Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:11 Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda. Hvalveiðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda.
Hvalveiðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira