Áfengi Guðmundur Steingrímsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Setningar sem falla þegar fólk er að reyna að sannfæra sjálft sig um að það eigi ekki í vandræðum með áfengisneyslu sína eru oft spaugilegar, þótt nöturlegar séu þær einnig. Fátt er jafn afkáralegt og fólk í markvissri afneitun. Menn sem mæta blekölvaðir heim til sín og pissa í skóskápinn vakna ringlaðir daginn eftir og halda því fram að skápahurðin sé alltof nálægt klósetthurðinni, og sérstaklega sé erfitt að sjá muninn í myrkri. Náð er í verkfærakassann. Ég man eftir manni í veislu sem hló glaðhlakkalega að óförum sínum við áfengisneyslu kvöldið áður — þar sem hann hafði endað ofan í skurði, bókstaflega, og dáið — og reyndi að gera að því grín. Mér er í fersku minni andartakið þegar hann hvissaði í miðri sögunni upp fyrstu bjórdós kvöldsins, hlæjandi með roða í kinnum. Ör. En smá efi í augum. Síðar um kvöldið fannst hann liggjandi áfengisdauður inni á salerni með buxurnar á hælunum, búinn að gera upp á bak. Bókstaflega.Dularfullar orsakir Hann fór í meðferð og hefur lokið keppni. Aðrir halda áfram, gallharðir. Ótal leiðir er hægt að fara til að teygja raunveruleikann í átt að fullkominni sjálfsmynd, þar sem ekkert er að. Neysla mín er ekki málið. Það er eitthvað annað sem gengur hér á. Eitthvað dularfullt. Það má alltaf smella í yfirlýsingu. „Svo óheppilega vildi til við skipulagðan gleðskap í gærkvöldi að við hóflega drykkju áfengis sótti að mér svimi sem ég tengi við járnskort. Ég ákvað því um miðbik kvölds að leggja mig um stundarsakir á salernisgólfi gestgjafanna. Sökum þess að mér láðist að loka að mér er ekki ólíklegt að einhverjir veislugesta kunni að hafa borið mig augum. Einnig hef ég orðið þess áskynja að í aðdraganda svimans séu líkur á að hönd mín hafi lent í andliti annarra gesta með þeim afleiðingum að þeir hafi mögulega hlotið áverka. Því er einnig haldið fram að óvarleg orð hafi fallið af minni hálfu í garð sumra gesta, einkum kvenna, og að ég hafi rutt veisluföngum af borðum með ótæpilegum hávaða og á einhverjum tímapunkti berað kynfæri mín um stund. Hafi slíkt gerst, er mér ljúft að biðjast afsökunar verði þess óskað. Málinu er lokið af minni hálfu. Hyggst ég nú leita mér aðstoðar við umræddum járnskorti.” Reiði og undrun Það er óneitanlega til vitnis um það hversu viðsjárvert eitur áfengi er, að fólk getur til dæmis vaknað við gnauðandi vind og hádegisfréttir einhvers staðar í ókunnugu húsi uppi í Kjós á þriðjudegi eftir fimm daga fyllerí sem kannski hófst í útgáfuhófi ljóðabókar hjá vini á fimmtudagseftirmiðdegi, og samt hugsað að það eigi ekki beinlínis við áfengisvandamál að stríða. Ekki þannig. Þetta var tilfallandi. Snúið er vörn í sókn. Má ekki detta í það? Það gerðist hvort sem er ekkert merkilegt þessa fimm daga. Og hvað með það þótt það séu myndbönd af manni út um allt á Facebook að heilsa skólabörnum í strætó með nasistakveðju? Kann fólk ekki að taka gríni? Og hvaða rugl er það að reka mann upp úr sundlaug þótt maður brýni aðeins raustina við skemmtilegar rökræður um pólitík á sunnudagsmorgni? Má fólk ekki sýna tilfinningar lengur? Svo er hægt að vera undrandi. Ja, hérna. Ég skil bara ekkert hvað gerðist! Um leið og ég steig inn á barinn hætti ég að muna?… Hetjur Ég skal ekki segja. Í lífinu, og kannski einkum og sér í lagi þegar kemur að áfengisneyslu, verður hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það eru skilmálarnir, kjósi maður að drekka. Og þetta er hægara sagt en gert. Allt sitt líf jafnvel getur fólk strögglað við það að reyna að horfast í augu við eigin misnotkun á áfengi en það bara tekst alls ekki. Ótal vitnisburðir eru til um það hvernig enginn getur sigrað þessa baráttu nema maður sjálfur, með eigin vilja að vopni. Og ef fólk telur sig ekki eiga í vanda, nú þá það. Hitt veit ég. Mikið rosalega dáist ég að þeim manneskjum sem hafa náð að átta sig á hvað breyskleikinn getur verið djúpur og alltumlykjandi, og hvað hægt er að vera mikill asni stundum og hvað áfengi getur gert mann að miklum fávita. Fólk sem tekur stjórn á eigin lífi, tekur stjórn á neyslu sinni, viðurkennir galla sína, kennir ekki öðrum um og sýnir hugrekki gagnvart meinsemdum eigin hugarþels. Þetta fólk: Hinir einlægu og auðmjúku sigurvegarar í öllum þessum persónubundnu en oft langvarandi styrjöldum sálarlífsins. Það er sterkt fólk. Hetjur. Það er svo sterkt, að það ætti jafnvel erindi