Ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar hefðu reynst réttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 09:00 Slúðursögurnar um meintar barneignir Jennifer Aniston hafa lengi verið efniviður í fréttir hjá gulu pressunni. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira