Þingmenn felldu samning May Samúel Karl Ólason og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. janúar 2019 19:00 Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. AP/Frank Augstein Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 þingmenn greiddu með honum. Það er því ljóst að margir þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að hann hefði lagt fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórn May. Áður hafði May sagt að hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu en hún mun fara fram á morgun. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Ein breytingartillaga var lögð fram og var henni ætlað að veita Bretum vald til þess að binda enda á hið svokallaða „Backstop“ (sem snýr að landamærum Írlands og Norður-Írlands) þegar þeim sýnist. Einungis 24 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 600 gegn henni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir niðustöðuna vonbrigði og hvetur yfirvöld í Bretlandi til að gera grein fyrir ætlunum þeirra sem fyrst. Lítill tími sé til stefnu.I take note with regret of the outcome of the vote in the @HouseofCommons this evening. I urge the #UK to clarify its intentions as soon as possible. Time is almost up #Brexithttps://t.co/SMmps5kexn — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) January 15, 2019Guardian segir engan forsætisráðherra í sögu Bretlands hafa orðið fyrir jafn stórum ósigri á þinginu. Ráðgjafar May ræddu við fjölmiðla í kvöld og sögðu þeim hver næstu skref May yrðu. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna fer fram um klukkan sjö annað kvöld og May býst við því að standa hana af sér. Í kjölfar þess ætlar hún að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi um næstu skref. Hún segir enn standa til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars og hún ætli ekki að sækja um frest.Upprunalega fréttin Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. Hægt verður að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og framvindunni hér að neðan en rökræður munu standa yfir fram að því. Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Hér fyrir neðan má sjá útskýringarmyndband fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKSpic.twitter.com/eknemKg9nz — ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir því að ef samningurinn verði felldur, þurfi May að boða til nýrra kosninga. Það sem stendur hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Þingmenn sem styðja úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en styðja ekki samning May segja hann fórna fullveldi Bretlands og óttast að enda í raun í gíslingu ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 þingmenn greiddu með honum. Það er því ljóst að margir þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að hann hefði lagt fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórn May. Áður hafði May sagt að hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu en hún mun fara fram á morgun. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Ein breytingartillaga var lögð fram og var henni ætlað að veita Bretum vald til þess að binda enda á hið svokallaða „Backstop“ (sem snýr að landamærum Írlands og Norður-Írlands) þegar þeim sýnist. Einungis 24 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 600 gegn henni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir niðustöðuna vonbrigði og hvetur yfirvöld í Bretlandi til að gera grein fyrir ætlunum þeirra sem fyrst. Lítill tími sé til stefnu.I take note with regret of the outcome of the vote in the @HouseofCommons this evening. I urge the #UK to clarify its intentions as soon as possible. Time is almost up #Brexithttps://t.co/SMmps5kexn — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) January 15, 2019Guardian segir engan forsætisráðherra í sögu Bretlands hafa orðið fyrir jafn stórum ósigri á þinginu. Ráðgjafar May ræddu við fjölmiðla í kvöld og sögðu þeim hver næstu skref May yrðu. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna fer fram um klukkan sjö annað kvöld og May býst við því að standa hana af sér. Í kjölfar þess ætlar hún að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi um næstu skref. Hún segir enn standa til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars og hún ætli ekki að sækja um frest.Upprunalega fréttin Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. Hægt verður að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og framvindunni hér að neðan en rökræður munu standa yfir fram að því. Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Hér fyrir neðan má sjá útskýringarmyndband fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKSpic.twitter.com/eknemKg9nz — ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir því að ef samningurinn verði felldur, þurfi May að boða til nýrra kosninga. Það sem stendur hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Þingmenn sem styðja úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en styðja ekki samning May segja hann fórna fullveldi Bretlands og óttast að enda í raun í gíslingu ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00