Íslensku félögin verða að birta ársreikning sinn á netinu til að komast í gegnum leyfiskerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Valsmenn eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og hafa bætt við sig mörgum sterkum leikmönnum í vetur. Vísir/Bára Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir) Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir)
Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira