Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 08:33 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00
Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49