Innrás Arnars þjálfara kveikti á Stjörnuliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2019 13:00 Arnar fór langt inn á völlinn eins og sjá má hér. vísir/skjáskot/s2s Stjarnan hefur unnið níu leiki í röð frá innrás Arnars Guðjónssonar þjálfara inn á völlinn í leik á móti KR í byrjun desembermánaðar.Sjá einnig:Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Karlalið Stjörnunnar hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deildinni í körfubolta í gærkvöldi og er nú búið að koma sér inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn við Njarðvík og Tindastól. Útlitið var hins vegar ekki bjart í Garðabænum í upphafi desember þegar liðið tapaði þremur leikjum í röð og byrjaði illa á heimavelli í þeim fjórða. Eitthvað þurfti að gera og óvenjulegt útspil Arnars Guðjónssonar þjálfara bar heldur betur árangur.Sjá einnig:Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Allt breyttist þetta í lok fyrsta leikhluta í Ásgarði 9. desember síðastliðinn þegar Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum KR í stórleik umferðarinnar sem var í beinni á Stöð 2 Sport. Stjörnumenn voru eins og áður sagði búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir KR-leikinn og byrjunin á honum var það slæm að hún fékk þjálfara Stjörnumanna til að strunsa inn á miðjan völl í miðjum leik til að mótmæla að því virtist dómgæslunni. Dómararnir ráku hann hins vegar ekki út heldur gáfu honum aðeins tæknivíti.Sjá einnig:Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Arnar hefur margspurður um hvað hann var að hugsa en hefur ekki viljað svara. Honum tókst aftur á móti að kveikja á sínu liði og það hefur ekki slokknað á því síðan. Þegar Arnar hljóp inn á miðjan völlinn var staðan 24-18 fyrir KR og þeir komust síðan í 25-18 eftir að hafa nýtt vítaskotið sem þeir fengu í kjölfarið á tæknivítinu. Stjörnuliðið vann restina á leiknum 77-59 og hefur ekki litið til baka eftir það. Sigurinn á Keflavík í gærkvöldi var níundi sigur Stjörnunnar í röð í öllum keppnum.Sjá einnig:Arnar vildi ekki ræða atvikið ótrúlega í leikslok 9. desember var Stjarnan í -25 í þremur síðustu deildarleikjum sínum og einum leikhluta að auki. Síðan þá eru Stjörnumenn búnir að vinna 353 mínútur með 146 stigum, 862-716.Leikir Stjörnunnar frá innrás þjálfarans 9. desember 11 stiga sigur á KR í deild (95-84) 7 stiga sigur á Grindavík í deild (99-92) 15 stiga sigur á Hamar í bikar (104-89) 11 stiga sigur á Haukum í deild (100-89) 23 stiga sigur á ÍR í deild (106-83) 29 stiga sigur á Breiðabliki í deild (102-73) 14 stiga sigur á Skallagrími í deild (94-80) 13 stiga sigur á Tindastól í bikar (81-68) 16 stiga sigur á Keflavík í deild (99-83) Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Stjarnan hefur unnið níu leiki í röð frá innrás Arnars Guðjónssonar þjálfara inn á völlinn í leik á móti KR í byrjun desembermánaðar.Sjá einnig:Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Karlalið Stjörnunnar hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deildinni í körfubolta í gærkvöldi og er nú búið að koma sér inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn við Njarðvík og Tindastól. Útlitið var hins vegar ekki bjart í Garðabænum í upphafi desember þegar liðið tapaði þremur leikjum í röð og byrjaði illa á heimavelli í þeim fjórða. Eitthvað þurfti að gera og óvenjulegt útspil Arnars Guðjónssonar þjálfara bar heldur betur árangur.Sjá einnig:Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Allt breyttist þetta í lok fyrsta leikhluta í Ásgarði 9. desember síðastliðinn þegar Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum KR í stórleik umferðarinnar sem var í beinni á Stöð 2 Sport. Stjörnumenn voru eins og áður sagði búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir KR-leikinn og byrjunin á honum var það slæm að hún fékk þjálfara Stjörnumanna til að strunsa inn á miðjan völl í miðjum leik til að mótmæla að því virtist dómgæslunni. Dómararnir ráku hann hins vegar ekki út heldur gáfu honum aðeins tæknivíti.Sjá einnig:Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Arnar hefur margspurður um hvað hann var að hugsa en hefur ekki viljað svara. Honum tókst aftur á móti að kveikja á sínu liði og það hefur ekki slokknað á því síðan. Þegar Arnar hljóp inn á miðjan völlinn var staðan 24-18 fyrir KR og þeir komust síðan í 25-18 eftir að hafa nýtt vítaskotið sem þeir fengu í kjölfarið á tæknivítinu. Stjörnuliðið vann restina á leiknum 77-59 og hefur ekki litið til baka eftir það. Sigurinn á Keflavík í gærkvöldi var níundi sigur Stjörnunnar í röð í öllum keppnum.Sjá einnig:Arnar vildi ekki ræða atvikið ótrúlega í leikslok 9. desember var Stjarnan í -25 í þremur síðustu deildarleikjum sínum og einum leikhluta að auki. Síðan þá eru Stjörnumenn búnir að vinna 353 mínútur með 146 stigum, 862-716.Leikir Stjörnunnar frá innrás þjálfarans 9. desember 11 stiga sigur á KR í deild (95-84) 7 stiga sigur á Grindavík í deild (99-92) 15 stiga sigur á Hamar í bikar (104-89) 11 stiga sigur á Haukum í deild (100-89) 23 stiga sigur á ÍR í deild (106-83) 29 stiga sigur á Breiðabliki í deild (102-73) 14 stiga sigur á Skallagrími í deild (94-80) 13 stiga sigur á Tindastól í bikar (81-68) 16 stiga sigur á Keflavík í deild (99-83)
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira