Zac Efron ýmist hrósað eða sagður of „heitur“ í hlutverki hins sjúka Ted Bundy Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 11:09 Myndin er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, sem Lily Collins leikur. Hjartaknúsarinn Zac Efron er sagður hafa tekið stórt stökk í áttina að því að vera tekinn alvarlega í nýjustu mynd sinni þar sem hann leikur hinn alræmda raðmorðingja Ted Bundy. Gagnrýnendur benda þó sumir á að Bundy sé næstum því of kynþokkafullur og viðkunnalegur í meðförum Efrons. Bundy þessi nauðgaði og myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978 en hann hélt fram sakleysi sínu í áratug áður en hann játaði að lokum að hafa framið 30 morð. Fjöldi fórnarlamba hans er því enn sagður á huldu og talið að hann geti jafnvel verið hærri. Á meðan glæpir hans voru ekki á almanna vitorði var hann almennt talinn þokkafullur og vel greindur einstaklingur sem var talinn myndarlegur og vel máli farinn. Sjálfur sagði hann á seinni stigum lífs síns að hann versti andskoti sem nokkur gæti hitt en einn af verjendum hans lýsti honum sem skilgreiningunni á hreinræktaðri illsku. Myndin sem Zac Efron leikur í nefnist Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile en hún er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, Elizabeth Kloepfer, sem Lily Collins leikur. Árum saman neitaði hún að trúa sannleikanum um kærasta sinn, að hann væri einn versti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna.Ted Bundy í réttarsal.Vísir/GettyMörgum gagnrýnendum þykir Zac Effron takast ágætlega upp sem Bundy, þar á meðal gagnrýnandi Guardian sem bætir þó við að myndin sjálf sé fremur litlaus og standi algjörlega og falli með frammistöðu leikaranna.Gagnrýnandi Slash Film hefur svipaða sögu af segja af myndinni en setur þó út á handrit myndarinnar. Kvartar hann undan því að myndin sé kynnt sem saga sem sé sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy en henni sé hreinlega ekki sýnd nógu mikil athygli. Gagnrýnandinn segir að þar hefði hjarta myndarinnar átt að vera, hjá Elizabeth Kloepfer, en of mikil athygli fari þess í stað í Bundy.Gagnrýnandi Mashable fer afar hörðum orðum um þessa mynd og segir hana falla í þá gryfju, eins og svo margir, að sveipa þennan raðmorðingja töfraljóma enn eina ferðina. „Ef þú ert að leita að mynd þar sem Ted Bundy er sérstaklega kynþokkafullur, þá er þetta þessi fyrir þig. Ef þú ert að leita að einhverju meiru, þá getur þú sleppt þessari misheppnuðu tilraun.“ Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í liðinni viku. Leikstjóri myndarinnar er er Joe Berlinger en nýverði kom frá honum heimildaþáttaröð um Ted Bundy sem sýnd er á Netflix. Bandaríkin Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hjartaknúsarinn Zac Efron er sagður hafa tekið stórt stökk í áttina að því að vera tekinn alvarlega í nýjustu mynd sinni þar sem hann leikur hinn alræmda raðmorðingja Ted Bundy. Gagnrýnendur benda þó sumir á að Bundy sé næstum því of kynþokkafullur og viðkunnalegur í meðförum Efrons. Bundy þessi nauðgaði og myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978 en hann hélt fram sakleysi sínu í áratug áður en hann játaði að lokum að hafa framið 30 morð. Fjöldi fórnarlamba hans er því enn sagður á huldu og talið að hann geti jafnvel verið hærri. Á meðan glæpir hans voru ekki á almanna vitorði var hann almennt talinn þokkafullur og vel greindur einstaklingur sem var talinn myndarlegur og vel máli farinn. Sjálfur sagði hann á seinni stigum lífs síns að hann versti andskoti sem nokkur gæti hitt en einn af verjendum hans lýsti honum sem skilgreiningunni á hreinræktaðri illsku. Myndin sem Zac Efron leikur í nefnist Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile en hún er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, Elizabeth Kloepfer, sem Lily Collins leikur. Árum saman neitaði hún að trúa sannleikanum um kærasta sinn, að hann væri einn versti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna.Ted Bundy í réttarsal.Vísir/GettyMörgum gagnrýnendum þykir Zac Effron takast ágætlega upp sem Bundy, þar á meðal gagnrýnandi Guardian sem bætir þó við að myndin sjálf sé fremur litlaus og standi algjörlega og falli með frammistöðu leikaranna.Gagnrýnandi Slash Film hefur svipaða sögu af segja af myndinni en setur þó út á handrit myndarinnar. Kvartar hann undan því að myndin sé kynnt sem saga sem sé sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy en henni sé hreinlega ekki sýnd nógu mikil athygli. Gagnrýnandinn segir að þar hefði hjarta myndarinnar átt að vera, hjá Elizabeth Kloepfer, en of mikil athygli fari þess í stað í Bundy.Gagnrýnandi Mashable fer afar hörðum orðum um þessa mynd og segir hana falla í þá gryfju, eins og svo margir, að sveipa þennan raðmorðingja töfraljóma enn eina ferðina. „Ef þú ert að leita að mynd þar sem Ted Bundy er sérstaklega kynþokkafullur, þá er þetta þessi fyrir þig. Ef þú ert að leita að einhverju meiru, þá getur þú sleppt þessari misheppnuðu tilraun.“ Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í liðinni viku. Leikstjóri myndarinnar er er Joe Berlinger en nýverði kom frá honum heimildaþáttaröð um Ted Bundy sem sýnd er á Netflix.
Bandaríkin Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira