Hið opinbera fær 100 milljarða á ári af erlendum ferðamönnum - er það virkilega ekki nóg? Þórir Garðarsson skrifar 15. janúar 2019 09:12 Neikvæð umræða um erlenda ferðamenn er lífseig. Það er látið eins og þeir séu hálfgerður baggi á þjóðinni. Þeir valdi álagi á ferðamannastöðum, slíti þjóðvegunum, fylli miðbæ Reykjavíkur og standi ekki undir kostnaði við innviði og endurbætur. Þetta nota stjórnmálamenn síðan sem margtugginn rökstuðning fyrir sérstökum aukasköttum og gjöldum á ferðamenn. Oft virðist umræðan vísvitandi vera villandi, látið í skína að erlendir ferðamenn skili samfélaginu litlum ávinningi, síst af öllu til hins opinbera.Skattar upp á 100 milljarða Staðreyndin er auðvitað sú að ferðamenn skila miklum tekjum í sameiginlega sjóði. Árið 2017 nam neysla erlendra ferðamanna innanlands 376 milljörðum króna. Af þessum viðskiptum gestanna höfðu ríki og sveitarfélög, með beinum og óbeinum hætti, að lágmarki 100 milljarða króna í skatta og gjöld. Er það ekki nokkuð? Þægilegir skattgreiðendur sem fer fjölgandi Ekki hefur hið opinbera mikinn kostnað af erlendum ferðamönnum. Ekki stunda þeir nám hér, ekki fylla þeir sjúkrahús eða dvalarheimili, ekki fá þeir greiðslur frá Tryggingastofnun. Stærsti hluti skattanna sem þeir borga fara í íslenska samneyslu. Við stórgræðum á þeim. Samanburður við fyrri ár sýnir hvað erlendir ferðamenn hafa vaxið hratt sem „skattstofn“ og drjúg tekjulind fyrir þjóðina. Árið 2008 nam innlend neysla erlendra ferðamanna 75 milljörðum króna, framreiknað til verðlags 2017 – árið sem þessi viðskipti voru 376 milljarðar króna. Aukningin er fimmföld, með samsvarandi áhrifum á tekjur hins opinbera. Peningarnir streyma um allt Þrátt fyrir alla neikvæðnina hefur þeim landsmönnum þó fjölgað sem átta sig á hversu mikilvægir erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu þar sem tekjurnar af þeim streyma um allt samfélagið, skapa tugþúsundum atvinnu og standa undir gríðarmikilli fjárfestingu. Ríki og sveitarfélög fá virðisaukaskatt, fasteignagjöld af hótelum og veitingahúsum, skatta af eldsneyti og þar fram eftir götunum. Miklar tekjur skila sér síðan sem útsvar til sveitarfélaga og tekjuskattur til ríkisins af launum þeirra sem þjóna ferðamönnum með einum eða öðrum hætti. Gróflega áætlað innheimtu íslensk fyrirtæki um 46 milljarða króna í virðisaukaskatt af ferðamönnum árið 2017. Hver einasta króna rennur í ríkissjóð, þó svo að peningarnir fari þangað eftir ýmsum krókaleiðum í viðskiptum milli fyrirtækja með útsköttum og innsköttum. Í þessu ljósi eru hugmyndir um sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum sambærilegar við ef veitingastaður ætlaði að rukka matargesti aukalega fyrir að nota hníf og gaffal. Fjölgun ferðamanna drífur hagvöxtinn Á ársfundi Seðlabankans 2017 sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár hafi verið búhnykkur fyrir þjóðarbúið og einn megindrifkraftur hagvaxtar. Hann benti jafnframt á staðreynd sem margir hafa vanmetið: „Að hluta til nýtir [ferðaþjónustan] innviði og fjármuni sem voru vannýttir áður en ferðamannabylgjan reis og því voru áhrifin á spennu í þjóðarbúskapnum minni en ef fjárfesting hefði þurft að aukast strax.“ Er hægt að hugsa smærra? Þeir sem tala ferðaþjónustuna niður einblína á vandkvæði fremur en lausnir og virðast með engu móti átta sig á ávinningi þjóðfélagsins af komu erlendra ferðamanna. Sumir ganga svo langt að kenna gestunum um bágborið ástand vegakerfisins. Tillögur um að leggja 1.200 milljónir króna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða á þessu ári voru skornar niður í 600 milljónir. Sú upphæð er innan við eitt prósent af tekjum hins opinbera af komu erlendra ferðamanna. Smærra er varla hægt að hugsa. Tóm tjara Gott dæmi um vitleysuna birtist í umræðunni um vegtolla. Framkvæmdastjóri bílaumboðs taldi nýlega í viðtali sjálfsagt að „rukka ferðamenn fyrir notkun á vegum til jafns við okkur hin - þeir keyra enda á við hálfa þjóðina.“ Að sjálfsögðu greiða ferðamenn það sama og allir aðrir sem nota vegina, í gegnum hópferðafyrirtæki og bílaleigur og með kaupum á eldsneyti. En þeir keyra ekki á við hálfa þjóðina, langt því frá. Og svo vitnað sé til orða seðlabankastjóra hér að ofan, þá auka ferðamenn nýtingu vegakerfisins - fyrir utan allt annað jákvætt sem fylgir viðskiptum þeirra. Eini útflutningurinn sem borgar virðisaukaskatt Aðrir mikilvægir útflutningsatvinnuvegir, sjávarútvegur og stóriðja, greiða ekki virðisaukaskatt til ríkissjóðs. Það gerir erlendi ferðamaðurinn hins vegar. Einkaneysla er það eina sem eykur tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og þeir einu sem á endanum greiða þann skatt eru íbúar þessa lands og erlendir ferðamenn. Fælum ekki þessa mikilvægu erlendu skattgreiðendur frá okkur með vanhugsuðum fjárplógshugmyndum. Stöndum í lappirnar Skilningsskortur og þekkingarleysi á verðmæti erlendra ferðamanna smitar víða út um þjóðfélagið. Jafnvel innan ferðaþjónustunnar ber stundum á minnimáttarkennd gagnvart þröngsýnni túlkun stjórnkerfisins. Fólk í forystu í atvinnugreininni mætti standa fastar í lappirnar gagnvart ranghugmyndum og frekjulegri umræðunni um aukna skattheimtu og álögur á ferðaþjónustuna. Ekki mun ég láta mitt eftir liggja til að spyrna á móti í þeim efnum, hér eftir sem hingað til.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða um erlenda ferðamenn er lífseig. Það er látið eins og þeir séu hálfgerður baggi á þjóðinni. Þeir valdi álagi á ferðamannastöðum, slíti þjóðvegunum, fylli miðbæ Reykjavíkur og standi ekki undir kostnaði við innviði og endurbætur. Þetta nota stjórnmálamenn síðan sem margtugginn rökstuðning fyrir sérstökum aukasköttum og gjöldum á ferðamenn. Oft virðist umræðan vísvitandi vera villandi, látið í skína að erlendir ferðamenn skili samfélaginu litlum ávinningi, síst af öllu til hins opinbera.Skattar upp á 100 milljarða Staðreyndin er auðvitað sú að ferðamenn skila miklum tekjum í sameiginlega sjóði. Árið 2017 nam neysla erlendra ferðamanna innanlands 376 milljörðum króna. Af þessum viðskiptum gestanna höfðu ríki og sveitarfélög, með beinum og óbeinum hætti, að lágmarki 100 milljarða króna í skatta og gjöld. Er það ekki nokkuð? Þægilegir skattgreiðendur sem fer fjölgandi Ekki hefur hið opinbera mikinn kostnað af erlendum ferðamönnum. Ekki stunda þeir nám hér, ekki fylla þeir sjúkrahús eða dvalarheimili, ekki fá þeir greiðslur frá Tryggingastofnun. Stærsti hluti skattanna sem þeir borga fara í íslenska samneyslu. Við stórgræðum á þeim. Samanburður við fyrri ár sýnir hvað erlendir ferðamenn hafa vaxið hratt sem „skattstofn“ og drjúg tekjulind fyrir þjóðina. Árið 2008 nam innlend neysla erlendra ferðamanna 75 milljörðum króna, framreiknað til verðlags 2017 – árið sem þessi viðskipti voru 376 milljarðar króna. Aukningin er fimmföld, með samsvarandi áhrifum á tekjur hins opinbera. Peningarnir streyma um allt Þrátt fyrir alla neikvæðnina hefur þeim landsmönnum þó fjölgað sem átta sig á hversu mikilvægir erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu