Innlent

Bíll fór niður um ís

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Greiðlega gekk að aðstoða ferðalangana.
Greiðlega gekk að aðstoða ferðalangana. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kom fjórum ferðalöngum aðstoðar í dag eftir að bíll þeirra hafði farið niður um ís á hálendinu ofan við Laugavatn, við fjallið Gullkistu.

Um var að ræða tvo fullorðna einstaklinga og tvö börn. Þeim virðist þó ekki hafa orðið meint af volkinu og tókst þeim að hafa samband við Neyðarlínu eftir að hafa þurft að labba allnokkurn spotta til þess að komast í símasamband.

Greiðlega gekk að losa bílinn og eru fjórmenningarnir á leið niður að Laugarvatni í fylgd björgunarsveitarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×