Stafrænt framhaldslíf íslenskunnar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun