Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2019 12:30 Bjarni á fundi nefndarinnar í morgun. Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54