Franskur þýðandi Hugleiks virðist telja hann of grófan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 16:00 Hugleikur er nokkuð hissa vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir - Hugleikur Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“ Frakkland Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“
Frakkland Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira