Lífið

Ásgeir Kolbeins og Bryndís selja einbýlishúsið fallega á 100 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús hjá Ásgeiri og Bryndísi.
Einstaklega fallegt hús hjá Ásgeiri og Bryndísi.
Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett 300 fermetra einbýlishúsi við Strýtusel á sölu og er ásett verð 102 milljónir.

Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni sem var einn mikilvirtasti íbúðarhúsahönnuður landsins á sínum tíma. Parið flutti inn fyrir 3 og árum og tók allt í gegn um leið. Fjallað var um húsið í þáttunum Falleg íslensk heimili á Stöð 2 á sínum tíma og er húsið einstaklega glæsilegt.

Hér að neðan má sjá innslagið um eignina í þættinum en hann var á dagskrá Stöðvar 2 í fyrravor.

Klippa: Falleg íslensk heimili: Ásgeir Kolbeins og Bryndís búa í glæsilegu 400 fermetra einbýlishúsi


Húsið er staðsett við enda í rólegum botnlanga í Breiðholtinu og er rúmlega þrjú hundruð fermetrar samkvæmt Þjóðskrá en í kjallaranum er 120 fermetra óskráð rými og því alls yfir fjögur hundruð fermetra eign.

Húsið var byggt árið 1978 og eru alls fimm svefnherbergi í því og þrjú baðherbergi.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr húsinu teknar af fasteignavef Vísis.

Glæsilegt og stórt hús.
Stofan er stórt rými þar sem setustofan og borðstofan liggja saman.
Það er ekkert verið að grínast þegar kemur að sjónvarpsaðstöðunni.
Smekklegt eldhús sem liggur einnig að borðstofunni og setustofunni.
Fallegur arinn í húsinu.
Hér má sjá svefnherbergi Ásgeirs og Bryndísar.
Stórbrotið baðherbergi og vaskur fyrir báða aðila.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×