á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Setningar sem falla þegar fólk er að reyna að sannfæra sjálft sig um að það eigi ekki í vandræðum með áfengisneyslu sína eru oft spaugilegar, þótt nöturlegar séu þær einnig. Fátt er jafn afkáralegt og fólk í markvissri afneitun. Menn sem mæta blekölvaðir heim til sín og pissa í skóskápinn vakna ringlaðir daginn eftir og halda því fram að skápahurðin sé alltof nálægt klósetthurðinni, og sérstaklega sé erfitt að sjá muninn í myrkri. Náð er í verkfærakassann. Ég man eftir manni í veislu sem hló glaðhlakkalega að óförum sínum við áfengisneyslu kvöldið áður — þar sem hann hafði endað ofan í skurði, bókstaflega, og dáið — og reyndi að gera að því grín. Mér er í fersku minni andartakið þegar hann hvissaði í miðri sögunni upp fyrstu bjórdós kvöldsins, hlæjandi með roða í kinnum. Ör. En smá efi í augum. Síðar um kvöldið fannst hann liggjandi áfengisdauður inni á salerni með buxurnar á hælunum, búinn að gera upp á bak. Bókstaflega.Dularfullar orsakir Hann fór í meðferð og hefur lokið keppni. Aðrir halda áfram, gallharðir. Ótal leiðir er hægt að fara til að teygja raunveruleikann í átt að fullkominni sjálfsmynd, þar sem ekkert er að. Neysla mín er ekki málið. Það er eitthvað annað sem gengur hér á. Eitthvað dularfullt. Það má alltaf smella í yfirlýsingu. „Svo óheppilega vildi til við skipulagðan gleðskap í gærkvöldi að við hóflega drykkju áfengis sótti að mér svimi sem ég tengi við járnskort. Ég ákvað því um miðbik kvölds að leggja mig um stundarsakir á salernisgólfi gestgjafanna. Sökum þess að mér láðist að loka að mér er ekki ólíklegt að einhverjir veislugesta kunni að hafa borið mig augum. Einnig hef ég orðið þess áskynja að í aðdraganda svimans séu líkur á að hönd mín hafi lent í andliti annarra gesta með þeim afleiðingum að þeir hafi mögulega hlotið áverka. Því er einnig haldið fram að óvarleg orð hafi fallið af minni hálfu í garð sumra gesta, einkum kvenna, og að ég hafi rutt veisluföngum af borðum með ótæpilegum hávaða og á einhverjum tímapunkti berað kynfæri mín um stund. Hafi slíkt gerst, er mér ljúft að biðjast afsökunar verði þess óskað. Málinu er lokið af minni hálfu. Hyggst ég nú leita mér aðstoðar við umræddum járnskorti.” Reiði og undrun Það er óneitanlega til vitnis um það hversu viðsjárvert eitur áfengi er, að fólk getur til dæmis vaknað við gnauðandi vind og hádegisfréttir einhvers staðar í ókunnugu húsi uppi í Kjós á þriðjudegi eftir fimm daga fyllerí sem kannski hófst í útgáfuhófi ljóðabókar hjá vini á fimmtudagseftirmiðdegi, og samt hugsað að það eigi ekki beinlínis við áfengisvandamál að stríða. Ekki þannig. Þetta var tilfallandi. Snúið er vörn í sókn. Má ekki detta í það? Það gerðist hvort sem er ekkert merkilegt þessa fimm daga. Og hvað með það þótt það séu myndbönd af manni út um allt á Facebook að heilsa skólabörnum í strætó með nasistakveðju? Kann fólk ekki að taka gríni? Og hvaða rugl er það að reka mann upp úr sundlaug þótt maður brýni aðeins raustina við skemmtilegar rökræður um pólitík á sunnudagsmorgni? Má fólk ekki sýna tilfinningar lengur? Svo er hægt að vera undrandi. Ja, hérna. Ég skil bara ekkert hvað gerðist! Um leið og ég steig inn á barinn hætti ég að muna?… Hetjur Ég skal ekki segja. Í lífinu, og kannski einkum og sér í lagi þegar kemur að áfengisneyslu, verður hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það eru skilmálarnir, kjósi maður að drekka. Og þetta er hægara sagt en gert. Allt sitt líf jafnvel getur fólk strögglað við það að reyna að horfast í augu við eigin misnotkun á áfengi en það bara tekst alls ekki. Ótal vitnisburðir eru til um það hvernig enginn getur sigrað þessa baráttu nema maður sjálfur, með eigin vilja að vopni. Og ef fólk telur sig ekki eiga í vanda, nú þá það. Hitt veit ég. Mikið rosalega dáist ég að þeim manneskjum sem hafa náð að átta sig á hvað breyskleikinn getur verið djúpur og alltumlykjandi, og hvað hægt er að vera mikill asni stundum og hvað áfengi getur gert mann að miklum fávita. Fólk sem tekur stjórn á eigin lífi, tekur stjórn á neyslu sinni, viðurkennir galla sína, kennir ekki öðrum um og sýnir hugrekki gagnvart meinsemdum eigin hugarþels. Þetta fólk: Hinir einlægu og auðmjúku sigurvegarar í öllum þessum persónubundnu en oft langvarandi styrjöldum sálarlífsins. Það er sterkt fólk. Hetjur. Það er svo sterkt, að það ætti jafnvel erindi á þing.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun