Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 102-73 | Stórsigur Stjörnunnar Axel Örn Sæmundsson í Mathús Garðabæjarhöllinni skrifar 10. janúar 2019 21:45 Ægir Örn Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar. vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Stjörnunnar og Breiðabliks í 13.umferð Dominos deildar karla. Stjörnumenn voru fyrir leik í 4.sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Blikarnir voru með 2 stig á botni deildarinnar. Fyrsti leikhluti var fremur hraður og skiptust liðin á að skora til að byrja með, leikurinn var jafn og skemmtilegur. Undir lok leikhlutans fóru Stjörnumenn að gefa aðeins í og stungu aðeins af og náðu að búa sér til góða 12 stiga forystu þegar 1. leikhluti kláraðist, 27-15. Blikarnir virtust mæta mikið öflugri til leiks í annan leikhlutan og komu gríðarlega vel inn sóknarlega en alltaf þegar Blikarnir voru komnir á ról þá stöðvuðu Stjörnumenn þá og settu niður stórar körfur eða stálu boltanum og fóru í auðvelda körfu, alltaf náðu þeir að slökkva í eld Blikanna. Stjörnumenn komu þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og gjörsamlega kafsigldu Blikana. Stjörnumenn tóku og unnu þriðja leikhlutann 28-7 og Blikarnir sáu ekki til sólar eftir það. Staðan í lok þriðja leikhluta var 85-51. 4. leikhluti einkenndist ekki af fallegum körfubolta en þá virtust bæði lið bara vera að spila til þess eins að klára leikinn. Leikurinn varð ekkert spennandi og skiptust liðin á að skora. Blikarnir voru aðeins öflugri í 4.leikhluta en það var of seint fyrir þá að snúa þessu þarna. Niðurstaðan 102-73 sigur Stjörnumanna.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði sinn sóknarleik mjög vel og leikmennirnir fundu sig líka ágætlega í vörninni og náðu að stoppa Blikana í sínum aðgerðum og voru að gera þeim erfitt fyrir. Stálu nokkrum boltum og fengu auðveldar körfur upp úr því. Einstaklingsgæði Stjörnumanna voru líka einfaldlega einu númeri of stór fyrir Blikana hér í kvöld.Hverjir stóðu uppúr? Hlynur átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 20 stig og spilaði einnig hrikalega flotta vörn. Gaf liðinu ofboðslega mikið og leiddi þá áfram.Hvað gekk illa? Varnarleikur Blikanna var ekki upp á marga fiska hér í kvöld og þeir vinna ekki marga leiki ef þeir laga ekki vörnina hjá sér. Erlendu leikmenn Blika stóðu sig ágætlega hér í kvöld en þó virtist Jamaal vera frekar týndur og taka sérstakar ákvarðanir en það er eitthvað sem lagast með tímanum.Hvað gerist næst? Stjörnumenn eiga næsta leik í Borgarnesi gegn Skallagrímsmönnum á meðan að Blikarnir fá næst ÍR-inga í heimsókn.Stjarnan-Breiðablik 102-73 (27-15, 30-29, 28-7, 17-22) Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/9 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/4 fráköst, Antti Kanervo 18/6 fráköst, Brandon Rozzell 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Ægir Þór Steinarsson 7/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 3/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.Breiðablik: Kofi Omar Josephs 19, Jameel Mc Kay 13/16 fráköst, Hilmar Pétursson 12/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 12, Árni Elmar Hrafnsson 6, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Matthías Örn Karelsson 3.Arnar: Við þurfum að laga helling „Við spiluðum ágætlega hérna í kvöld og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Blikum hér í kvöld. Stjörnuliðið spilaði frábærlega hérna í kvöld og voru að gera mjög vel bæði í sókn sem og í vörn. Arnar vildi meina að það væri nóg til þess að laga í leik Stjörnunnar. „Við þurfum að laga helling, við erum að fá of mörk sóknarfráköst á okkur og vorum ekki að „execute-a“ nægilega vel í 4. leikhluta en þetta er allt á réttri leið.“ Aðspurður út í nýjan erlendan leikmann Stjörnunnar sagði Arnar. „Ég er hrikalega ánægður með Brandon, hann skilar sínu fyrir liðið og er frábær leikmaður.“Pétur Ingvarsson tók við Blikum fyrir tímabiliðvísir/daníelPétur: Þetta er bara tap „Þetta er bara tap, það skiptir engu máli hvort það sé með einu eða 30 stigum, við græðum ekkert á þeim hvort eð er,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir stórt tap í kvöld gegn Stjörnunni. „Þetta er bara lið sem er á allt öðrum stað en við, bæði leikreyndir og eru að stefna á aðra hluti heldur en við, þetta er lið sem ætlar sér að vinna deildina meðan við erum að fóta okkar fyrstu skref í deildinni,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í hvernig honum fannst leikurinn hafa þróast. Eins og mönnum er kunnugt þá fengu Blikarnir til sín tvo nýja erlenda leikmenn og spiluðu þeir báðir í kvöld. Aðspurður út í frammistöðu þeirra svaraði Pétur: „Þetta tekur tíma, menn eru bara að komast í sín hlutverk og við höfum nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir næsta leik og þá eru bara endurtekningar á sókn og vörn sem skila okkur vonandi einhverju.“ Varnarleikur Blika var arfaslakur hér í kvöld og var Pétur sammála því og bætti við það: „Við þurfum bara að spila fastar og reyna að matcha þeirra ákefð, ef við hefðum gert það í 40 mínútur þá hefðum við kannski haldið þeim í 80 stigum en eins og ég sagði þá erum við bara á öðrum stað heldur en þetta lið.“Hlynur Bæringssonvísir/vilhelmHlynur: Við ætlum okkur að vinna titilinn „Við spiluðum mjög vel í kvöld og litum vel út bæði í vörn og sókn,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir sigur í kvöld á Breiðablik. Stjarnan spilaði hrikalega vel í kvöld og lítur liðið töluvert betur út heldur en þeir gerðu fyrir nokkrum umferðum. Hlynur var spurður út í hvernig það væri að spila með nýja erlenda leikmanni þeirra Brandon Rozsell. „Þetta er frábær leikmaður sem gerir okkur betri sem lið en gefur okkur sem einstaklingum líka mjög mikið.“ Aðspurður hvort þetta Stjörnulið væri tilbúið til að taka titilinn í lok tímabils svaraði hann: „Við ætlum okkur að vinna titilinn og það er ekkert annað í boði. Þetta er flottur hópur og við erum algjörlega tilbúnir til þess að taka titilinn og það er bara það sem við ætlum að gera.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Stjörnunnar og Breiðabliks í 13.umferð Dominos deildar karla. Stjörnumenn voru fyrir leik í 4.sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Blikarnir voru með 2 stig á botni deildarinnar. Fyrsti leikhluti var fremur hraður og skiptust liðin á að skora til að byrja með, leikurinn var jafn og skemmtilegur. Undir lok leikhlutans fóru Stjörnumenn að gefa aðeins í og stungu aðeins af og náðu að búa sér til góða 12 stiga forystu þegar 1. leikhluti kláraðist, 27-15. Blikarnir virtust mæta mikið öflugri til leiks í annan leikhlutan og komu gríðarlega vel inn sóknarlega en alltaf þegar Blikarnir voru komnir á ról þá stöðvuðu Stjörnumenn þá og settu niður stórar körfur eða stálu boltanum og fóru í auðvelda körfu, alltaf náðu þeir að slökkva í eld Blikanna. Stjörnumenn komu þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og gjörsamlega kafsigldu Blikana. Stjörnumenn tóku og unnu þriðja leikhlutann 28-7 og Blikarnir sáu ekki til sólar eftir það. Staðan í lok þriðja leikhluta var 85-51. 4. leikhluti einkenndist ekki af fallegum körfubolta en þá virtust bæði lið bara vera að spila til þess eins að klára leikinn. Leikurinn varð ekkert spennandi og skiptust liðin á að skora. Blikarnir voru aðeins öflugri í 4.leikhluta en það var of seint fyrir þá að snúa þessu þarna. Niðurstaðan 102-73 sigur Stjörnumanna.