þar sem tekjurnar af þeim streyma um allt samfélagið, skapa tugþúsundum atvinnu og standa undir gríðarmikilli fjárfestingu. Ríki og sveitarfélög fá virðisaukaskatt, fasteignagjöld af hótelum og veitingahúsum, skatta af eldsneyti og þar fram eftir götunum. Miklar tekjur skila sér síðan sem útsvar til sveitarfélaga og tekjuskattur til ríkisins af launum þeirra sem þjóna ferðamönnum með einum eða öðrum hætti. Gróflega áætlað innheimtu íslensk fyrirtæki um 46 milljarða króna í virðisaukaskatt af ferðamönnum árið 2017. Hver einasta króna rennur í ríkissjóð, þó svo að peningarnir fari þangað eftir ýmsum krókaleiðum í viðskiptum milli fyrirtækja með útsköttum og innsköttum. Í þessu ljósi eru hugmyndir um sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum sambærilegar við ef veitingastaður ætlaði að rukka matargesti aukalega fyrir að nota hníf og gaffal. Fjölgun ferðamanna drífur hagvöxtinn Á ársfundi Seðlabankans 2017 sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár hafi verið búhnykkur fyrir þjóðarbúið og einn megindrifkraftur hagvaxtar. Hann benti jafnframt á staðreynd sem margir hafa vanmetið: „Að hluta til nýtir [ferðaþjónustan] innviði og fjármuni sem voru vannýttir áður en ferðamannabylgjan reis og því voru áhrifin á spennu í þjóðarbúskapnum minni en ef fjárfesting hefði þurft að aukast strax.“ Er hægt að hugsa smærra? Þeir sem tala ferðaþjónustuna niður einblína á vandkvæði fremur en lausnir og virðast með engu móti átta sig á ávinningi þjóðfélagsins af komu erlendra ferðamanna. Sumir ganga svo langt að kenna gestunum um bágborið ástand vegakerfisins. Tillögur um að leggja 1.200 milljónir króna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða á þessu ári voru skornar niður í 600 milljónir. Sú upphæð er innan við eitt prósent af tekjum hins opinbera af komu erlendra ferðamanna. Smærra er varla hægt að hugsa. Tóm tjara Gott dæmi um vitleysuna birtist í umræðunni um vegtolla. Framkvæmdastjóri bílaumboðs taldi nýlega í viðtali sjálfsagt að „rukka ferðamenn fyrir notkun á vegum til jafns við okkur hin - þeir keyra enda á við hálfa þjóðina.“ Að sjálfsögðu greiða ferðamenn það sama og allir aðrir sem nota vegina, í gegnum hópferðafyrirtæki og bílaleigur og með kaupum á eldsneyti. En þeir keyra ekki á við hálfa þjóðina, langt því frá. Og svo vitnað sé til orða seðlabankastjóra hér að ofan, þá auka ferðamenn nýtingu vegakerfisins - fyrir utan allt annað jákvætt sem fylgir viðskiptum þeirra. Eini útflutningurinn sem borgar virðisaukaskatt Aðrir mikilvægir útflutningsatvinnuvegir, sjávarútvegur og stóriðja, greiða ekki virðisaukaskatt til ríkissjóðs. Það gerir erlendi ferðamaðurinn hins vegar. Einkaneysla er það eina sem eykur tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og þeir einu sem á endanum greiða þann skatt eru íbúar þessa lands og erlendir ferðamenn. Fælum ekki þessa mikilvægu erlendu skattgreiðendur frá okkur með vanhugsuðum fjárplógshugmyndum. Stöndum í lappirnar Skilningsskortur og þekkingarleysi á verðmæti erlendra ferðamanna smitar víða út um þjóðfélagið. Jafnvel innan ferðaþjónustunnar ber stundum á minnimáttarkennd gagnvart þröngsýnni túlkun stjórnkerfisins. Fólk í forystu í atvinnugreininni mætti standa fastar í lappirnar gagnvart ranghugmyndum og frekjulegri umræðunni um aukna skattheimtu og álögur á ferðaþjónustuna. Ekki mun ég láta mitt eftir liggja til að spyrna á móti í þeim efnum, hér eftir sem hingað til.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun