Funda í dag um öryggi á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 11:46 Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna. Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna.
Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38