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði sinn sóknarleik mjög vel og leikmennirnir fundu sig líka ágætlega í vörninni og náðu að stoppa Blikana í sínum aðgerðum og voru að gera þeim erfitt fyrir. Stálu nokkrum boltum og fengu auðveldar körfur upp úr því. Einstaklingsgæði Stjörnumanna voru líka einfaldlega einu númeri of stór fyrir Blikana hér í kvöld.Hverjir stóðu uppúr? Hlynur átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 20 stig og spilaði einnig hrikalega flotta vörn. Gaf liðinu ofboðslega mikið og leiddi þá áfram.Hvað gekk illa? Varnarleikur Blikanna var ekki upp á marga fiska hér í kvöld og þeir vinna ekki marga leiki ef þeir laga ekki vörnina hjá sér. Erlendu leikmenn Blika stóðu sig ágætlega hér í kvöld en þó virtist Jamaal vera frekar týndur og taka sérstakar ákvarðanir en það er eitthvað sem lagast með tímanum.Hvað gerist næst? Stjörnumenn eiga næsta leik í Borgarnesi gegn Skallagrímsmönnum á meðan að Blikarnir fá næst ÍR-inga í heimsókn.Stjarnan-Breiðablik 102-73 (27-15, 30-29, 28-7, 17-22) Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/9 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/4 fráköst, Antti Kanervo 18/6 fráköst, Brandon Rozzell 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Ægir Þór Steinarsson 7/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 3/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.Breiðablik: Kofi Omar Josephs 19, Jameel Mc Kay 13/16 fráköst, Hilmar Pétursson 12/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 12, Árni Elmar Hrafnsson 6, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Matthías Örn Karelsson 3.Arnar: Við þurfum að laga helling „Við spiluðum ágætlega hérna í kvöld og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Blikum hér í kvöld. Stjörnuliðið spilaði frábærlega hérna í kvöld og voru að gera mjög vel bæði í sókn sem og í vörn. Arnar vildi meina að það væri nóg til þess að laga í leik Stjörnunnar. „Við þurfum að laga helling, við erum að fá of mörk sóknarfráköst á okkur og vorum ekki að „execute-a“ nægilega vel í 4. leikhluta en þetta er allt á réttri leið.“ Aðspurður út í nýjan erlendan leikmann Stjörnunnar sagði Arnar. „Ég er hrikalega ánægður með Brandon, hann skilar sínu fyrir liðið og er frábær leikmaður.“Pétur Ingvarsson tók við Blikum fyrir tímabiliðvísir/daníelPétur: Þetta er bara tap „Þetta er bara tap, það skiptir engu máli hvort það sé með einu eða 30 stigum, við græðum ekkert á þeim hvort eð er,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir stórt tap í kvöld gegn Stjörnunni. „Þetta er bara lið sem er á allt öðrum stað en við, bæði leikreyndir og eru að stefna á aðra hluti heldur en við, þetta er lið sem ætlar sér að vinna deildina meðan við erum að fóta okkar fyrstu skref í deildinni,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í hvernig honum fannst leikurinn hafa þróast. Eins og mönnum er kunnugt þá fengu Blikarnir til sín tvo nýja erlenda leikmenn og spiluðu þeir báðir í kvöld. Aðspurður út í frammistöðu þeirra svaraði Pétur: „Þetta tekur tíma, menn eru bara að komast í sín hlutverk og við höfum nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir næsta leik og þá eru bara endurtekningar á sókn og vörn sem skila okkur vonandi einhverju.“ Varnarleikur Blika var arfaslakur hér í kvöld og var Pétur sammála því og bætti við það: „Við þurfum bara að spila fastar og reyna að matcha þeirra ákefð, ef við hefðum gert það í 40 mínútur þá hefðum við kannski haldið þeim í 80 stigum en eins og ég sagði þá erum við bara á öðrum stað heldur en þetta lið.“Hlynur Bæringssonvísir/vilhelmHlynur: Við ætlum okkur að vinna titilinn „Við spiluðum mjög vel í kvöld og litum vel út bæði í vörn og sókn,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir sigur í kvöld á Breiðablik. Stjarnan spilaði hrikalega vel í kvöld og lítur liðið töluvert betur út heldur en þeir gerðu fyrir nokkrum umferðum. Hlynur var spurður út í hvernig það væri að spila með nýja erlenda leikmanni þeirra Brandon Rozsell. „Þetta er frábær leikmaður sem gerir okkur betri sem lið en gefur okkur sem einstaklingum líka mjög mikið.“ Aðspurður hvort þetta Stjörnulið væri tilbúið til að taka titilinn í lok tímabils svaraði hann: „Við ætlum okkur að vinna titilinn og það er ekkert annað í boði. Þetta er flottur hópur og við erum algjörlega tilbúnir til þess að taka titilinn og það er bara það sem við ætlum að gera.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti