Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 13:05 Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Vísir/EPA Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07