Efling hafrannsókna – Fögur fyrirheit stjórnvalda en marklaus? Hrönn Egilsdóttir skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fyrir áramót var ég bjartsýn. Í takt við mikla opinbera umfjöllun, vitundarvakningu og orð stjórnmálamanna var ég sannfærð um að árið 2019 yrði öflugt hafrannsóknaár á Íslandi. Hafið er ein mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga en tekur nú tiltölulega hröðum breytingum með súrnun sjávar og hlýnun og aukinni plastmengun. Ég var í hópi þeirra sem fyrir aðeins nokkrum vikum trúðu því að 2019 yrði árið þar sem loks yrði hægt að efla rannsóknir á hafinu með það að markmiði að stórauka þekkingu á vistkerfi þess og mögulegum áhrifum stórra umhverfisbreytinga. Bjartsýni fyrir árið 2019 var, að ég held, réttlætanleg. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má lesa setningarnar „Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla“ og „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn“. Árið 2019 tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og formennsku í Norðurheimskautsráðinu. Á báðum vettvöngum hefur Ísland lýst yfir áætlun um að leggja ríka áherslu á málefni hafsins. Í stað þess að þessar áherslur komi fram í ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á opinberum fjármunum er gerð stórkostleg niðurskurðarkrafa á Hafrannsóknastofnun. Sú krafa þýðir m.a. að leggja þarf öðru af tveimur rannsóknarskipum okkar Íslendinga og segja upp á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum. Horfur í hafrannsóknum á Íslandi næstu árin, sem í lok árs 2018 virtust góðar, eru þess í stað orðnar afar slæmar í upphafi árs 2019. Fögur fyrirheit og yfirlýsingar, bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegu samstarfi virðast nú marklaus. Við blasir 300 milljóna niðurskurður til Hafrannsóknastofnunar á árinu. Ljóst er þetta mun hafa alvarleg áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Skorið verður niður í rannsóknum og vöktun á nytjastofnum en niðurskurðurinn verður enn meiri þegar kemur að rannsóknum sem ekki flokkast beinlínis undir mat á fiskistofnum eða tengjast beinni fiskveiðiráðgjöf. Vandséð er að hægt verði að sinna ýmsum mikilvægum rannsóknum sem núverandi ríkisstjórn hefur sjálf lagt áherslu á að þörf sé fyrir. Ljóst er að ýmsar fyrirhugaðar rannsóknir á vistkerfum sjávar, áhrifum súrnunar sjávar, hlýnunar sjávar og plastmengunar á lífríki í sjó verða settar á ís eða lagðar af. Eðlilega má spyrja, hvers virði eru orð og yfirlýsingar stjórnvalda?Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fyrir áramót var ég bjartsýn. Í takt við mikla opinbera umfjöllun, vitundarvakningu og orð stjórnmálamanna var ég sannfærð um að árið 2019 yrði öflugt hafrannsóknaár á Íslandi. Hafið er ein mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga en tekur nú tiltölulega hröðum breytingum með súrnun sjávar og hlýnun og aukinni plastmengun. Ég var í hópi þeirra sem fyrir aðeins nokkrum vikum trúðu því að 2019 yrði árið þar sem loks yrði hægt að efla rannsóknir á hafinu með það að markmiði að stórauka þekkingu á vistkerfi þess og mögulegum áhrifum stórra umhverfisbreytinga. Bjartsýni fyrir árið 2019 var, að ég held, réttlætanleg. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má lesa setningarnar „Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla“ og „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn“. Árið 2019 tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og formennsku í Norðurheimskautsráðinu. Á báðum vettvöngum hefur Ísland lýst yfir áætlun um að leggja ríka áherslu á málefni hafsins. Í stað þess að þessar áherslur komi fram í ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á opinberum fjármunum er gerð stórkostleg niðurskurðarkrafa á Hafrannsóknastofnun. Sú krafa þýðir m.a. að leggja þarf öðru af tveimur rannsóknarskipum okkar Íslendinga og segja upp á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum. Horfur í hafrannsóknum á Íslandi næstu árin, sem í lok árs 2018 virtust góðar, eru þess í stað orðnar afar slæmar í upphafi árs 2019. Fögur fyrirheit og yfirlýsingar, bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegu samstarfi virðast nú marklaus. Við blasir 300 milljóna niðurskurður til Hafrannsóknastofnunar á árinu. Ljóst er þetta mun hafa alvarleg áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Skorið verður niður í rannsóknum og vöktun á nytjastofnum en niðurskurðurinn verður enn meiri þegar kemur að rannsóknum sem ekki flokkast beinlínis undir mat á fiskistofnum eða tengjast beinni fiskveiðiráðgjöf. Vandséð er að hægt verði að sinna ýmsum mikilvægum rannsóknum sem núverandi ríkisstjórn hefur sjálf lagt áherslu á að þörf sé fyrir. Ljóst er að ýmsar fyrirhugaðar rannsóknir á vistkerfum sjávar, áhrifum súrnunar sjávar, hlýnunar sjávar og plastmengunar á lífríki í sjó verða settar á ís eða lagðar af. Eðlilega má spyrja, hvers virði eru orð og yfirlýsingar stjórnvalda?Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun