Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Ernir Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira