segja „Páll ég veit að þú ert í Sjálfstæðisflokknum en mig langar til að fara að tala um framtíðina líka.“ Páll spurði Þorgerði Katrínu hvort hún hefði upplifað andúð af hálfu Sjálfstæðismanna sem hafi litið á brotthvarf Þorgarðar sem svik eða óheilindi gagnvart því sem þeir stóðu fyrir: „Það eru til þeir, einhverjir svona harðkjarna Sjálfstæðismenn gamlir, sem myndu lýsa þessu svona: „heyrðu við bárum þennan stjórnmálamann, þessa stjórnmálakonu á höndum okkar við kusum hana inn á þing, við kusum hana til mestu trúnaðarstarfa, við treystum henni best, við kusum hana, hún var ráðherrann okkar, hún var varaformaðurinn okkar og svo bara fer hún frá okkur,“ segir Páll. Þorgerður Katrín svaraði því til að hún hefði orðið vör við ákveðna heift af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna sem hafi oftar en ekki verið karlmenn. Hún segist reyna að taka það ekki inn á sig þegar stjórnmálamenn „skjóti á hana“ í kaffiteríunni á Alþingi og víðar. Hún segist gera sér grein fyrir því að hún sé ekki sú vinsælasta innan raða Sjálfstæðisflokksins. „Það eru ráðherra þarna sem eru að gera bæði góða hluti en líka alveg ógeðslega leiðinlega og vonda hluti,“ segir Þorgerður Katrín. Varðandi spurningu Páls segist hún trúa því að hún hafi verið kosin til áhrifa-og trúnaðarstarfa vegna þess að hún hafi eitthvað fram að færa og að hún hafi staðið undir traustinu. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, ætti að hafa skilning á frelsi einstaklingsins og frelsi til orða og athafna.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar nýtur sín vel innan flokks sem nái betur utan um skoðanir hennar og sýn í stjórnmálum.Hættuleg þróun að snúa baki við gildi á borð við víðsýni Þorgerður Katrín segir að henni finnist miður að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum; hann hafi horfið frá sínum gildum og neitað að takast á við nýja tíma. Það sé mikil gerjun í pólitíkinni sem sé mikil áskorun fyrir flokka sem séu meira en 80 ára gamlir. Þorgerði finnst erfitt að horfa upp á þróunina ekki síst vegna þess að hún hafi upphaflega gengið til liðs við Sjálfstæðisflokksinn vegna utanríkismála. „Út af öryggis-og varnarmálum flokksins, út af þessari víðu sýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði meðal annars hvernig hann kom árið 1949 að NATO - inngöngunni og gerði það með stæl, árið 1970 – aðili að EFTA og stóð fyrir því að gera EES samninginn. Allt í einu á síðustu árum er verið að snúa svolítið baki við þessari víðsýni sem einkenndi flokkinn og forystumenn flokksins í gegnum tíðina og það er hættulegt.“ Þorgerður Katrín segist virða alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum. „Þó ég sakni þess að það þurfi að taka ákvarðanir í ýmsum málaflokkum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu að þá er þetta fólk sem er að reyna að sinna vinnunni og sinna henni vel, við skulum bara draga það fram.“ Henni finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu ekki talaðir mikið niður því þeir vinni mikilvægt starf í lýðræðissamfélagi. „Við skulum virða hvort annað en við skulum þá líka leyfa okkur að fara áfram á okkar eigin forsendum en ekki einhverju fyrirframgefnu innan einhverrar flokksmaskínu.“ Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum horfið frá þeim gildum, á borð við víðsýni, sem eitt sinn hafi einkennt flokkinn og á þeim forsendum hafi hún fundið sig knúna til að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Viðreisn, flokk sem hverfist um öll hennar helstu baráttumál á borð við alþjóðasamstarf, jafnrétti og frjálslyndi. Þetta sagði Þorgerður Katrín í viðtali á Þingvöllum í dag en Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stýrði viðtalinu. Páll varði drjúgum hluta viðtalsins í að spyrja út í fortíð hennar í stjórnmálum, hrunárin og veru hennar í Sjálfstæðisflokknum. Um miðbik þáttarins fann Þorgerður Katrín sig knúna til að segja „Páll ég veit að þú ert í Sjálfstæðisflokknum en mig langar til að fara að tala um framtíðina líka.“ Páll spurði Þorgerði Katrínu hvort hún hefði upplifað andúð af hálfu Sjálfstæðismanna sem hafi litið á brotthvarf Þorgarðar sem svik eða óheilindi gagnvart því sem þeir stóðu fyrir: „Það eru til þeir, einhverjir svona harðkjarna Sjálfstæðismenn gamlir, sem myndu lýsa þessu svona: „heyrðu við bárum þennan stjórnmálamann, þessa stjórnmálakonu á höndum okkar við kusum hana inn á þing, við kusum hana til mestu trúnaðarstarfa, við treystum henni best, við kusum hana, hún var ráðherrann okkar, hún var varaformaðurinn okkar og svo bara fer hún frá okkur,“ segir Páll. Þorgerður Katrín svaraði því til að hún hefði orðið vör við ákveðna heift af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna sem hafi oftar en ekki verið karlmenn. Hún segist reyna að taka það ekki inn á sig þegar stjórnmálamenn „skjóti á hana“ í kaffiteríunni á Alþingi og víðar. Hún segist gera sér grein fyrir því að hún sé ekki sú vinsælasta innan raða Sjálfstæðisflokksins. „Það eru ráðherra þarna sem eru að gera bæði góða hluti en líka alveg ógeðslega leiðinlega og vonda hluti,“ segir Þorgerður Katrín. Varðandi spurningu Páls segist hún trúa því að hún hafi verið kosin til áhrifa-og trúnaðarstarfa vegna þess að hún hafi eitthvað fram að færa og að hún hafi staðið undir traustinu. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, ætti að hafa skilning á frelsi einstaklingsins og frelsi til orða og athafna.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar nýtur sín vel innan flokks sem nái betur utan um skoðanir hennar og sýn í stjórnmálum.Hættuleg þróun að snúa baki við gildi á borð við víðsýni Þorgerður Katrín segir að henni finnist miður að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum; hann hafi horfið frá sínum gildum og neitað að takast á við nýja tíma. Það sé mikil gerjun í pólitíkinni sem sé mikil áskorun fyrir flokka sem séu meira en 80 ára gamlir. Þorgerði finnst erfitt að horfa upp á þróunina ekki síst vegna þess að hún hafi upphaflega gengið til liðs við Sjálfstæðisflokksinn vegna utanríkismála. „Út af öryggis-og varnarmálum flokksins, út af þessari víðu sýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði meðal annars hvernig hann kom árið 1949 að NATO - inngöngunni og gerði það með stæl, árið 1970 – aðili að EFTA og stóð fyrir því að gera EES samninginn. Allt í einu á síðustu árum er verið að snúa svolítið baki við þessari víðsýni sem einkenndi flokkinn og forystumenn flokksins í gegnum tíðina og það er hættulegt.“ Þorgerður Katrín segist virða alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum. „Þó ég sakni þess að það þurfi að taka ákvarðanir í ýmsum málaflokkum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu að þá er þetta fólk sem er að reyna að sinna vinnunni og sinna henni vel, við skulum bara draga það fram.“ Henni finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu ekki talaðir mikið niður því þeir vinni mikilvægt starf í lýðræðissamfélagi. „Við skulum virða hvort annað en við skulum þá líka leyfa okkur að fara áfram á okkar eigin forsendum en ekki einhverju fyrirframgefnu innan einhverrar flokksmaskínu.“
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira