Gerum meira – betur og hraðar Líf Magneudóttir skrifar 18. janúar 2019 16:15 Samvæmt umhverfiskönnun Gallups sem var birt í dag fá stjórnvöld falleinkun fyrir viðleitni sína og viðbrögð við loftslagsvánni og við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta er auðvitað langt í frá að vera ásættanlegt – hvort sem þetta má til sanns vegar færa eða sé óígrunduð tilfinning fólks. Kannski er fólk líka orðið kröfuharðara, sem er mjög gott. Ég ætla ekki að leggja mat á það því hvað sem því líður geta yfirvöld gert miklu betur, meira og hraðar. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um allan heim. Í baráttunni gegn þeim skipta borgir sköpum. Borgir búa yfir voldugum verkfærum í þeirri baráttu og þeim ber að axla þá miklu ábyrgð að vinda ofan af áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum og koma í veg fyrir þær framvegis. Eitt þeirra verkfæra sem borgir og sveitarstjórnir geta beitt er skipulagsvaldið. Frá því að Reykjavík samþykkti fyrst sveitarfélaga loftslagsstefnu og heildarmarkmið í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2009 hefur sú stefna verið fléttuð inn í nær alla ákvarðanatöku á vettvangi borgarinnar. Þar vegur einna þyngst aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 en þar eru umhverfis- og loftslagsmálin burðarásinn í þróun borgarinnar til framtíðar. Um þetta mættum við sem vinnum við stefnumótun á hverjum degi tala meira og sér í lagi samhliða þeirri hröðu uppbyggingu sem nú á sér stað í Reykjavík. Þétting byggðar hefur verið nokkuð í umræðunni og oft á tíðum undir neikvæðum formerkjum sem er miður. Það er nefnilega skynsamleg landnotkun að þétta byggð og skipuleggja ný hverfi og uppbyggingu með það fyrir augum að draga úr ferðaþörf íbúa og færa daglegt amstur nær þeim. Að sama skapi er ríkulega gert ráð fyrir grænum svæðum og innviðum. Í öllum borgum verður að vera fjölbreytt náttúra og má þétting byggðar alls ekki vera á kostnað grænna svæða. Þannig er það í aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að 90% nýrra íbúða verði innan þéttbýlismarka. Þétting byggðar og borgarskipulag 21. aldar eru því risastór loftslagsmál. Annað sem vert er að halda rækilega til haga í umræðunni um loftslagsbreytingar eru stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna, eins og Borgarlínan og gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi. Fyrirhugaðar framkvæmdir og kostnaðurinn hafa farið misvel í íbúa höfuðborgarsvæðisins og í kosningabaráttunni á síðasta ári voru þær mikið bitbein. Hvað sem því líður hefur náðst góð þverpólitísk samstaða um framkvæmdirnar enda eru þær skynsamlegar og skila miklum umhverfislegum ábata til samfélagsins og auka lífsgæði íbúa þegar upp er staðið. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir að finna á eigin skinni hversu miklar og jákvæðar breytingarnar verða með tilkomu þeirra. Þetta eru frábærar framkvæmdir og mikilvægt framlag í baráttunni við loftslagsvá. Þær eru ýmsar aðgerðirnar í borgarlandinu sem stuðla að umhverfsvernd og grænum lífsstíl þótt við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Við höfum vanist innviðunum og mikið af þeim er hluti af okkar daglega lífi: Hjólastæði, grenndarstöðvar, djúpgámar, rafhlöður í bílastæðahúsum og við stofnanir borgarinnar, almenningssamgöngur, hjólastígar og göngugötur. Listinn er lengri en þessi upptalning gefur nokkra mynd af því hvernig stefnumótun um mannvænt samfélag þar sem tekið er mið af því að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum fléttast inn í daglegt líf okkar. Eins og ég nefndi í upphafi greinarinnar sýna niðurstöður Gallup að fólki finnst stjórnvöld ekki nógu dugleg. Rúmlega 60% þátttakenda telur að stjórnmálamenn geri of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt allt okkar skipulag og rekstur í Reykjavík miði að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fjölmargt sé gert nú þegar (eða standi til að gera) eins og ég rakti hér að framan, þá er ég sammála þessari afstöðu. Við getum verið mun róttækari og gert miklu meira, betur og hraðar. Þetta eru hvetjandi skilaboð til okkar í Reykjavík og ég vona að allir kjörnir fulltrúar taki þau til sín og vinni saman að því að gera Reykjavík sem fyrst kolefnishlutlausa.Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Umhverfismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Samvæmt umhverfiskönnun Gallups sem var birt í dag fá stjórnvöld falleinkun fyrir viðleitni sína og viðbrögð við loftslagsvánni og við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta er auðvitað langt í frá að vera ásættanlegt – hvort sem þetta má til sanns vegar færa eða sé óígrunduð tilfinning fólks. Kannski er fólk líka orðið kröfuharðara, sem er mjög gott. Ég ætla ekki að leggja mat á það því hvað sem því líður geta yfirvöld gert miklu betur, meira og hraðar. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um allan heim. Í baráttunni gegn þeim skipta borgir sköpum. Borgir búa yfir voldugum verkfærum í þeirri baráttu og þeim ber að axla þá miklu ábyrgð að vinda ofan af áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum og koma í veg fyrir þær framvegis. Eitt þeirra verkfæra sem borgir og sveitarstjórnir geta beitt er skipulagsvaldið. Frá því að Reykjavík samþykkti fyrst sveitarfélaga loftslagsstefnu og heildarmarkmið í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2009 hefur sú stefna verið fléttuð inn í nær alla ákvarðanatöku á vettvangi borgarinnar. Þar vegur einna þyngst aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 en þar eru umhverfis- og loftslagsmálin burðarásinn í þróun borgarinnar til framtíðar. Um þetta mættum við sem vinnum við stefnumótun á hverjum degi tala meira og sér í lagi samhliða þeirri hröðu uppbyggingu sem nú á sér stað í Reykjavík. Þétting byggðar hefur verið nokkuð í umræðunni og oft á tíðum undir neikvæðum formerkjum sem er miður. Það er nefnilega skynsamleg landnotkun að þétta byggð og skipuleggja ný hverfi og uppbyggingu með það fyrir augum að draga úr ferðaþörf íbúa og færa daglegt amstur nær þeim. Að sama skapi er ríkulega gert ráð fyrir grænum svæðum og innviðum. Í öllum borgum verður að vera fjölbreytt náttúra og má þétting byggðar alls ekki vera á kostnað grænna svæða. Þannig er það í aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að 90% nýrra íbúða verði innan þéttbýlismarka. Þétting byggðar og borgarskipulag 21. aldar eru því risastór loftslagsmál. Annað sem vert er að halda rækilega til haga í umræðunni um loftslagsbreytingar eru stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna, eins og Borgarlínan og gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi. Fyrirhugaðar framkvæmdir og kostnaðurinn hafa farið misvel í íbúa höfuðborgarsvæðisins og í kosningabaráttunni á síðasta ári voru þær mikið bitbein. Hvað sem því líður hefur náðst góð þverpólitísk samstaða um framkvæmdirnar enda eru þær skynsamlegar og skila miklum umhverfislegum ábata til samfélagsins og auka lífsgæði íbúa þegar upp er staðið. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir að finna á eigin skinni hversu miklar og jákvæðar breytingarnar verða með tilkomu þeirra. Þetta eru frábærar framkvæmdir og mikilvægt framlag í baráttunni við loftslagsvá. Þær eru ýmsar aðgerðirnar í borgarlandinu sem stuðla að umhverfsvernd og grænum lífsstíl þótt við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Við höfum vanist innviðunum og mikið af þeim er hluti af okkar daglega lífi: Hjólastæði, grenndarstöðvar, djúpgámar, rafhlöður í bílastæðahúsum og við stofnanir borgarinnar, almenningssamgöngur, hjólastígar og göngugötur. Listinn er lengri en þessi upptalning gefur nokkra mynd af því hvernig stefnumótun um mannvænt samfélag þar sem tekið er mið af því að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum fléttast inn í daglegt líf okkar. Eins og ég nefndi í upphafi greinarinnar sýna niðurstöður Gallup að fólki finnst stjórnvöld ekki nógu dugleg. Rúmlega 60% þátttakenda telur að stjórnmálamenn geri of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt allt okkar skipulag og rekstur í Reykjavík miði að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fjölmargt sé gert nú þegar (eða standi til að gera) eins og ég rakti hér að framan, þá er ég sammála þessari afstöðu. Við getum verið mun róttækari og gert miklu meira, betur og hraðar. Þetta eru hvetjandi skilaboð til okkar í Reykjavík og ég vona að allir kjörnir fulltrúar taki þau til sín og vinni saman að því að gera Reykjavík sem fyrst kolefnishlutlausa.Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun