Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Sighvatur Jónsson skrifar 19. janúar 2019 11:42 Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Getty Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun. Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun.
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15