„Ég myndi ekki vinna aftur með Woody Allen“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 08:07 Freida Pinto varð heimsfræg þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire. vísir/getty Indverska leikkonan Freida Pinto, sem skaust upp á stjörnuhimininn í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire fyrir ellefu árum segir að hún myndi aldrei aftur vinna með bandaríska leikstjóranum Woody Allen. Pinto er í ítarlegu viðtali við Guardian þar sem hún ræðir feril sinn í kvikmyndum og nýjustu mynd sína, Love Sonia, sem fjallar um kynlífsþrælkun í Indlandi en landið er talið það hættulegasta í heiminum fyrir konur þegar kemur að mansali. Eftir að Pinto kom fram á sjónarsviðið í Slumdog Millionaire varð hún eftirsótt leikkona og lék í myndum á borð við The Rise of the Planet of the Apes og You Will Meet a Tall, Dark Stranger, mynd eftir Woody Allen. Í viðtalinu er Pinto, sem hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í heiminum, spurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna aftur með Allen sem hefur verið sakaður af dóttur sinni Dylan um kynferðislega misnotkun. Allen neitar öllum ásökunum. „Nei. Alls ekki. Ég stend með þeim konum sem hafa komið fram með sögur sínar, hvort sem sögurnar hafa verið sannaðar eða ekki. Það sem innsæið segir mér lætur mér líða mjög illa. Ég er 34 ára gömul, ég hef unnið í ellefu ár í þessum bransa og ég er ekki örvæntingarfull. Ég verð aldrei örvæntingarfull,“ segir Pinto en viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér. MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“ 17. september 2018 10:20 Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Indverska leikkonan Freida Pinto, sem skaust upp á stjörnuhimininn í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire fyrir ellefu árum segir að hún myndi aldrei aftur vinna með bandaríska leikstjóranum Woody Allen. Pinto er í ítarlegu viðtali við Guardian þar sem hún ræðir feril sinn í kvikmyndum og nýjustu mynd sína, Love Sonia, sem fjallar um kynlífsþrælkun í Indlandi en landið er talið það hættulegasta í heiminum fyrir konur þegar kemur að mansali. Eftir að Pinto kom fram á sjónarsviðið í Slumdog Millionaire varð hún eftirsótt leikkona og lék í myndum á borð við The Rise of the Planet of the Apes og You Will Meet a Tall, Dark Stranger, mynd eftir Woody Allen. Í viðtalinu er Pinto, sem hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í heiminum, spurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna aftur með Allen sem hefur verið sakaður af dóttur sinni Dylan um kynferðislega misnotkun. Allen neitar öllum ásökunum. „Nei. Alls ekki. Ég stend með þeim konum sem hafa komið fram með sögur sínar, hvort sem sögurnar hafa verið sannaðar eða ekki. Það sem innsæið segir mér lætur mér líða mjög illa. Ég er 34 ára gömul, ég hef unnið í ellefu ár í þessum bransa og ég er ekki örvæntingarfull. Ég verð aldrei örvæntingarfull,“ segir Pinto en viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér.
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“ 17. september 2018 10:20 Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“ 17. september 2018 10:20
Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30